Barnavernd brást skyldu sinni og málsmeðferðin fór úrskeiðis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2019 13:26 Dómstóllinn segir málsmeðferð barnaverndar hafa verið verulega áfátt, í raun farið úrskeiðis. Vísir/Hanna Barnavernd Reykjavíkur brást skyldu sinni í Shaken-baby máli en kveðinn var upp dómur í morgun í skaðabótamáli sem foreldrar og tvö börn þeirra höfðuðu á hendur Reykjavíkurborg. Í dómnum segir að málsmeðferð í máli unga drengsins hafi verið ógagnsæ og virst handahófskennd þar sem skort hafi rökstuðning á aðgerðum og breytingum á vistun dregsins. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í morgun. Foreldrum og tveimur börnum voru greiddar samanlagt átta milljónir króna í skaðabætar. Miklar tilfinningar voru í dómsal í morgun þegar dómur var kveðinn upp. Foreldrarnir voru sakaðir um að hafa hrist níu mánaða gamlan son þeirra í júní árið 2013. Lögreglan hætti rannsókn málsins tæpu ári síðar vegna þess að sönnunargögn þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Svo fór að íslenska ríkið greiddi foreldrunum skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða lögreglu og Barnaverndarstofu. Reykjavíkurborg hafnaði hins vegar bótakröfu foreldranna og barna þeirra vegna framferði Barnaverndar Reykjavíkur sem heyrir undir Barnaverndarstofu. Glíma enn við andlega kvilla Við aðalmeðferð málsins lýstu foreldrarnir hve mikil áhrif málið hefði haft á alla fjölskyldumeðlimi sem þeir glíma enn við. Andlegir kvillar fylgja þeim enn í dag og lífið tók allt aðra stefnu en þau höfðu séð fram á. Foreldrarnir skildu, móðirin flosnaði upp úr námi og vinnu, faðirinn sagði málið hafa haft þau áhrif að hann hefði ekki getað sinnt þeirra vinnu sem hann var í og þá hafði málið veruleg áhrif á mótunarár barnanna. Foreldrarnir báðir lýstu því við aðalmeðferð málsins hvernig þeir horfðu á níu mánaða barnið skella með hnakkann í gólfið eftir að hafa æft sig að standa við lítið borð á heimili þeirra. Þegar barnið var komið á sjúkrahús sáu læknar og sérfræðingar mikla blæðingu í heila og augnbotninum, sem geta verið einkenni eftir að barn hefur verið hrist. Lágu foreldrarnir undir grun sem þeir neituðu staðfastlega en svo fór að rannsókn málsins var hætt ári síðar. Var níu mánaða drengurinn tekinn af heimili þeirra. Foreldrarnir fengu hann ekki aftur í sína umsjá fyrr en fjórum mánuðum síðar. Tjón af margvíslegum toga Í dómi héraðsdóms segir að aðgerðir barnaverndar sem gripið var til á fyrstu dögum júnímánaðar 2013 eftir að læknar á Landspítalanum tilkynntu um líkamlegt ofbeldi hefðu verið réttmætar. Nauðsynlegt hefði verið að tryggja öryggi barnsins og velferð. Hins vegar eftir að álitsgerð sérfræðings kom fram um tveimur vikum síðar, þar sem niðurstaðan var að ekki væri hægt að fullyrða að barnið hefði verið hrist, hefði málsmeðferð barnaverndarnefndar verið verulega áfátt, í raun farið úrskeiðis. Þannig hefði það verið út málsmeðferðartímann. Við mat á umfangi tjóns fjölskyldunnar og réttmætri fjárhæð bóta í málinu séu ekki mörg fordæmi til að miða við. Ljóst sé að tjón foreldranna og barna þeirra sé af ólíkum og margvíslegum toga. Fjölskipaður héraðsdómur gerði sömuleiðis athugasemdir við hvernig barnaverndar stóð að könnun á systur drengsins. Nánast engin gögn séu til um hvernig það mál var unnið, framgang máslins, skoðun eða afdrif. Engin greinagerð liggi fyrir í því máli. „Eðlilegt hefði verið að kanna aðstæður hennar og líðan þar sem yfirvöld töldu hafa grun um alvarlegt líkamlegt ofbeldi á heimili hennar.“ Barnavernd Dómsmál Tengdar fréttir Fjölskylda í sárum hafði sigur gegn Reykjavíkurborg í Shaken Baby-máli Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar háar bætur í dag. 19. desember 2019 11:24 Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Barnavernd Reykjavíkur brást skyldu sinni í Shaken-baby máli en kveðinn var upp dómur í morgun í skaðabótamáli sem foreldrar og tvö börn þeirra höfðuðu á hendur Reykjavíkurborg. Í dómnum segir að málsmeðferð í máli unga drengsins hafi verið ógagnsæ og virst handahófskennd þar sem skort hafi rökstuðning á aðgerðum og breytingum á vistun dregsins. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í morgun. Foreldrum og tveimur börnum voru greiddar samanlagt átta milljónir króna í skaðabætar. Miklar tilfinningar voru í dómsal í morgun þegar dómur var kveðinn upp. Foreldrarnir voru sakaðir um að hafa hrist níu mánaða gamlan son þeirra í júní árið 2013. Lögreglan hætti rannsókn málsins tæpu ári síðar vegna þess að sönnunargögn þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Svo fór að íslenska ríkið greiddi foreldrunum skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða lögreglu og Barnaverndarstofu. Reykjavíkurborg hafnaði hins vegar bótakröfu foreldranna og barna þeirra vegna framferði Barnaverndar Reykjavíkur sem heyrir undir Barnaverndarstofu. Glíma enn við andlega kvilla Við aðalmeðferð málsins lýstu foreldrarnir hve mikil áhrif málið hefði haft á alla fjölskyldumeðlimi sem þeir glíma enn við. Andlegir kvillar fylgja þeim enn í dag og lífið tók allt aðra stefnu en þau höfðu séð fram á. Foreldrarnir skildu, móðirin flosnaði upp úr námi og vinnu, faðirinn sagði málið hafa haft þau áhrif að hann hefði ekki getað sinnt þeirra vinnu sem hann var í og þá hafði málið veruleg áhrif á mótunarár barnanna. Foreldrarnir báðir lýstu því við aðalmeðferð málsins hvernig þeir horfðu á níu mánaða barnið skella með hnakkann í gólfið eftir að hafa æft sig að standa við lítið borð á heimili þeirra. Þegar barnið var komið á sjúkrahús sáu læknar og sérfræðingar mikla blæðingu í heila og augnbotninum, sem geta verið einkenni eftir að barn hefur verið hrist. Lágu foreldrarnir undir grun sem þeir neituðu staðfastlega en svo fór að rannsókn málsins var hætt ári síðar. Var níu mánaða drengurinn tekinn af heimili þeirra. Foreldrarnir fengu hann ekki aftur í sína umsjá fyrr en fjórum mánuðum síðar. Tjón af margvíslegum toga Í dómi héraðsdóms segir að aðgerðir barnaverndar sem gripið var til á fyrstu dögum júnímánaðar 2013 eftir að læknar á Landspítalanum tilkynntu um líkamlegt ofbeldi hefðu verið réttmætar. Nauðsynlegt hefði verið að tryggja öryggi barnsins og velferð. Hins vegar eftir að álitsgerð sérfræðings kom fram um tveimur vikum síðar, þar sem niðurstaðan var að ekki væri hægt að fullyrða að barnið hefði verið hrist, hefði málsmeðferð barnaverndarnefndar verið verulega áfátt, í raun farið úrskeiðis. Þannig hefði það verið út málsmeðferðartímann. Við mat á umfangi tjóns fjölskyldunnar og réttmætri fjárhæð bóta í málinu séu ekki mörg fordæmi til að miða við. Ljóst sé að tjón foreldranna og barna þeirra sé af ólíkum og margvíslegum toga. Fjölskipaður héraðsdómur gerði sömuleiðis athugasemdir við hvernig barnaverndar stóð að könnun á systur drengsins. Nánast engin gögn séu til um hvernig það mál var unnið, framgang máslins, skoðun eða afdrif. Engin greinagerð liggi fyrir í því máli. „Eðlilegt hefði verið að kanna aðstæður hennar og líðan þar sem yfirvöld töldu hafa grun um alvarlegt líkamlegt ofbeldi á heimili hennar.“
Barnavernd Dómsmál Tengdar fréttir Fjölskylda í sárum hafði sigur gegn Reykjavíkurborg í Shaken Baby-máli Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar háar bætur í dag. 19. desember 2019 11:24 Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Fjölskylda í sárum hafði sigur gegn Reykjavíkurborg í Shaken Baby-máli Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar háar bætur í dag. 19. desember 2019 11:24
Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00