Gefa grænt ljós á bandaríska ræðismannsskrifstofu á Grænlandi Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2019 07:42 Frá grænlensku höfuðborginni Nuuk. Getty Danska utanríkisráðuneytið hefur gefið grænt ljós á opnun bandarískrar ræðismannsskrifstofu í grænlensku höfuðborginni Nuuk. Frá þessu segir á Sermitsiaq. Nú þegar samþykki utanríkisráðuneytisins liggur fyrir geta bandarísk stjórnvöld haldið áfram vinnu sinni varðandi opnunina. „Eftir samkomulag við grænlensk stjórnvöld hefur utanríkisráðuneytið samþykkt beiðni Bandaríkjamanna um að koma upp ræðismannsskrifstofu í Nuuk,“ segir í svari danska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Sermitsiaq. Greint var frá hugmynd Bandaríkjastjórnar um opnun ræðismannskrifstofu á Grænlandi í ágúst síðastliðinn. Þá sagði Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, eftir fund með bandarískum starfsbróður sínum, Mike Pompeo, að ræðismannsskrifstofa myndi opna. Nú liggur hins vegar formlegt samþykki fyrir hendi. Áhugi Bandaríkjastjórnar á Grænlandi hefur aukist mikið að undanförnu. Þannig var greint frá vangaveltum Donald Trump Bandaríkjaforseta að kaupa Grænland af Danmörku.Aflýsti hann heimsókn sinni til Danmerkur eftir að dönsk stjórnvöld lokuðu á allar slíkar hugmyndir. Í frétt Sermitsiaq segir að Bandaríkjastjórn hafi áætlanir uppi um að tveir bandarískir embættismenn muni starfa við skrifstofuna, auk fimm staðarráðinna starfsmanna. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn starfrækja ræðismannskrifstofu á Grænlandi, en þeir opnuðu slíkt árið 1940 eftir að nasistar hernámu Danmörk. Þeirri skrifstofu var hins vegar lokað árið 1953. Íslendingar opnuðu aðalræðisskrifstofu í Nuuk í nóvember 2013. Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. 24. ágúst 2019 23:15 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Danska utanríkisráðuneytið hefur gefið grænt ljós á opnun bandarískrar ræðismannsskrifstofu í grænlensku höfuðborginni Nuuk. Frá þessu segir á Sermitsiaq. Nú þegar samþykki utanríkisráðuneytisins liggur fyrir geta bandarísk stjórnvöld haldið áfram vinnu sinni varðandi opnunina. „Eftir samkomulag við grænlensk stjórnvöld hefur utanríkisráðuneytið samþykkt beiðni Bandaríkjamanna um að koma upp ræðismannsskrifstofu í Nuuk,“ segir í svari danska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Sermitsiaq. Greint var frá hugmynd Bandaríkjastjórnar um opnun ræðismannskrifstofu á Grænlandi í ágúst síðastliðinn. Þá sagði Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, eftir fund með bandarískum starfsbróður sínum, Mike Pompeo, að ræðismannsskrifstofa myndi opna. Nú liggur hins vegar formlegt samþykki fyrir hendi. Áhugi Bandaríkjastjórnar á Grænlandi hefur aukist mikið að undanförnu. Þannig var greint frá vangaveltum Donald Trump Bandaríkjaforseta að kaupa Grænland af Danmörku.Aflýsti hann heimsókn sinni til Danmerkur eftir að dönsk stjórnvöld lokuðu á allar slíkar hugmyndir. Í frétt Sermitsiaq segir að Bandaríkjastjórn hafi áætlanir uppi um að tveir bandarískir embættismenn muni starfa við skrifstofuna, auk fimm staðarráðinna starfsmanna. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn starfrækja ræðismannskrifstofu á Grænlandi, en þeir opnuðu slíkt árið 1940 eftir að nasistar hernámu Danmörk. Þeirri skrifstofu var hins vegar lokað árið 1953. Íslendingar opnuðu aðalræðisskrifstofu í Nuuk í nóvember 2013.
Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. 24. ágúst 2019 23:15 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30
Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. 24. ágúst 2019 23:15
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53