8,4% atvinnuleysi á Suðurnesjum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2019 07:45 Tvöfalt meira atvinnuleysi er á Suðurnesjum en á landsvísu. vísir/hafsteinn Skráð atvinnuleysi á öllu landinu í nóvember mældist 4,1% með ríflega 7.600 manns á atvinnuleysisskrá. Atvinnuleysið er lang mest á Suðunesjum og hækkaði um meira en eitt prósentustig frá því í nóvember. Það er núna 8,4% og yfir tólf hundruð manns á atvinnuleysisskrá. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir ekki sérlega gott hljóð í fólki. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir fyrst og fremst ungt fólk og útlendinga vera í hópi atvinnulausra.vísir/egill „Þarna á meðal er fólk sem er búið að vera lengi á sama stað en er nú að missa vinnuna. Það finnur að það hleypur ekki í önnur störf. Auðvitað er þungt hljóðið,“ segir hún. Fleiri karlar eru atvinnulausir á Suðurnesjum en konur, tæplega sextíu prósent eru útlendingar, mikill meirihluti atvinnulausra er með litla menntun og að mestu leyti er þetta ungt fólk, mjög margir undir þrítugu og nær allir undir fimmtugu. Það er fyrst og fremst ungt fólk sem er atvinnulaust á Suðurnesjum.visir/hafsteinn Aukið atvinnuleysi tengist falli WOW í mars, minni starfsemi á flugvellinum og í afleiddum störfum vegna flugsins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bendir á að ef öll starfsemi er tekin saman sé flugvöllurinn stærsti vinnustaður landsins. „Atvinnuleysi fór í 15% þegar herinn fór og við erum vön svona sveiflum. Það eru vissulega önnur tækifæri í atvinnulífinu en þau vega svo lítið í samanburði við flugvöllinn.“ Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, vonar að ástandið lagist á næstu misserumvísir/erla Vonast er til að störfum fjölgi á næstu misserum. Hildur bendir á að samkvæmt þjóðarhagspá ætti staðan að breytast um mitt ár „Ferðaþjónustan byrjar aftur á fullu um mars og við vonum að fólk komist í vinnu þá,“ segir hún. Kjartan segir einhver misseri í að þetta verði eins og þegar best lét, þegar störfum fjölgaði ört á flugvellinum. „Ég held að það verði ekki alveg strax en vonandi innan tíðar.“ Reykjanesbær Vinnumarkaður Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
Skráð atvinnuleysi á öllu landinu í nóvember mældist 4,1% með ríflega 7.600 manns á atvinnuleysisskrá. Atvinnuleysið er lang mest á Suðunesjum og hækkaði um meira en eitt prósentustig frá því í nóvember. Það er núna 8,4% og yfir tólf hundruð manns á atvinnuleysisskrá. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir ekki sérlega gott hljóð í fólki. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir fyrst og fremst ungt fólk og útlendinga vera í hópi atvinnulausra.vísir/egill „Þarna á meðal er fólk sem er búið að vera lengi á sama stað en er nú að missa vinnuna. Það finnur að það hleypur ekki í önnur störf. Auðvitað er þungt hljóðið,“ segir hún. Fleiri karlar eru atvinnulausir á Suðurnesjum en konur, tæplega sextíu prósent eru útlendingar, mikill meirihluti atvinnulausra er með litla menntun og að mestu leyti er þetta ungt fólk, mjög margir undir þrítugu og nær allir undir fimmtugu. Það er fyrst og fremst ungt fólk sem er atvinnulaust á Suðurnesjum.visir/hafsteinn Aukið atvinnuleysi tengist falli WOW í mars, minni starfsemi á flugvellinum og í afleiddum störfum vegna flugsins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bendir á að ef öll starfsemi er tekin saman sé flugvöllurinn stærsti vinnustaður landsins. „Atvinnuleysi fór í 15% þegar herinn fór og við erum vön svona sveiflum. Það eru vissulega önnur tækifæri í atvinnulífinu en þau vega svo lítið í samanburði við flugvöllinn.“ Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, vonar að ástandið lagist á næstu misserumvísir/erla Vonast er til að störfum fjölgi á næstu misserum. Hildur bendir á að samkvæmt þjóðarhagspá ætti staðan að breytast um mitt ár „Ferðaþjónustan byrjar aftur á fullu um mars og við vonum að fólk komist í vinnu þá,“ segir hún. Kjartan segir einhver misseri í að þetta verði eins og þegar best lét, þegar störfum fjölgaði ört á flugvellinum. „Ég held að það verði ekki alveg strax en vonandi innan tíðar.“
Reykjanesbær Vinnumarkaður Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira