Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 0-1 Breiðablik | Blikasigur í bragðdaufum leik fyrir norðan Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. maí 2019 22:15 Thomas Mikkelsen tryggði Blikum sigur á KA. vísir/bára KA fékk Breiðablik í heimsókn á Akureyrarvöll í 4.umferð Pepsi-Max deildarinnar í kvöld en Blikar voru á toppi deildarinnar þegar kom að leiknum á meðan KA-menn höfðu unnið eina heimaleik sinn til þessa á leiktíðinni. Blikar fengu fyrstu hornspyrnu leiksins eftir aðeins nokkrar sekúndur. Hana tók Guðjón Pétur Lýðsson og skömmu eftir að hann spyrnti boltanum inn á teiginn flautaði Ívar Orri Kristjánsson og dæmdi Daníel Hafsteinsson brotlegan fyrir að halda Thomas Mikkelsen. Danski markahrókurinn fór sjálfur á vítapunktinn og skoraði af öryggi. Draumabyrjun Blika en í kjölfarið var mikið jafnræði með liðunum stærstan hluta fyrri hálfleiks og fengu bæði lið ágætis tækifæri. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn þyngdist pressa heimamanna en þeim tókst þó ekki að jafna metin fyrir leikhlé. Hálfleikstölur 0-1. Leikhléið kom á besta tíma fyrir Blika því heimamenn voru orðnir mjög aðgangsharðir undir lok fyrri hálfleiks en mikil deyfð var yfir báðum liðum í upphafi síðari hálfleiks. Raunar gerðist nánast ekkert fyrsta hálftímann í síðari hálfleik og einkenndist leikurinn af miðjumoði. KA-menn náðu að setja Blika undir pressu á síðasta stundarfjórðungi leiksins en ef sóknarlotur KA strönduðu ekki á góðum miðvörðum Blika var Gunnleifur Gunnleifsson vel á verði í markinu. Fór að lokum svo að vítaspyrnumarkið á 2.mínútu leiksins skildi liðin að. Lokatölur 0-1.Afhverju vann Breiðablik? Vítaspyrna þegar leikurinn var rétt byrjaður var það eina sem skildi liðin að í fremur bragðdaufum knattspyrnuleik. Blikar hafa oft spilað betri sóknarleik en þegar þú verst jafn vel og Blikar gerðu í dag er nóg að gera eitt mark.Bestu menn vallarins? Damir Muminovic var maður leiksins. Var sem kóngur í ríki sínu í vörn Blika og fjölmargar sóknarlotur KA strönduðu á honum. Allir varnarmenn Blika eiga hrós skilið sem er sérstaklega aðdáunarvert í ljósi þess að þeir þurftu að gera breytingu á vörninni eftir hálftíma leik þegar Elfar Freyr Helgason fór meiddur af velli fyrir Guðmund Böðvar Guðjónsson. Gunnleifur Gunnleifsson varði tvisvar mjög vel í fyrri hálfleik og var mjög öruggur fyrir aftan vörn Blika þó hann hafi verið í vandræðum með spyrnurnar sínar. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Almarr Ormarsson voru bestir í liði heimamanna. Einkunnir leikmanna má sjá með því að smella á Liðin efst í fréttinni. Hvað gekk illa? Bæði lið eru mjög vel spilandi og líklega tvö af best spilandi liðum landsins á góðum degi. Í kvöld var hins vegar fátt um fína spilkafla, þá sérstaklega í síðari hálfleik. Blikar beittu mikið af löngum sendingum á Thomas Mikkelsen. KA-menn komust oft auðveldlega inn á síðasta þriðjung vallarins en þegar þangað var komið var lítið að frétta. Þá verður að nefna fjölmargar hornspyrnur KA. Heimamenn fengu 15 hornspyrnur í leiknum og þær voru ekki að skapa mikinn usla í vítateig Blika.Hvað er framundan? KA heldur áfram að reyna sig við bestu lið landsins þar sem þeir heimsækja Stjörnuna í Garðabæinn á sunnudag. Á sama tíma mætast Breiðablik og ÍA í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar. Ágúst: Úff! Þetta var erfittmynd/skjáskot„Ég segi bara úff! Þetta var erfitt, maður. Þetta var erfitt fyrir mig persónulega og erfitt fyrir liðið. Við börðumst fyrir hvorn allan og náðum að halda núllinu þó það hafi verið herjað á okkur hérna í seinni hálfleik. Við héldum það út sem betur fer,“ sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Breiðabliks í leikslok og augljóst að honum var mjög létt að hafa náð að landa sigrinum. „Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur og að fá þrjú stig hérna er bara með ólíkindum. Ég er gríðarlega ánægður með vinnuframlagið og vörnina. Þetta var ekki alveg að ganga hjá okkur úti á vellinum. Þeir voru ofan á í fyrsta og annan bolta og við héldum eiginlega ekkert boltanum en vorum grimmir í varnarleiknum,“ sagði Ágúst. Breiðablik vanalega mjög vel spilandi en því var ekki að heilsa í kvöld. Hvað veldur? „Það er erfitt að segja. Ég ætla ekki að fara að kenna vellinum um því hann er bara í ágætis standi. Við erum búnir að vera að spila á gervigrasi og komum hingað á svolítið þungan völl. Menn virkuðu bara þreyttir og það vantaði smá fótavinnu í kringum boltann. KA-menn gerðu vel og herjuðu á okkur,“ sagði Ágúst en Breiðablik deilir nú toppsætinu með Skagamönnum. „Það vilja allir vera á toppnum. Við erum þar núna en við viljum vera þar í enda móts,“ sagði Ágúst að lokum. Óli Stefán: Gríðarlega ánægður með frammistöðunavísir/bára„Ég er gríðarlega svekktur fyrir hönd strákanna. Þeir spiluðu mjög vel og voru bara flottir. Það virðist allt vera stöngin út hjá okkur. Það fellur allt á móti okkur og við erum ekki að fá það sem við teljum okkur eiga skilið en á endanum get ég staðið hérna sem þjálfari KA stoltur og ég get ekki beðið um meira frá strákunum en ég fékk í dag,“ sagði hundsvekktur Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, eftir leikinn. Hann var engu að síður sáttur með frammistöðu sinna manna. „Ég er gríðarlega ánægður með frammistöðuna. Það vantar bara að reka endahnútinn á það sem við erum að búa til. Það er týpiskt að þeir verja boltann á línunni með hendi í lokin og við fáum ekkert. Stundum er þetta svoleiðis í boltanum. Hlutirnir falla ekki fyrir þig. Þá verð ég að halda áfram að vera sama leiðinlega rispaða platan og tala um frammistöður því það er það eina sem við getum með okkur yfir í næsta verkefni,“ segir Óli Stefán. KA-liðið aðeins með þrjú stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar en liðið hefur spilað á móti ÍA, Val, FH og Breiðablik í þessum leikjum. „Við vissum að það væri erfitt prógram í byrjun. Ég væri miklu svekktari ef ég vissi ekki að við hefðum verið að skila þessum frammistöðum sem við höfum verið að gera í öllum þessum leikjum. Við höfum verið að skila góðum leikköflum í stærstum hluta þessara leikja og það verð ég að taka með áfram,“ segir Óli Stefán. KA mun ekki bæta við sig leikmanni áður en félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti en KA-menn hafa verið að leita að sóknarsinnuðum leikmanni undanfarnar vikur. „Nei. Við erum búnir að reyna það sem við getum til að taka inn leikmann. Við vildum ekki gera það nema það væri réttur leikmaður og rétt týpa fyrir okkur. Það gekk ekki. Við erum með stóran og öflugan hóp. Við erum með mikið af frábærum ungum strákum sem bíða spenntir eftir að fá tækifæri fyrir KA,“ segir Óli Stefán. Pepsi Max-deild karla
KA fékk Breiðablik í heimsókn á Akureyrarvöll í 4.umferð Pepsi-Max deildarinnar í kvöld en Blikar voru á toppi deildarinnar þegar kom að leiknum á meðan KA-menn höfðu unnið eina heimaleik sinn til þessa á leiktíðinni. Blikar fengu fyrstu hornspyrnu leiksins eftir aðeins nokkrar sekúndur. Hana tók Guðjón Pétur Lýðsson og skömmu eftir að hann spyrnti boltanum inn á teiginn flautaði Ívar Orri Kristjánsson og dæmdi Daníel Hafsteinsson brotlegan fyrir að halda Thomas Mikkelsen. Danski markahrókurinn fór sjálfur á vítapunktinn og skoraði af öryggi. Draumabyrjun Blika en í kjölfarið var mikið jafnræði með liðunum stærstan hluta fyrri hálfleiks og fengu bæði lið ágætis tækifæri. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn þyngdist pressa heimamanna en þeim tókst þó ekki að jafna metin fyrir leikhlé. Hálfleikstölur 0-1. Leikhléið kom á besta tíma fyrir Blika því heimamenn voru orðnir mjög aðgangsharðir undir lok fyrri hálfleiks en mikil deyfð var yfir báðum liðum í upphafi síðari hálfleiks. Raunar gerðist nánast ekkert fyrsta hálftímann í síðari hálfleik og einkenndist leikurinn af miðjumoði. KA-menn náðu að setja Blika undir pressu á síðasta stundarfjórðungi leiksins en ef sóknarlotur KA strönduðu ekki á góðum miðvörðum Blika var Gunnleifur Gunnleifsson vel á verði í markinu. Fór að lokum svo að vítaspyrnumarkið á 2.mínútu leiksins skildi liðin að. Lokatölur 0-1.Afhverju vann Breiðablik? Vítaspyrna þegar leikurinn var rétt byrjaður var það eina sem skildi liðin að í fremur bragðdaufum knattspyrnuleik. Blikar hafa oft spilað betri sóknarleik en þegar þú verst jafn vel og Blikar gerðu í dag er nóg að gera eitt mark.Bestu menn vallarins? Damir Muminovic var maður leiksins. Var sem kóngur í ríki sínu í vörn Blika og fjölmargar sóknarlotur KA strönduðu á honum. Allir varnarmenn Blika eiga hrós skilið sem er sérstaklega aðdáunarvert í ljósi þess að þeir þurftu að gera breytingu á vörninni eftir hálftíma leik þegar Elfar Freyr Helgason fór meiddur af velli fyrir Guðmund Böðvar Guðjónsson. Gunnleifur Gunnleifsson varði tvisvar mjög vel í fyrri hálfleik og var mjög öruggur fyrir aftan vörn Blika þó hann hafi verið í vandræðum með spyrnurnar sínar. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Almarr Ormarsson voru bestir í liði heimamanna. Einkunnir leikmanna má sjá með því að smella á Liðin efst í fréttinni. Hvað gekk illa? Bæði lið eru mjög vel spilandi og líklega tvö af best spilandi liðum landsins á góðum degi. Í kvöld var hins vegar fátt um fína spilkafla, þá sérstaklega í síðari hálfleik. Blikar beittu mikið af löngum sendingum á Thomas Mikkelsen. KA-menn komust oft auðveldlega inn á síðasta þriðjung vallarins en þegar þangað var komið var lítið að frétta. Þá verður að nefna fjölmargar hornspyrnur KA. Heimamenn fengu 15 hornspyrnur í leiknum og þær voru ekki að skapa mikinn usla í vítateig Blika.Hvað er framundan? KA heldur áfram að reyna sig við bestu lið landsins þar sem þeir heimsækja Stjörnuna í Garðabæinn á sunnudag. Á sama tíma mætast Breiðablik og ÍA í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar. Ágúst: Úff! Þetta var erfittmynd/skjáskot„Ég segi bara úff! Þetta var erfitt, maður. Þetta var erfitt fyrir mig persónulega og erfitt fyrir liðið. Við börðumst fyrir hvorn allan og náðum að halda núllinu þó það hafi verið herjað á okkur hérna í seinni hálfleik. Við héldum það út sem betur fer,“ sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Breiðabliks í leikslok og augljóst að honum var mjög létt að hafa náð að landa sigrinum. „Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur og að fá þrjú stig hérna er bara með ólíkindum. Ég er gríðarlega ánægður með vinnuframlagið og vörnina. Þetta var ekki alveg að ganga hjá okkur úti á vellinum. Þeir voru ofan á í fyrsta og annan bolta og við héldum eiginlega ekkert boltanum en vorum grimmir í varnarleiknum,“ sagði Ágúst. Breiðablik vanalega mjög vel spilandi en því var ekki að heilsa í kvöld. Hvað veldur? „Það er erfitt að segja. Ég ætla ekki að fara að kenna vellinum um því hann er bara í ágætis standi. Við erum búnir að vera að spila á gervigrasi og komum hingað á svolítið þungan völl. Menn virkuðu bara þreyttir og það vantaði smá fótavinnu í kringum boltann. KA-menn gerðu vel og herjuðu á okkur,“ sagði Ágúst en Breiðablik deilir nú toppsætinu með Skagamönnum. „Það vilja allir vera á toppnum. Við erum þar núna en við viljum vera þar í enda móts,“ sagði Ágúst að lokum. Óli Stefán: Gríðarlega ánægður með frammistöðunavísir/bára„Ég er gríðarlega svekktur fyrir hönd strákanna. Þeir spiluðu mjög vel og voru bara flottir. Það virðist allt vera stöngin út hjá okkur. Það fellur allt á móti okkur og við erum ekki að fá það sem við teljum okkur eiga skilið en á endanum get ég staðið hérna sem þjálfari KA stoltur og ég get ekki beðið um meira frá strákunum en ég fékk í dag,“ sagði hundsvekktur Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, eftir leikinn. Hann var engu að síður sáttur með frammistöðu sinna manna. „Ég er gríðarlega ánægður með frammistöðuna. Það vantar bara að reka endahnútinn á það sem við erum að búa til. Það er týpiskt að þeir verja boltann á línunni með hendi í lokin og við fáum ekkert. Stundum er þetta svoleiðis í boltanum. Hlutirnir falla ekki fyrir þig. Þá verð ég að halda áfram að vera sama leiðinlega rispaða platan og tala um frammistöður því það er það eina sem við getum með okkur yfir í næsta verkefni,“ segir Óli Stefán. KA-liðið aðeins með þrjú stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar en liðið hefur spilað á móti ÍA, Val, FH og Breiðablik í þessum leikjum. „Við vissum að það væri erfitt prógram í byrjun. Ég væri miklu svekktari ef ég vissi ekki að við hefðum verið að skila þessum frammistöðum sem við höfum verið að gera í öllum þessum leikjum. Við höfum verið að skila góðum leikköflum í stærstum hluta þessara leikja og það verð ég að taka með áfram,“ segir Óli Stefán. KA mun ekki bæta við sig leikmanni áður en félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti en KA-menn hafa verið að leita að sóknarsinnuðum leikmanni undanfarnar vikur. „Nei. Við erum búnir að reyna það sem við getum til að taka inn leikmann. Við vildum ekki gera það nema það væri réttur leikmaður og rétt týpa fyrir okkur. Það gekk ekki. Við erum með stóran og öflugan hóp. Við erum með mikið af frábærum ungum strákum sem bíða spenntir eftir að fá tækifæri fyrir KA,“ segir Óli Stefán.