Almenningur fær ekki réttar upplýsingar um innihald matvæla Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 15. maí 2019 06:15 Ólafur Reykdal, sérfræðingur hjá Matís. Fréttablaðið/Anton Brink Mælingar á innihaldsefnum íslenskra matvæla hafa ekki verið framkvæmdar í áratug. Í nágrannalöndum okkar eru slíkar mælingar framkvæmdar á hverju ári. „Í grannlöndum okkar er verið að uppfæra þessa gagnagrunna alltaf eitthvað á hverju ári. Teknar eru fyrir ákveðnar fæðutegundir árlega og til þess eru veittar ákveðnar fjárveitingar,“ segir Ólafur Reykdal, sérfræðingur hjá Matís. Ólafur segir nauðsynlegt að mæla innihaldsefni matvæla svo að almenningur fái réttar upplýsingar um það hvað er í matnum sem hann borðar. Slíkar upplýsingar séu mikilvægar öllum en sér í lagi þeim sem hafa sérþarfir í mataræði. „Það eru ýmsar sérþarfir sem fólk hefur út af sjúkdómum til dæmis og þá þarf að vera hægt að átta sig á hvað mismunandi matvæli innihalda af efnum sem þarf annaðhvort að takmarka eða fólk þarf nauðsynlega á að halda í vissu magni,“ segir Ólafur og bætir við að upplýsingarnar séu einnig mikilvægar þegar framkvæmdar séu ýmsar kannanir á matarvenjum Íslendinga. Gagnagrunnur um innihaldsefni íslenskra matvæla, ÍSGEM, er til en hann hefur ekki verið uppfærður síðan árið 2009. Ólafur segir mikilvægt að uppfæra gagnagrunninn þar sem innihaldsefni matvæla geti breyst af ýmsum ástæðum. „Innihald í unnum matvörum getur breyst við það að uppskrift sé breytt, það geta verið umhverfisáhrif og fóðuráhrif svo eitthvað sé nefnt. Ef fóðrun er breytt þá geta innihaldsefni matvæla breyst. Joð og fitusýrur eru góð dæmi um þetta.“ Aðspurður um hvað hamli því að gagnagrunnurinn sé uppfærður segir Ólafur ástæðuna vera skort á fjármagni. „Það hefur verið sótt um fjármagn í þetta á hverju ári en það eru bara takmarkaðir fjármunir í boði og ekki skilningur á því að þetta þurfi uppfærslu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Mælingar á innihaldsefnum íslenskra matvæla hafa ekki verið framkvæmdar í áratug. Í nágrannalöndum okkar eru slíkar mælingar framkvæmdar á hverju ári. „Í grannlöndum okkar er verið að uppfæra þessa gagnagrunna alltaf eitthvað á hverju ári. Teknar eru fyrir ákveðnar fæðutegundir árlega og til þess eru veittar ákveðnar fjárveitingar,“ segir Ólafur Reykdal, sérfræðingur hjá Matís. Ólafur segir nauðsynlegt að mæla innihaldsefni matvæla svo að almenningur fái réttar upplýsingar um það hvað er í matnum sem hann borðar. Slíkar upplýsingar séu mikilvægar öllum en sér í lagi þeim sem hafa sérþarfir í mataræði. „Það eru ýmsar sérþarfir sem fólk hefur út af sjúkdómum til dæmis og þá þarf að vera hægt að átta sig á hvað mismunandi matvæli innihalda af efnum sem þarf annaðhvort að takmarka eða fólk þarf nauðsynlega á að halda í vissu magni,“ segir Ólafur og bætir við að upplýsingarnar séu einnig mikilvægar þegar framkvæmdar séu ýmsar kannanir á matarvenjum Íslendinga. Gagnagrunnur um innihaldsefni íslenskra matvæla, ÍSGEM, er til en hann hefur ekki verið uppfærður síðan árið 2009. Ólafur segir mikilvægt að uppfæra gagnagrunninn þar sem innihaldsefni matvæla geti breyst af ýmsum ástæðum. „Innihald í unnum matvörum getur breyst við það að uppskrift sé breytt, það geta verið umhverfisáhrif og fóðuráhrif svo eitthvað sé nefnt. Ef fóðrun er breytt þá geta innihaldsefni matvæla breyst. Joð og fitusýrur eru góð dæmi um þetta.“ Aðspurður um hvað hamli því að gagnagrunnurinn sé uppfærður segir Ólafur ástæðuna vera skort á fjármagni. „Það hefur verið sótt um fjármagn í þetta á hverju ári en það eru bara takmarkaðir fjármunir í boði og ekki skilningur á því að þetta þurfi uppfærslu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira