Blekking Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. maí 2019 08:00 Fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra mun engu breyta fyrir stærstu fjölmiðla landsins. Að halda slíku fram er fjarstæða. Ætlað framlag ráðherrans til einkamiðla í landinu nær því varla að vera 5% þeirrar forgjafar sem RÚV nýtur á ári hverju. Er ekki eitthvað bogið við það? Ráðherrann lét hafa eftir sér um helgina að fjölmiðlafrumvarpið, sem nú liggur fyrir fullklárað, miði að því að styrkja rekstrarumhverfi fjölmiðla. Staðreyndin er sú að frumvarpið mun engin áhrif hafa á starfsemi á þessum markaði önnur en þau að hvetja til stofnunar örmiðla. Þar hefur hins vegar verið mikil gróska undanfarin ár, og ekkert sem bendir til þess að ríkisaðstoð þurfi til að hjálpa enn frekar til. Ráðherra gagnrýndi skrif Fréttablaðsins um frumvarpið á þessum vettvangi í fyrrnefndu viðtali og vísaði allri gagnrýni á bug. Þrátt fyrir að ráðherra óskaði umsagna hagsmunaaðila, sem lögð var mikil vinna í, voru þær umsagnir hundsaðar. Frumvarpið er því sem fyrr „hvorki fugl né fiskur“ og samráð við hagsmunaaðila var til málamynda. Ráðherra segir að verið sé að vinna að því að færa fjölmiðlaumhverfi á Íslandi nær því sem er á hinum Norðurlöndunum. Þessi setning er óskiljanleg. Ráðherra hlýtur að vita líkt og við hin, að á Norðurlöndum eru ríkisfjölmiðlar ekki á auglýsingamarkaði? Hlutverk stjórnmálamanna hlýtur að vera að velta fyrir sér hlutverki ríkisfjölmiðils á 21. öldinni, og sníða miðlinum þann stakk að einkamiðlarnir fái að vaxa og dafna í friði fyrir ríkisvaldinu. Sem fyrr er algerlega litið fram hjá draugnum í herberginu. Rekstrarumhverfi einkamiðla verður ekki lagað án þess að tekið sé á yfirburðastöðu RÚV. Ráðherrann skilar einfaldlega auðu. Óljós fyrirheit um endurskoðun á hlutverki RÚV í greinargerð með frumvarpinu eru þar í besta falli til málamynda. Hin vandræðalega staðreynd er sú að ráðherrann hefur eytt stórum hluta af embættistíma sínum í að smíða frumvarp þar sem ekki er ráðist að rót vandans. Á þessum vettvangi hefur áður verið bent á að fráleitt sé að auka framlög til fjölmiðla, nær væri að endurúthluta þeim fjármunum sem þegar er varið til RÚV. Til að mynda mætti byrja á því að veita einum milljarði af útvarpsgjaldinu til einkamiðlanna. Þá yrði þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði takmörkuð við einn milljarð á ári. Það væri skref í rétta átt. Einu fjölmiðlarnir á Íslandi sem keppa við RÚV af einhverju afli eru Fréttablaðið, Sýn og Morgunblaðið. Ráðherrann blekkir þjóðina, þegar hún heldur því fram að 50 milljónir jafni leik við RÚV sem fær 4,7 milljarða árlega beint frá skattborgurum, að viðbættum þeim 2,3 milljörðum sem stofnunin sækir árlega á auglýsingamarkaði. Meint björgunaraðgerð Lilju er bútasaumur. Plástralækning sem mun engu skila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Skoðun Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra mun engu breyta fyrir stærstu fjölmiðla landsins. Að halda slíku fram er fjarstæða. Ætlað framlag ráðherrans til einkamiðla í landinu nær því varla að vera 5% þeirrar forgjafar sem RÚV nýtur á ári hverju. Er ekki eitthvað bogið við það? Ráðherrann lét hafa eftir sér um helgina að fjölmiðlafrumvarpið, sem nú liggur fyrir fullklárað, miði að því að styrkja rekstrarumhverfi fjölmiðla. Staðreyndin er sú að frumvarpið mun engin áhrif hafa á starfsemi á þessum markaði önnur en þau að hvetja til stofnunar örmiðla. Þar hefur hins vegar verið mikil gróska undanfarin ár, og ekkert sem bendir til þess að ríkisaðstoð þurfi til að hjálpa enn frekar til. Ráðherra gagnrýndi skrif Fréttablaðsins um frumvarpið á þessum vettvangi í fyrrnefndu viðtali og vísaði allri gagnrýni á bug. Þrátt fyrir að ráðherra óskaði umsagna hagsmunaaðila, sem lögð var mikil vinna í, voru þær umsagnir hundsaðar. Frumvarpið er því sem fyrr „hvorki fugl né fiskur“ og samráð við hagsmunaaðila var til málamynda. Ráðherra segir að verið sé að vinna að því að færa fjölmiðlaumhverfi á Íslandi nær því sem er á hinum Norðurlöndunum. Þessi setning er óskiljanleg. Ráðherra hlýtur að vita líkt og við hin, að á Norðurlöndum eru ríkisfjölmiðlar ekki á auglýsingamarkaði? Hlutverk stjórnmálamanna hlýtur að vera að velta fyrir sér hlutverki ríkisfjölmiðils á 21. öldinni, og sníða miðlinum þann stakk að einkamiðlarnir fái að vaxa og dafna í friði fyrir ríkisvaldinu. Sem fyrr er algerlega litið fram hjá draugnum í herberginu. Rekstrarumhverfi einkamiðla verður ekki lagað án þess að tekið sé á yfirburðastöðu RÚV. Ráðherrann skilar einfaldlega auðu. Óljós fyrirheit um endurskoðun á hlutverki RÚV í greinargerð með frumvarpinu eru þar í besta falli til málamynda. Hin vandræðalega staðreynd er sú að ráðherrann hefur eytt stórum hluta af embættistíma sínum í að smíða frumvarp þar sem ekki er ráðist að rót vandans. Á þessum vettvangi hefur áður verið bent á að fráleitt sé að auka framlög til fjölmiðla, nær væri að endurúthluta þeim fjármunum sem þegar er varið til RÚV. Til að mynda mætti byrja á því að veita einum milljarði af útvarpsgjaldinu til einkamiðlanna. Þá yrði þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði takmörkuð við einn milljarð á ári. Það væri skref í rétta átt. Einu fjölmiðlarnir á Íslandi sem keppa við RÚV af einhverju afli eru Fréttablaðið, Sýn og Morgunblaðið. Ráðherrann blekkir þjóðina, þegar hún heldur því fram að 50 milljónir jafni leik við RÚV sem fær 4,7 milljarða árlega beint frá skattborgurum, að viðbættum þeim 2,3 milljörðum sem stofnunin sækir árlega á auglýsingamarkaði. Meint björgunaraðgerð Lilju er bútasaumur. Plástralækning sem mun engu skila.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun