Fjárfesting á besta tíma Sveinn Fr. Sveinsson skrifar 31. maí 2019 07:00 Seðlabanki Íslands birti spá um hagvöxt í vikunni. Spáð er 0,4% samdrætti á árinu sem er mikil breyting frá fyrri spá um 1,8% hagvöxt. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem landsframleiðslan dregst saman milli ára. Vegur þar þungt 6,7% samdráttur í atvinnuvegafjárfestingu. Bankinn spáir því einnig að atvinnuleysi muni aukast nokkuð og að það verði tæplega 4% á árinu. Það muni því draga hratt úr þeirri spennu sem hafi safnast upp á undanförnum árum. Til að mæta samdrætti þarf að fjárfesta og til að það sé hægt, þurfa fyrirtæki að hafa borð fyrir báru. Við þessar aðstæður ætlar ríkisstjórnin að skattleggja fiskeldi sérstaklega umfram aðrar atvinnugreinar um 3,5%. Skatturinn reiknast af söluverðmæti afurða og skiptir þá engu hvort hagnaður er af rekstrinum eða ekki. En fiskeldisfyrirtæki á Íslandi eru ekki rekin með hagnaði í dag. Þessi sérskattur kemur til viðbótar við fyrirhugaða 67% hækkun á umhverfisgjaldi, aflagjöld og vörugjöld auk þeirra skatta og gjalda sem önnur fyrirtæki í landinu greiða. Fiskeldi er ung grein og framleiðslan er brot af framleiðslu helstu samkeppnislanda, á borð við Færeyjar og Noreg. Mikil fjárfesting er fram undan til þess að greinin nái stærðarhagkvæmni og nái að snúa viðvarandi taprekstri í hagnað. Þegar álögur á fyrirtæki eru annars vegar verða yfirvöld að hafa í huga að ef þrengt er um of að getu þeirra til fjárfestinga, getur það haft ófyrirséð áhrif. Áhrif sem eru langtum kostnaðarsamari en nemur þeim ágóða sem leiðir af aukinni skattheimtu. En stundum mætti staldra við og spyrja; er hægt að fá meiri tekjur með lægri sköttum, með því að hlúa að skattstofninum? Gjörbreyting á skattheimtu í greininni mun minnka áhuga fjárfesta. Ár samdráttar er ekki tímapunkturinn til að segja nei við fjárfestingu í atvinnuvegum landsins. Sú staðreynd byggist á klassískri hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Seðlabanki Íslands birti spá um hagvöxt í vikunni. Spáð er 0,4% samdrætti á árinu sem er mikil breyting frá fyrri spá um 1,8% hagvöxt. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem landsframleiðslan dregst saman milli ára. Vegur þar þungt 6,7% samdráttur í atvinnuvegafjárfestingu. Bankinn spáir því einnig að atvinnuleysi muni aukast nokkuð og að það verði tæplega 4% á árinu. Það muni því draga hratt úr þeirri spennu sem hafi safnast upp á undanförnum árum. Til að mæta samdrætti þarf að fjárfesta og til að það sé hægt, þurfa fyrirtæki að hafa borð fyrir báru. Við þessar aðstæður ætlar ríkisstjórnin að skattleggja fiskeldi sérstaklega umfram aðrar atvinnugreinar um 3,5%. Skatturinn reiknast af söluverðmæti afurða og skiptir þá engu hvort hagnaður er af rekstrinum eða ekki. En fiskeldisfyrirtæki á Íslandi eru ekki rekin með hagnaði í dag. Þessi sérskattur kemur til viðbótar við fyrirhugaða 67% hækkun á umhverfisgjaldi, aflagjöld og vörugjöld auk þeirra skatta og gjalda sem önnur fyrirtæki í landinu greiða. Fiskeldi er ung grein og framleiðslan er brot af framleiðslu helstu samkeppnislanda, á borð við Færeyjar og Noreg. Mikil fjárfesting er fram undan til þess að greinin nái stærðarhagkvæmni og nái að snúa viðvarandi taprekstri í hagnað. Þegar álögur á fyrirtæki eru annars vegar verða yfirvöld að hafa í huga að ef þrengt er um of að getu þeirra til fjárfestinga, getur það haft ófyrirséð áhrif. Áhrif sem eru langtum kostnaðarsamari en nemur þeim ágóða sem leiðir af aukinni skattheimtu. En stundum mætti staldra við og spyrja; er hægt að fá meiri tekjur með lægri sköttum, með því að hlúa að skattstofninum? Gjörbreyting á skattheimtu í greininni mun minnka áhuga fjárfesta. Ár samdráttar er ekki tímapunkturinn til að segja nei við fjárfestingu í atvinnuvegum landsins. Sú staðreynd byggist á klassískri hagfræði.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun