Risaáætlun Kínverja um tengingu við umheiminn Heimir Már Pétursson skrifar 31. maí 2019 19:30 Xi Jinping forseti Kína kynnti viðamikla áætlun og stefnumótun kínverskra stjórnvalda varðandi tengingar og samskipti Kína við umheiminn með svokallaðri Belti og braut áætlun árið 2013. Sautján ríki hafa nú þegar lýst sig reiðubúin til að taka þátt í viðamiklu verkefni kínverskra stjórnvalda sem kallað er Belti og braut og er ætlað að tengja Kína við Evrópu, Asíu og Afríku á landi og á sjó. Sérfræðingur við Hong Kong háskóla segir eðlilegt að önnur ríki hafi varan á varðandi þetta eins og alltaf þegar stórveldi eru með áform í öðrum löndum. Xi Jinping forseti Kína kynnti viðamikla áætlun og stefnumótun kínverskra stjórnvalda varðandi tengingar og samskipti Kína við umheiminn með svokallaðri Belti og braut áætlun árið 2013. Í sinni einföldustu mynd gengur áætlunin út á að tengja Kína með vegum og járnbrautum á landi og með höfnum við Evrópu. Kínverjar bjóða fram fjármagn og samstarf til uppbyggingar mannvirkja og er áætlunin til mjög langs tíma. Mia Bennett aðstoðarprófessor í landafræði við Háskólann í Hong Kong tók þátt í sérstakri málstofu um málið á Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í þessum mánuði. „Þetta fjallar í stórum dráttum um áætlun Kínaum að bæta tengingar á sviði verslunar og flutningastarfsemi milli Asíu og Evrópu. Kína hleypti þessari áætlun af stokkum árið 2013. Nú þegar hafa a.m.k. 17 ríki ákveðið að taka þátt í henni. Málið er því komið vel á skrið og verkefni um lagningu járnbrauta og hafnargerðar er farið af stað.“ Þá nær áætlunin einnig til Asíu og Afríku. Bennett telur kínversk stjórnvöld viljandi hafa áætlunina opna í annan endann og því erfitt að segja til um hvenær henni ljúki. Hún geti allt eins náð til suður Ameríku og jafnvel norður Ameríku í framtíðinni. Nokkurrar tortryggni hefur gætt meðal leiðtoga annarra ríkja vegna áætlunarinnar og þá sérstaklega hjá bandarískum stjórnvöldum. „Fólk á rétt á því að hafa efasemdir og kannski áhyggjur af slíku. Kína er risastórt land, stærsta efnahagsheild heimsins og öll starfsemi sem á sér stað, t.d. á Norðurheimskautssvæðinu fjarri landamærum Kína mun hafa ytri áhrif þar. Ég veit ekki hvort Kína sé með annarlegri markmið á prjónunum frekar en Bandaríkin en þau að vinna í þágu eigin lands þegar leitað er nýrra auðlinda og markaða yfir landamæri og á erlendri grundu. Kínverjar geta líklega ekki gert kröfu til landsvæða á Norðurheimskautinu en hafa jú viðskiptahagsmuna að gæta og þeir vilja tryggja þá. Við eigum að koma fram við Kínverja af ákveðni en samt ekki á ótilhlýðilegan hátt,“ segir Mia Bennett. Kína Tengdar fréttir Jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd stofnaður í Kína Á næstu mánuðum hefur starfsemi sína jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd í Kína í samstarfi við Orkustofnun. Menntamálaráðherra segir vísindasamstarf þjóða vera lykilinn að árangri í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. 24. maí 2019 21:00 Skipaferðum um norðurskautið fjölgar mjög mikið Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. 2. júní 2019 14:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Sautján ríki hafa nú þegar lýst sig reiðubúin til að taka þátt í viðamiklu verkefni kínverskra stjórnvalda sem kallað er Belti og braut og er ætlað að tengja Kína við Evrópu, Asíu og Afríku á landi og á sjó. Sérfræðingur við Hong Kong háskóla segir eðlilegt að önnur ríki hafi varan á varðandi þetta eins og alltaf þegar stórveldi eru með áform í öðrum löndum. Xi Jinping forseti Kína kynnti viðamikla áætlun og stefnumótun kínverskra stjórnvalda varðandi tengingar og samskipti Kína við umheiminn með svokallaðri Belti og braut áætlun árið 2013. Í sinni einföldustu mynd gengur áætlunin út á að tengja Kína með vegum og járnbrautum á landi og með höfnum við Evrópu. Kínverjar bjóða fram fjármagn og samstarf til uppbyggingar mannvirkja og er áætlunin til mjög langs tíma. Mia Bennett aðstoðarprófessor í landafræði við Háskólann í Hong Kong tók þátt í sérstakri málstofu um málið á Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í þessum mánuði. „Þetta fjallar í stórum dráttum um áætlun Kínaum að bæta tengingar á sviði verslunar og flutningastarfsemi milli Asíu og Evrópu. Kína hleypti þessari áætlun af stokkum árið 2013. Nú þegar hafa a.m.k. 17 ríki ákveðið að taka þátt í henni. Málið er því komið vel á skrið og verkefni um lagningu járnbrauta og hafnargerðar er farið af stað.“ Þá nær áætlunin einnig til Asíu og Afríku. Bennett telur kínversk stjórnvöld viljandi hafa áætlunina opna í annan endann og því erfitt að segja til um hvenær henni ljúki. Hún geti allt eins náð til suður Ameríku og jafnvel norður Ameríku í framtíðinni. Nokkurrar tortryggni hefur gætt meðal leiðtoga annarra ríkja vegna áætlunarinnar og þá sérstaklega hjá bandarískum stjórnvöldum. „Fólk á rétt á því að hafa efasemdir og kannski áhyggjur af slíku. Kína er risastórt land, stærsta efnahagsheild heimsins og öll starfsemi sem á sér stað, t.d. á Norðurheimskautssvæðinu fjarri landamærum Kína mun hafa ytri áhrif þar. Ég veit ekki hvort Kína sé með annarlegri markmið á prjónunum frekar en Bandaríkin en þau að vinna í þágu eigin lands þegar leitað er nýrra auðlinda og markaða yfir landamæri og á erlendri grundu. Kínverjar geta líklega ekki gert kröfu til landsvæða á Norðurheimskautinu en hafa jú viðskiptahagsmuna að gæta og þeir vilja tryggja þá. Við eigum að koma fram við Kínverja af ákveðni en samt ekki á ótilhlýðilegan hátt,“ segir Mia Bennett.
Kína Tengdar fréttir Jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd stofnaður í Kína Á næstu mánuðum hefur starfsemi sína jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd í Kína í samstarfi við Orkustofnun. Menntamálaráðherra segir vísindasamstarf þjóða vera lykilinn að árangri í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. 24. maí 2019 21:00 Skipaferðum um norðurskautið fjölgar mjög mikið Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. 2. júní 2019 14:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd stofnaður í Kína Á næstu mánuðum hefur starfsemi sína jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd í Kína í samstarfi við Orkustofnun. Menntamálaráðherra segir vísindasamstarf þjóða vera lykilinn að árangri í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. 24. maí 2019 21:00
Skipaferðum um norðurskautið fjölgar mjög mikið Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. 2. júní 2019 14:00