Þannig eru jú kjaftasögurnar Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 31. maí 2019 14:30 Gylfi hefur selt yfir eitt þúsund bátamyndir en málar nú helst árabátasjómenn og skútur. Hér er hann með nýjustu skútumyndina sína. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég hef verið trúaður frá því ég var lítill drengur og það er enginn efi um tilvist Guðs í mínum huga, enda frelsaði Jesús mig þegar ég hætti að drekka,“ segir Gylfi Ægisson og vísar í örlagaríka stund árið 1979. „Það var séra Sigurjón Árnason heitinn, þáverandi prestur í Hallgrímskirkju, sem bað fyrir mér. Ég var þá viðþolslaus af vanlíðan vegna drykkju, fór í gulu síðurnar í símaskránni og ætlaði að biðja dóttur hans, sem var læknir, að sprauta mig niður en hún var ekki við. Það var vegna þess að ég er kvennagull að ég vildi kvenmann til að sprauta mig niður. Séra Sigurjón spurði þá hvort eitthvað væri að og ég sagði honum það og bað hann að biðja fyrir mér. Hann sagðist mundu gera það um leið og við værum búnir að tala saman. Níu mínútum eftir að við kvöddumst breyttust vítiskvalirnar í ólýsanlega vellíðan, ég lagðist í rúmið og fannst sem ég svifi aðeins frá því. Með það sama var ég steinhættur að drekka,“ segir Gylfi sem átti þó eftir að taka einn sopa enn. „Það var óhapp. Ég var staddur á Íslendingabarnum Klörubar á Costa del Sol þegar ég bað um kókglas á barnum. Um leið og ég saup af rörinu fann ég að kókið var blandað víni en kunni ekki við að spýta sopanum á gólfið og bæði salernin voru upptekin. Því kyngdi ég sopanum og hundskammaði þjóninn en borðaði svo matinn minn og hélt áfram að vera edrú.“ Gylfi var alinn upp í kristinni trú heima hjá foreldrum sínum á Siglufirði. „Þegar við bræðurnir vorum litlir hékk mynd af Maríu mey og Jesúbarninu fyrir ofan rúmin. Ég sagði seinna við mömmu að ef hún dæi á undan mér vildi ég fá þessa mynd eftir hennar daga. Sumarið eftir kom hún til mín og gaf mér myndina. Ekki löngu seinna brann húsið hennar mömmu til kaldra kola,“ minnist Gylfi en myndin af Kristi og Maríu mey hangir enn uppi á vegg hjá Gylfa.Lag um áhöfnina á Freyju Gylfi sigldi um höfin blá í sautján ár. „Á sjó er oft gripið til bæna og ég fór alltaf með Faðir vor áður en ég sofnaði og geri það reyndar oft á dag enn, en líka á drykkjuárunum ef ég var ekki svo fullur að ég mundi það ekki,“ segir Gylfi og rifjar upp lífsreynslu af sjónum. „Eitt sinn báðum við saman Faðir vor, ég og strákarnir um borð í Gylfa frá Ísafirði. Það haust og veturinn á eftir fórust fjórir bátar. Veðrið varð allt í einu snarvitlaust svo kallinn skipaði okkur að draga trossuna inn í heilu lagi án þess að taka fiskinn úr henni og fara svo að brjóta ís því allt sem kom inn fraus jafnóðum og þyngdi bátinn. Síðan skipaði hann okkur fram í björgunarvestin og þar ákváðum við að biðja bænina Faðir vor. Við vorum allir rólegir og enginn grátandi en fórum svo að brjóta ís. Ég var þá alveg viss um að við færum niður; þetta stóð svo tæpt,“ segir Gylfi en í fárviðrinu fórst báturinn Freyja frá Súðavík. „Daginn eftir, þegar búið var að brjóta ís í höfninni til að komast til leitar að Freyju voru allir um borð í Freyju farnir í hafið. Það voru allt menn sem ég þekkti og lengi á eftir, þegar ég samdi lög, fannst mér þeir hvísla að mér að gera lag um sig. Því samdi ég lagið Þeir voru sannir sjómenn um þessa mætu áhöfn á Freyjunni en einn þeirra fór í afleysingu í þennan eina túr og drukknaði. Það hefur oft gerst í sjómennsku, að menn fara feigir í afleysingatúr,“ segir Gylfi.Losnaði aldrei við sjóveikina Sem sjómaður starfaði Gylfi á gömlu síðutogurunum, millilandaskipum og á Eyjabátum. „Mér fannst alltaf skemmtilegast á fiskveiðum, ekki síst á Eyjabátunum sem fóru í styttri túra og oft var líf og fjör. Þá var enginn fastur svefntími, maður tók bara stutta kríu þegar búið var að gera að fisknum og trollið fór aftur í sjóinn, kannski í korter eða hálftíma,“ segir Gylfi en á síðutogurum var unnið í sex tíma og sofið í sex tíma. „Síðutogararnir voru ekki yfirbyggðir og unnið á dekkinu í öllum veðrum. Við vorum með vinnuvettlinga í stað gúmmívettlinga og oft var jökulkalt. Í mesta frostinu sprautuðum við vatni úr sjóslöngunni á vettlingana því það var betra að fara í þá blauta en þurra. Þá fór hitinn að rjúka fyrr úr höndunum.“ Gylfi segir sjómennskuna hafa kennt sér margt. „Ég fór fimmtán ára á togara heima á Siglufirði en svo á akureyrsku togarana. Mér finnst togarasjómennirnir frá Akureyri hafa verið alhörðustu gaurarnir. Þeir voru rosalegir jaxlar og allir sjómenn eru með sanni hetjur. Á þessum árum var eins og rússnesk rúlletta að fara á sjó því það fórust svo margir bátar og menn á hverju ári,“ segir Gylfi sem sjálfur lenti í fjórum árekstrum á sjó. „Ég var á Mjölni þegar við lentum í árekstri við Sæfaxa NK þar sem Sævar vinur minn og sonur Binna í Gröf var skipstjóri. Það var svarta þoka þegar við vorum tveir á vakt og ég að bæta trollið. Ég sat á lunningunni og var nýbúinn að henda fótreipi frá mér þegar við keyrðum á Sæfaxa. Skipstjórinn spurði hvort það sæi á bátnum en ég sá ekki neitt. Þá hafði báturinn snúist við í högginu og ég sá bara heilu hliðina. Báturinn hélt svo áfram að snúast og þá sá maður að hann var rifinn langt inn í lest. Sem betur fer var dúnalogn og allir komust af en Sævar var kaldur og síðastur í gúmmíbátinn. Skipstjórinn kallaði: „Ætlarðu ekki að fara að hafa þig yfir í bátinn, Sævar?“ Þá svaraði Sævar við strákana: „Strákar, gleymduð þið nokkuð sígarettunum frammi?“ Og dallurinn var að sökkva. Þetta voru svalir menn, svo rólegir og flottir drengir, en ég hef því miður séð á eftir mörgum vinum mínum í hafið,“ segir Gylfi sem var aldrei smeykur að fara á sjó. „Mér leið vel á sjónum en varð oft sjóveikur ef það leið tími á milli sjóferða. Það á við um marga sjómenn og skipstjóra líka, eins og Geira á Guggunni á Ísafirði, sem var sjóveikur og kannski viku í landi en svo aftur sjóveikur þegar hann fór næst. Ég losnaði aldrei við sjóveikina en var svo þrjóskur að ég lét það ekki stoppa mig að fara á sjóinn.“Indjáni úr villingahverfi Gylfi býr nú með kisunum sínum á Selfossi en bíður þess að fá búsetuúrræði í Hveragerði. Á tímabili bjó hann í Moby Dickbílnum sínum með kisunum á tjaldsvæðinu í Laugardal og fyrstu frostnóttina fraus höfuð hans fast við afturrúðuna. „Ég fór í Laugardalinn til að styðja fólkið sem þar var á hrakhólum og hótaði að fyrirfara mér ef ekkert yrði að gert. Daginn eftir kom sjónvarpið og blöðin, sem og alþingismenn og borgarstjórinn hafði samband við mig. Því var tekið alvarlega að ég myndi stúta mér á Austurvelli og það varð til þess að loks var farið að vinna fyrir fólkið. Ég er að líka að tala um öryrkja og ellilífeyrisþega en því miður hugsa þingmenn bara um rassinn á sjálfum sér og eru sjálftökulið sem geymir peninga þjóðarinnar fyrir sig,“ segir Gylfi alvarlegur í bragði. Hann er fremstur í flokki þegar kemur að lítilmagnanum. „Ég er bjargvættur að eðlisfari og margir hafa þakkað mér fyrir það. Ég er líka indjáni og ólst upp í villimannahverfinu sem svo var kallað þegar ég ólst upp á Siglufirði. Þangað þorði enginn nema í fylgd annars villings, ekki einu sinni Þorvaldur Halldórsson söngvari sem sagði mér það sjálfur. Ég þoli ekki þegar ráðist er á fólk og minni máttar og er talsmaður þeirra sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Við strákarnir pössuðum þannig fuglana á hjöllunum þegar bæjarguttarnir komu og spýttu upp í ungana. Þá hlupum við eftir tréránum eins og eftir götunum; við vorum svo vanir að vera þar uppi og fylgjast með fuglum með nýfædda unga sína. Á endanum tókum við einn bæjarguttann, bundum hann við staurinn hjá mömmu, helltum bensíni í kring og kveiktum í með tilheyrandi sprengingum í nærliggjandi gróðri. Það varð auðvitað allt vitlaust en þeir lærðu af þessu,“ segir Gylfi og upplýsir betur um indjánaupprunann. „Ég er indjáni vegna þess að þegar mamma gekk með mig fóru þau pabbi upp í Hvanneyrarskál þar sem urðu til mörg börn á síldarárunum. Þá kom mígandi rigning svo pabbi reif sig úr öllum fötunum og dansaði allsber indjánadans í kringum mömmu. „Þess vegna ertu ekki eins og hinir bræðurnir, vinur“, sagði pabbi við mig áður en hann dó,“ segir Gylfi.Kjaftasögur og illt umtal Nýlega var fellt niður mál á hendur Gylfa en Samtökin 78 kærðu hann fyrir hatursorðræðu sem beindust að gleðigöngu Hinsegin daga 2015. „Það fóru fjögur ár í þetta mál og auðvitað er ég feginn því að málinu lauk,“ segir Gylfi sem tók það aldrei nærri sér þótt fólk rakkaði hann niður í kjölfarið. „Það var eins og að skvetta vatni á gamla gæs. Ég hef alltaf sagt og segi enn að mér hefur alltaf þótt vænt um Pál Óskar, sem byrjaði að syngja með okkur Hemma Gunn og Rúnari Júl sem barn og var eins og beint úr Vínardrengjakórnum, svo flottur. Ég á líka lesbískar vinkonur og vini sem eru hinsegin og var á togara með einum sem var hinsegin og frábær kokkur. Þetta hommastríð, eins og ég kalla það, gerðist eins og sprengja og það var skotið á báða bóga. Einn hótaði að skjóta mig í hausinn og annar í hnakkann en ég tók það ekki nærri mér. Þetta hefst eins og annað í lífinu sem maður þarf að berjast við.“ Gylfi er líka duglegur að láta í sér heyra í kommentakerfum samfélagsmiðla og tjáir sig óhikað um þjóðfélagsmálin. „Sérstaklega þegar kemur að óréttlæti gegn öryrkjum og öldruðum. Gamalt fólk á Íslandi sveltur heilu hungri í tíu daga í hverjum mánuði og nær ekki endum saman. Alþingismönnum er hins vegar nákvæmlega sama. Þeir hugsa bara um sjálfa sig.“ Sjálfum gengur honum vel að lifa af. „Ég hef góða heilsu, bjarga mér og hef alltaf gert. Ég hef aldrei á ævi minni fengið atvinnuleysisbætur og hef alltaf átt ofan í mig og á. Ég hef að vísu tvisvar tapað aleigunni en alltaf risið upp aftur. Ég er bara þannig gerður,“ segir Gylfi sem verður 73 ára í nóvember. „Mér finnst frábært að eldast þótt mér finnist ég alltaf vera sautján ára í hugsun. Ég hef ekkert breyst þannig og verð alltaf sami grallarinn þar til minn tími kemur að fara. Margir segja mig unglegan og ég held að almættið sjái þar um sína. Sjómennskan gerir mann sterkan og stæltan, sérstaklega eins og vinnan var erfið á síðutogurunum þegar maður risti fisk, lyfti honum með vinstri hönd og henti fyrir borð. Maður verður hraustur af þessu.“ Um helgar á Gylfi það til að skjótast út að hlusta á vini sína Geirmund Valtýsson á Kringlukránni og Rúnar Þór á Café Catalínu. „Mér finnst voða gaman að fara til að hlusta og ef þeir sjá mig í salnum spyrja þeir stundum hvort ég vilji koma á sviðið og taka lagið. Þá syng ég Minningu um mann eða annað gott og oft verður mikið stuð þegar þekkt lög koma, en ég kem líka oft fram einn míns liðs í einkasamkvæmum og víðar,“ segir Gylfi sem er iðulega beðinn um myndir af sér með aðdáendum sínum. „Það eru mestmegnis ungir strákar og svo konur sem biðja mig um mynd með sér. Ég er einhleypur en á rosalega góða vinkonu sem er 26 árum yngri en ég og frábær söngkona, dansari og harmóníkuleikari. Hún heitir Lára Björg Jónsdóttir og var í hljómsveitinni Lára og gullfiskarnir. Við erum eins og tvíburar og vináttan verður til á meðan við lifum. Við erum svo mikið saman að allir halda að við séum saman, en þannig eru jú kjaftasögurnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
„Ég hef verið trúaður frá því ég var lítill drengur og það er enginn efi um tilvist Guðs í mínum huga, enda frelsaði Jesús mig þegar ég hætti að drekka,“ segir Gylfi Ægisson og vísar í örlagaríka stund árið 1979. „Það var séra Sigurjón Árnason heitinn, þáverandi prestur í Hallgrímskirkju, sem bað fyrir mér. Ég var þá viðþolslaus af vanlíðan vegna drykkju, fór í gulu síðurnar í símaskránni og ætlaði að biðja dóttur hans, sem var læknir, að sprauta mig niður en hún var ekki við. Það var vegna þess að ég er kvennagull að ég vildi kvenmann til að sprauta mig niður. Séra Sigurjón spurði þá hvort eitthvað væri að og ég sagði honum það og bað hann að biðja fyrir mér. Hann sagðist mundu gera það um leið og við værum búnir að tala saman. Níu mínútum eftir að við kvöddumst breyttust vítiskvalirnar í ólýsanlega vellíðan, ég lagðist í rúmið og fannst sem ég svifi aðeins frá því. Með það sama var ég steinhættur að drekka,“ segir Gylfi sem átti þó eftir að taka einn sopa enn. „Það var óhapp. Ég var staddur á Íslendingabarnum Klörubar á Costa del Sol þegar ég bað um kókglas á barnum. Um leið og ég saup af rörinu fann ég að kókið var blandað víni en kunni ekki við að spýta sopanum á gólfið og bæði salernin voru upptekin. Því kyngdi ég sopanum og hundskammaði þjóninn en borðaði svo matinn minn og hélt áfram að vera edrú.“ Gylfi var alinn upp í kristinni trú heima hjá foreldrum sínum á Siglufirði. „Þegar við bræðurnir vorum litlir hékk mynd af Maríu mey og Jesúbarninu fyrir ofan rúmin. Ég sagði seinna við mömmu að ef hún dæi á undan mér vildi ég fá þessa mynd eftir hennar daga. Sumarið eftir kom hún til mín og gaf mér myndina. Ekki löngu seinna brann húsið hennar mömmu til kaldra kola,“ minnist Gylfi en myndin af Kristi og Maríu mey hangir enn uppi á vegg hjá Gylfa.Lag um áhöfnina á Freyju Gylfi sigldi um höfin blá í sautján ár. „Á sjó er oft gripið til bæna og ég fór alltaf með Faðir vor áður en ég sofnaði og geri það reyndar oft á dag enn, en líka á drykkjuárunum ef ég var ekki svo fullur að ég mundi það ekki,“ segir Gylfi og rifjar upp lífsreynslu af sjónum. „Eitt sinn báðum við saman Faðir vor, ég og strákarnir um borð í Gylfa frá Ísafirði. Það haust og veturinn á eftir fórust fjórir bátar. Veðrið varð allt í einu snarvitlaust svo kallinn skipaði okkur að draga trossuna inn í heilu lagi án þess að taka fiskinn úr henni og fara svo að brjóta ís því allt sem kom inn fraus jafnóðum og þyngdi bátinn. Síðan skipaði hann okkur fram í björgunarvestin og þar ákváðum við að biðja bænina Faðir vor. Við vorum allir rólegir og enginn grátandi en fórum svo að brjóta ís. Ég var þá alveg viss um að við færum niður; þetta stóð svo tæpt,“ segir Gylfi en í fárviðrinu fórst báturinn Freyja frá Súðavík. „Daginn eftir, þegar búið var að brjóta ís í höfninni til að komast til leitar að Freyju voru allir um borð í Freyju farnir í hafið. Það voru allt menn sem ég þekkti og lengi á eftir, þegar ég samdi lög, fannst mér þeir hvísla að mér að gera lag um sig. Því samdi ég lagið Þeir voru sannir sjómenn um þessa mætu áhöfn á Freyjunni en einn þeirra fór í afleysingu í þennan eina túr og drukknaði. Það hefur oft gerst í sjómennsku, að menn fara feigir í afleysingatúr,“ segir Gylfi.Losnaði aldrei við sjóveikina Sem sjómaður starfaði Gylfi á gömlu síðutogurunum, millilandaskipum og á Eyjabátum. „Mér fannst alltaf skemmtilegast á fiskveiðum, ekki síst á Eyjabátunum sem fóru í styttri túra og oft var líf og fjör. Þá var enginn fastur svefntími, maður tók bara stutta kríu þegar búið var að gera að fisknum og trollið fór aftur í sjóinn, kannski í korter eða hálftíma,“ segir Gylfi en á síðutogurum var unnið í sex tíma og sofið í sex tíma. „Síðutogararnir voru ekki yfirbyggðir og unnið á dekkinu í öllum veðrum. Við vorum með vinnuvettlinga í stað gúmmívettlinga og oft var jökulkalt. Í mesta frostinu sprautuðum við vatni úr sjóslöngunni á vettlingana því það var betra að fara í þá blauta en þurra. Þá fór hitinn að rjúka fyrr úr höndunum.“ Gylfi segir sjómennskuna hafa kennt sér margt. „Ég fór fimmtán ára á togara heima á Siglufirði en svo á akureyrsku togarana. Mér finnst togarasjómennirnir frá Akureyri hafa verið alhörðustu gaurarnir. Þeir voru rosalegir jaxlar og allir sjómenn eru með sanni hetjur. Á þessum árum var eins og rússnesk rúlletta að fara á sjó því það fórust svo margir bátar og menn á hverju ári,“ segir Gylfi sem sjálfur lenti í fjórum árekstrum á sjó. „Ég var á Mjölni þegar við lentum í árekstri við Sæfaxa NK þar sem Sævar vinur minn og sonur Binna í Gröf var skipstjóri. Það var svarta þoka þegar við vorum tveir á vakt og ég að bæta trollið. Ég sat á lunningunni og var nýbúinn að henda fótreipi frá mér þegar við keyrðum á Sæfaxa. Skipstjórinn spurði hvort það sæi á bátnum en ég sá ekki neitt. Þá hafði báturinn snúist við í högginu og ég sá bara heilu hliðina. Báturinn hélt svo áfram að snúast og þá sá maður að hann var rifinn langt inn í lest. Sem betur fer var dúnalogn og allir komust af en Sævar var kaldur og síðastur í gúmmíbátinn. Skipstjórinn kallaði: „Ætlarðu ekki að fara að hafa þig yfir í bátinn, Sævar?“ Þá svaraði Sævar við strákana: „Strákar, gleymduð þið nokkuð sígarettunum frammi?“ Og dallurinn var að sökkva. Þetta voru svalir menn, svo rólegir og flottir drengir, en ég hef því miður séð á eftir mörgum vinum mínum í hafið,“ segir Gylfi sem var aldrei smeykur að fara á sjó. „Mér leið vel á sjónum en varð oft sjóveikur ef það leið tími á milli sjóferða. Það á við um marga sjómenn og skipstjóra líka, eins og Geira á Guggunni á Ísafirði, sem var sjóveikur og kannski viku í landi en svo aftur sjóveikur þegar hann fór næst. Ég losnaði aldrei við sjóveikina en var svo þrjóskur að ég lét það ekki stoppa mig að fara á sjóinn.“Indjáni úr villingahverfi Gylfi býr nú með kisunum sínum á Selfossi en bíður þess að fá búsetuúrræði í Hveragerði. Á tímabili bjó hann í Moby Dickbílnum sínum með kisunum á tjaldsvæðinu í Laugardal og fyrstu frostnóttina fraus höfuð hans fast við afturrúðuna. „Ég fór í Laugardalinn til að styðja fólkið sem þar var á hrakhólum og hótaði að fyrirfara mér ef ekkert yrði að gert. Daginn eftir kom sjónvarpið og blöðin, sem og alþingismenn og borgarstjórinn hafði samband við mig. Því var tekið alvarlega að ég myndi stúta mér á Austurvelli og það varð til þess að loks var farið að vinna fyrir fólkið. Ég er að líka að tala um öryrkja og ellilífeyrisþega en því miður hugsa þingmenn bara um rassinn á sjálfum sér og eru sjálftökulið sem geymir peninga þjóðarinnar fyrir sig,“ segir Gylfi alvarlegur í bragði. Hann er fremstur í flokki þegar kemur að lítilmagnanum. „Ég er bjargvættur að eðlisfari og margir hafa þakkað mér fyrir það. Ég er líka indjáni og ólst upp í villimannahverfinu sem svo var kallað þegar ég ólst upp á Siglufirði. Þangað þorði enginn nema í fylgd annars villings, ekki einu sinni Þorvaldur Halldórsson söngvari sem sagði mér það sjálfur. Ég þoli ekki þegar ráðist er á fólk og minni máttar og er talsmaður þeirra sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Við strákarnir pössuðum þannig fuglana á hjöllunum þegar bæjarguttarnir komu og spýttu upp í ungana. Þá hlupum við eftir tréránum eins og eftir götunum; við vorum svo vanir að vera þar uppi og fylgjast með fuglum með nýfædda unga sína. Á endanum tókum við einn bæjarguttann, bundum hann við staurinn hjá mömmu, helltum bensíni í kring og kveiktum í með tilheyrandi sprengingum í nærliggjandi gróðri. Það varð auðvitað allt vitlaust en þeir lærðu af þessu,“ segir Gylfi og upplýsir betur um indjánaupprunann. „Ég er indjáni vegna þess að þegar mamma gekk með mig fóru þau pabbi upp í Hvanneyrarskál þar sem urðu til mörg börn á síldarárunum. Þá kom mígandi rigning svo pabbi reif sig úr öllum fötunum og dansaði allsber indjánadans í kringum mömmu. „Þess vegna ertu ekki eins og hinir bræðurnir, vinur“, sagði pabbi við mig áður en hann dó,“ segir Gylfi.Kjaftasögur og illt umtal Nýlega var fellt niður mál á hendur Gylfa en Samtökin 78 kærðu hann fyrir hatursorðræðu sem beindust að gleðigöngu Hinsegin daga 2015. „Það fóru fjögur ár í þetta mál og auðvitað er ég feginn því að málinu lauk,“ segir Gylfi sem tók það aldrei nærri sér þótt fólk rakkaði hann niður í kjölfarið. „Það var eins og að skvetta vatni á gamla gæs. Ég hef alltaf sagt og segi enn að mér hefur alltaf þótt vænt um Pál Óskar, sem byrjaði að syngja með okkur Hemma Gunn og Rúnari Júl sem barn og var eins og beint úr Vínardrengjakórnum, svo flottur. Ég á líka lesbískar vinkonur og vini sem eru hinsegin og var á togara með einum sem var hinsegin og frábær kokkur. Þetta hommastríð, eins og ég kalla það, gerðist eins og sprengja og það var skotið á báða bóga. Einn hótaði að skjóta mig í hausinn og annar í hnakkann en ég tók það ekki nærri mér. Þetta hefst eins og annað í lífinu sem maður þarf að berjast við.“ Gylfi er líka duglegur að láta í sér heyra í kommentakerfum samfélagsmiðla og tjáir sig óhikað um þjóðfélagsmálin. „Sérstaklega þegar kemur að óréttlæti gegn öryrkjum og öldruðum. Gamalt fólk á Íslandi sveltur heilu hungri í tíu daga í hverjum mánuði og nær ekki endum saman. Alþingismönnum er hins vegar nákvæmlega sama. Þeir hugsa bara um sjálfa sig.“ Sjálfum gengur honum vel að lifa af. „Ég hef góða heilsu, bjarga mér og hef alltaf gert. Ég hef aldrei á ævi minni fengið atvinnuleysisbætur og hef alltaf átt ofan í mig og á. Ég hef að vísu tvisvar tapað aleigunni en alltaf risið upp aftur. Ég er bara þannig gerður,“ segir Gylfi sem verður 73 ára í nóvember. „Mér finnst frábært að eldast þótt mér finnist ég alltaf vera sautján ára í hugsun. Ég hef ekkert breyst þannig og verð alltaf sami grallarinn þar til minn tími kemur að fara. Margir segja mig unglegan og ég held að almættið sjái þar um sína. Sjómennskan gerir mann sterkan og stæltan, sérstaklega eins og vinnan var erfið á síðutogurunum þegar maður risti fisk, lyfti honum með vinstri hönd og henti fyrir borð. Maður verður hraustur af þessu.“ Um helgar á Gylfi það til að skjótast út að hlusta á vini sína Geirmund Valtýsson á Kringlukránni og Rúnar Þór á Café Catalínu. „Mér finnst voða gaman að fara til að hlusta og ef þeir sjá mig í salnum spyrja þeir stundum hvort ég vilji koma á sviðið og taka lagið. Þá syng ég Minningu um mann eða annað gott og oft verður mikið stuð þegar þekkt lög koma, en ég kem líka oft fram einn míns liðs í einkasamkvæmum og víðar,“ segir Gylfi sem er iðulega beðinn um myndir af sér með aðdáendum sínum. „Það eru mestmegnis ungir strákar og svo konur sem biðja mig um mynd með sér. Ég er einhleypur en á rosalega góða vinkonu sem er 26 árum yngri en ég og frábær söngkona, dansari og harmóníkuleikari. Hún heitir Lára Björg Jónsdóttir og var í hljómsveitinni Lára og gullfiskarnir. Við erum eins og tvíburar og vináttan verður til á meðan við lifum. Við erum svo mikið saman að allir halda að við séum saman, en þannig eru jú kjaftasögurnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira