Halda börnum í yfirfullum skýlum lengur en lög gera ráð fyrir Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2019 10:31 Stríður straumur fólks hefur legið yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Hópur rúmlega þúsund manns var stöðvaður í El Paso í lok þessa mánaðar. AP/Landamæraeftirlit Bandaríkjanna Bandarísk innflytjendayfirvöld halda hundruðum barna sem hafa komið ein yfir landamærin að Mexíkó í yfirfullum skýlum meira en tvöfalt lengur en lög heimila. Sex börn hafa látist í haldi bandarískra alríkisyfirvalda frá því í september. Lög gera ráð fyrir að eftir að bandarískir landamæraverðir taka á móti bönum sem koma án forráðamanna yfir landamærin eigi að senda þau í umsjón heilbrigðisyfirvalda innan 72 klukkustunda. Þau reka skýli sem eru talin barnvænni en þau sem landamæraeftirlitið heldur úti. Gríðarlegur straumur flóttafólks frá Mið-Ameríku undanfarna mánuði og skriffinnska opinberra stofnana hefur þýtt að óafgreidd mál hafa hrannast upp. Washington Post segir að samkvæmt gögnum sem blaðið hefur undir höndum sé stór hluti þeirra um tvö þúsund barna sem komu ein yfir landamærin og eru í haldi landamæraeftirlitsins sitji í yfirfullum skýlum lengur en lögin heimila. Þeirra á meðal séu börn tólf ára eða yngri. Einn heimildarmaður blaðsins segir að um þúsund börn hafi verið í skýlunum lengur en þrjá sólahringa. Annar segir að fleiri en 250 börn tólf ára eða yngri hafi verið í haldi í sex daga að meðaltali. Sérfræðingar segja að börn séu sérstaklega viðkvæm fyrir því að vera haldið við aðstæður sem þessar. Vistin þar sé þeim andlegt áfall. Mörg þeirra upplifi síðar martraðir og endurlit um dvölina í skýlunum.Frá skýli fyrir unglinga sem hafa komið án fylgdar til Bandaríkjanna á Flórída.Vísir/GettySkýlin ekki byggð fyrir langtímavistun Að meðaltali hefur tugum þúsunda barna verið haldið í fjóra sólahringa að meðaltali undanfarna mánuði. Í sumum tilfellum séu allt að tvöfalt fleiri börn í skýlunum en þeim var ætlað að hýsa. Dæmi séu um að börn sofi á mottum á gólfinu. „Aðstaðan okkar er ekki byggð fyrir langtímavistun og hún er sannarlega ekki byggð til að hýsa börn í langan tíma,“ segir embættismaður landamæraeftirlitsins við Washington Post. Heilbrigðisyfirvöld segja að þau viti af um tvö þúsund börnum sem séu í haldi og bíði þess að vera flutt í betri aðstæður. Pláss sé til fyrir þau en ráðuneytið segist ekki bera ábyrgð á börnunum fyrr en þau eru flutt í hald þess. Landamærayfirvöld hafa aftur á móti ekki undan að taka við börnum og skrá þau. Alls hafa um 45.000 börn komið yfir landamærin án forráðamanna frá því í október samkvæmt upplýsingum bandarísku alríkisstjórnarinnar. Af þeim segjast yfirvöld hafa sent áfram tæplega 41.000 börn í lok apríl. Um miðjan maí segjast heilbrigðisyfirvöld hafa haft um 13.200 börn í sinni vörslu. Mörg barnanna eru sögð veikjast í margmenninu í skýlunum. Hlaupabóla og maurakláði hefur komið upp í skýlunum undanfarnar vikur. Þá lést unglingur úr inflúensu í skýli landamærayfirvalda í Río Grande-dalnum í síðustu viku. Alls hafa sex börn látist í haldi yfirvalda frá því í haust. Fimm þeirra voru frá Gvatemala og eitt frá El Salvador. Auk barnanna sem hafa komið ein yfir landamærin eru bandarísk yfirvöld með í haldi börn sem þau skildu frá foreldrum sínum í fyrra. Það var gert samkvæmt nýrri stefnu ríkisstjórnar Donalds Trump forseta sem átti að fæla fólk frá því að reyna að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. Málaferli hafa staðið yfir til að skikka yfirvöld til að koma börnunum aftur í hendur foreldra sinna. Þau hafa borið því við að þau eigi erfitt með það, meðal annars vegna þess hversu illa var haldið utan um skráningu á börnunum. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraði 5. febrúar 2019 08:44 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Grátandi og yfirgefinn í ókunnu landi Fylgdarlaus þriggja ára flóttadrengur fannst grátandi á göngu í Texas í gærmorgun. 24. apríl 2019 23:44 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Bandarísk innflytjendayfirvöld halda hundruðum barna sem hafa komið ein yfir landamærin að Mexíkó í yfirfullum skýlum meira en tvöfalt lengur en lög heimila. Sex börn hafa látist í haldi bandarískra alríkisyfirvalda frá því í september. Lög gera ráð fyrir að eftir að bandarískir landamæraverðir taka á móti bönum sem koma án forráðamanna yfir landamærin eigi að senda þau í umsjón heilbrigðisyfirvalda innan 72 klukkustunda. Þau reka skýli sem eru talin barnvænni en þau sem landamæraeftirlitið heldur úti. Gríðarlegur straumur flóttafólks frá Mið-Ameríku undanfarna mánuði og skriffinnska opinberra stofnana hefur þýtt að óafgreidd mál hafa hrannast upp. Washington Post segir að samkvæmt gögnum sem blaðið hefur undir höndum sé stór hluti þeirra um tvö þúsund barna sem komu ein yfir landamærin og eru í haldi landamæraeftirlitsins sitji í yfirfullum skýlum lengur en lögin heimila. Þeirra á meðal séu börn tólf ára eða yngri. Einn heimildarmaður blaðsins segir að um þúsund börn hafi verið í skýlunum lengur en þrjá sólahringa. Annar segir að fleiri en 250 börn tólf ára eða yngri hafi verið í haldi í sex daga að meðaltali. Sérfræðingar segja að börn séu sérstaklega viðkvæm fyrir því að vera haldið við aðstæður sem þessar. Vistin þar sé þeim andlegt áfall. Mörg þeirra upplifi síðar martraðir og endurlit um dvölina í skýlunum.Frá skýli fyrir unglinga sem hafa komið án fylgdar til Bandaríkjanna á Flórída.Vísir/GettySkýlin ekki byggð fyrir langtímavistun Að meðaltali hefur tugum þúsunda barna verið haldið í fjóra sólahringa að meðaltali undanfarna mánuði. Í sumum tilfellum séu allt að tvöfalt fleiri börn í skýlunum en þeim var ætlað að hýsa. Dæmi séu um að börn sofi á mottum á gólfinu. „Aðstaðan okkar er ekki byggð fyrir langtímavistun og hún er sannarlega ekki byggð til að hýsa börn í langan tíma,“ segir embættismaður landamæraeftirlitsins við Washington Post. Heilbrigðisyfirvöld segja að þau viti af um tvö þúsund börnum sem séu í haldi og bíði þess að vera flutt í betri aðstæður. Pláss sé til fyrir þau en ráðuneytið segist ekki bera ábyrgð á börnunum fyrr en þau eru flutt í hald þess. Landamærayfirvöld hafa aftur á móti ekki undan að taka við börnum og skrá þau. Alls hafa um 45.000 börn komið yfir landamærin án forráðamanna frá því í október samkvæmt upplýsingum bandarísku alríkisstjórnarinnar. Af þeim segjast yfirvöld hafa sent áfram tæplega 41.000 börn í lok apríl. Um miðjan maí segjast heilbrigðisyfirvöld hafa haft um 13.200 börn í sinni vörslu. Mörg barnanna eru sögð veikjast í margmenninu í skýlunum. Hlaupabóla og maurakláði hefur komið upp í skýlunum undanfarnar vikur. Þá lést unglingur úr inflúensu í skýli landamærayfirvalda í Río Grande-dalnum í síðustu viku. Alls hafa sex börn látist í haldi yfirvalda frá því í haust. Fimm þeirra voru frá Gvatemala og eitt frá El Salvador. Auk barnanna sem hafa komið ein yfir landamærin eru bandarísk yfirvöld með í haldi börn sem þau skildu frá foreldrum sínum í fyrra. Það var gert samkvæmt nýrri stefnu ríkisstjórnar Donalds Trump forseta sem átti að fæla fólk frá því að reyna að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. Málaferli hafa staðið yfir til að skikka yfirvöld til að koma börnunum aftur í hendur foreldra sinna. Þau hafa borið því við að þau eigi erfitt með það, meðal annars vegna þess hversu illa var haldið utan um skráningu á börnunum.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraði 5. febrúar 2019 08:44 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Grátandi og yfirgefinn í ókunnu landi Fylgdarlaus þriggja ára flóttadrengur fannst grátandi á göngu í Texas í gærmorgun. 24. apríl 2019 23:44 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08
Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48
Grátandi og yfirgefinn í ókunnu landi Fylgdarlaus þriggja ára flóttadrengur fannst grátandi á göngu í Texas í gærmorgun. 24. apríl 2019 23:44