Gífurleg áhætta og skelfilegar afleiðingar Þórlindur Kjartansson skrifar 31. maí 2019 08:30 Sagt er að þegar þýskar herflugvélar gerðu sprengjuárásir á Lundúnir í seinni heimsstyrjöldinni, þá hafi verið hart lagt að Winston Churchill forsætisráðherra að halda sér öruggum inni í sprengjuheldu byrgi æðstu yfirstjórnar ríkis og hermála. Churchill mun nefnilega hafa verið lítt hrifinn af þessum afskiptum af athafnafrelsi sínu og sagt er að þegar sprengjunum var látið rigna yfir höfuðborgina hans hafi hann gjarnan tekið sér stöðu uppi á húsþökum, jafnvel ofan á sprengjuheldum höfuðskrifstofum hersins, og fylgst með eigin augum með eldblossunum í nánd og fjarska, fundið með eigin nefi lyktina af bensíni og dínamíti og hlustað með eigin eyrum á eyðileggingardrunurnar af dynjandi sprengjum og hrynjandi byggingum. Þetta hefur líklega ekki verið talið skynsamlegt og vafalaust hafa margir hugsað gamla þverhausnum þegjandi þörfina fyrir þetta háttalag sitt. En Churchill hefur áreiðanlega gert sér vel grein fyrir því að jafnvel þótt hundruð sprengjuflugvéla færu yfir stórborgina þá voru líkurnar með honum í liði. Jafnvel í mesta sprengjuregninu voru yfirgnæfandi líkur á því að hann kæmist óhultur af þakinu—líklega voru líkurnar á því að sprengja grandaði honum einn á móti mörgum þúsundum. Og Churchill fannst það líklega áhættunnar virði að sjá með eigin augum óvininn og tilraunir hans til að beygja vilja þjóðarinnar. Það hefur áreiðanlega verið einhvers virði fyrir Churchill að láta það sjást, og finna það sjálfur, að þrátt fyrir raunverulega ógnina þá léti hann ekki óttann stjórna sér.Öryggið uppmálað Nú til dags er hugsað ákaflega vel um öryggi þjóðarleiðtoga stærri þjóða. Þetta sjá allir þeir sem fara framhjá Downingstræti 10 í dag og sjá allan þann viðbúnað og vígbúnað sem notaður er til þess að koma í veg fyrir að minnstu líkur séu á því að einhver óviðkomandi komist í tæri við breska forsætisráðherrann. Sama gildir í Bandaríkjunum þar sem heilu göturnar og breiðstrætin eru rýmd þegar forsetinn hreyfir sig úr stað. Þessi áhersla á að tryggja öryggi þjóðhöfðingja hlýtur að eiga alveg sérstaklega við á tímum stríðs þar sem það gæti haft mjög neikvæð áhrif á móral og sigurtrú þjóðarinnar ef þjóðhöfðinginn sjálfur væri felldur innan eigin landamæra. Þó mun Churchill ekki bara hafa staðið uppi á húsþökum í sprengiregni heldur átti hann til að vilja fara í gönguferðir um Lundúnir en þá að sjálfsögðu í fylgd með öryggisgæslu. Eftir því sem fram kemur á safninu um Churchill við bresku stjórnarráðsþyrpinguna þá samanstóð persónuleg öryggisgæsla forsætisráðherrans af lífverðinum Walter H. Thompson og stundum einum lögreglumanni til viðbótar. Meira mun það að jafnaði ekki hafa verið þótt þjóðin stæði í miðjum mesta hildarleik mannkyns og margir eflaust viljað koma Churchill fyrir kattarnef. En hann var ekki hræddur. Það virðist nefnilega stundum vera þannig að fólk eins og Churchill sem upplifað hefur raunverulega ógn verður yfirvegað og dómbært á raunverulega áhættu. Þeir sem hins vegar búa við almennt öryggi eiga stundum á hættu að mikla fyrir sér ógnir og áhættu. Og Churchill hefur greinilega verið þeirrar gerðar að velta sér ekki mikið upp úr þeirri hættu sem steðjaði að hans eigin persónu. Það hefði heldur ekki farið vel á því ef maðurinn sem bar ábyrgð á að senda milljónir hermanna í lífshættulegar aðstæður á meginlandi Evrópu væri taugaveiklaður um eigið öryggi í heimahögum. En ætli Winston Churchill hefði þorað að koma til Íslands snemmsumars 2019? Hann hefði að minnsta kosti mátt hugsa sig um.Svört skýrsla Í vikunni kom nefnilega út skýrsla frá ríkislögreglustjóra. Hún vakti athygli. Enda var hún svört. Skýrslur eru stundum sagðar svartar ef þær segja váleg tíðindi en þessi var raunverulega svört. Í henni er metin með litakóðun sú ógn sem steðjar að Íslandi vegna skipulagðrar glæpastarfsemi. Í fyrri skýrslum greiningardeildarinnar hefur sú ógn gjarnan verið flokkuð eins og veðrið—í grænt, gult, appelsínugult eða rautt. En nú bregður svo við að nýtt kerfi er tekið upp þar sem áhættan flokkast sem græn, gul, rauð eða svört. Rauð áhætta er skilgreind sem „mjög mikil áhætta“ en sú svarta sem „gífurleg“ áhætta. Ef það er ekki nóg til að fá hárin til að rísa þá sést í skýrslunni að „gífurleg“ áhætta telst það ef líkur á ógninni eru mjög miklar og afleiðingar ekki bara miklar heldur „skelfilegar“. Áhættumat ríkislögreglustjóra í einu friðsælasta ríki veraldarsögunnar segir sem sagt að ógnin af skipulagðri glæpastarfsemi sé „gífurleg“—líkurnar „mjög miklar“ og afleiðingarnar „skelfilegar“. Nú er það greinilega svart á Íslandi. En hvernig ætli þeim líði í Palermo, Tijuna og Mexíbóborg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Sagt er að þegar þýskar herflugvélar gerðu sprengjuárásir á Lundúnir í seinni heimsstyrjöldinni, þá hafi verið hart lagt að Winston Churchill forsætisráðherra að halda sér öruggum inni í sprengjuheldu byrgi æðstu yfirstjórnar ríkis og hermála. Churchill mun nefnilega hafa verið lítt hrifinn af þessum afskiptum af athafnafrelsi sínu og sagt er að þegar sprengjunum var látið rigna yfir höfuðborgina hans hafi hann gjarnan tekið sér stöðu uppi á húsþökum, jafnvel ofan á sprengjuheldum höfuðskrifstofum hersins, og fylgst með eigin augum með eldblossunum í nánd og fjarska, fundið með eigin nefi lyktina af bensíni og dínamíti og hlustað með eigin eyrum á eyðileggingardrunurnar af dynjandi sprengjum og hrynjandi byggingum. Þetta hefur líklega ekki verið talið skynsamlegt og vafalaust hafa margir hugsað gamla þverhausnum þegjandi þörfina fyrir þetta háttalag sitt. En Churchill hefur áreiðanlega gert sér vel grein fyrir því að jafnvel þótt hundruð sprengjuflugvéla færu yfir stórborgina þá voru líkurnar með honum í liði. Jafnvel í mesta sprengjuregninu voru yfirgnæfandi líkur á því að hann kæmist óhultur af þakinu—líklega voru líkurnar á því að sprengja grandaði honum einn á móti mörgum þúsundum. Og Churchill fannst það líklega áhættunnar virði að sjá með eigin augum óvininn og tilraunir hans til að beygja vilja þjóðarinnar. Það hefur áreiðanlega verið einhvers virði fyrir Churchill að láta það sjást, og finna það sjálfur, að þrátt fyrir raunverulega ógnina þá léti hann ekki óttann stjórna sér.Öryggið uppmálað Nú til dags er hugsað ákaflega vel um öryggi þjóðarleiðtoga stærri þjóða. Þetta sjá allir þeir sem fara framhjá Downingstræti 10 í dag og sjá allan þann viðbúnað og vígbúnað sem notaður er til þess að koma í veg fyrir að minnstu líkur séu á því að einhver óviðkomandi komist í tæri við breska forsætisráðherrann. Sama gildir í Bandaríkjunum þar sem heilu göturnar og breiðstrætin eru rýmd þegar forsetinn hreyfir sig úr stað. Þessi áhersla á að tryggja öryggi þjóðhöfðingja hlýtur að eiga alveg sérstaklega við á tímum stríðs þar sem það gæti haft mjög neikvæð áhrif á móral og sigurtrú þjóðarinnar ef þjóðhöfðinginn sjálfur væri felldur innan eigin landamæra. Þó mun Churchill ekki bara hafa staðið uppi á húsþökum í sprengiregni heldur átti hann til að vilja fara í gönguferðir um Lundúnir en þá að sjálfsögðu í fylgd með öryggisgæslu. Eftir því sem fram kemur á safninu um Churchill við bresku stjórnarráðsþyrpinguna þá samanstóð persónuleg öryggisgæsla forsætisráðherrans af lífverðinum Walter H. Thompson og stundum einum lögreglumanni til viðbótar. Meira mun það að jafnaði ekki hafa verið þótt þjóðin stæði í miðjum mesta hildarleik mannkyns og margir eflaust viljað koma Churchill fyrir kattarnef. En hann var ekki hræddur. Það virðist nefnilega stundum vera þannig að fólk eins og Churchill sem upplifað hefur raunverulega ógn verður yfirvegað og dómbært á raunverulega áhættu. Þeir sem hins vegar búa við almennt öryggi eiga stundum á hættu að mikla fyrir sér ógnir og áhættu. Og Churchill hefur greinilega verið þeirrar gerðar að velta sér ekki mikið upp úr þeirri hættu sem steðjaði að hans eigin persónu. Það hefði heldur ekki farið vel á því ef maðurinn sem bar ábyrgð á að senda milljónir hermanna í lífshættulegar aðstæður á meginlandi Evrópu væri taugaveiklaður um eigið öryggi í heimahögum. En ætli Winston Churchill hefði þorað að koma til Íslands snemmsumars 2019? Hann hefði að minnsta kosti mátt hugsa sig um.Svört skýrsla Í vikunni kom nefnilega út skýrsla frá ríkislögreglustjóra. Hún vakti athygli. Enda var hún svört. Skýrslur eru stundum sagðar svartar ef þær segja váleg tíðindi en þessi var raunverulega svört. Í henni er metin með litakóðun sú ógn sem steðjar að Íslandi vegna skipulagðrar glæpastarfsemi. Í fyrri skýrslum greiningardeildarinnar hefur sú ógn gjarnan verið flokkuð eins og veðrið—í grænt, gult, appelsínugult eða rautt. En nú bregður svo við að nýtt kerfi er tekið upp þar sem áhættan flokkast sem græn, gul, rauð eða svört. Rauð áhætta er skilgreind sem „mjög mikil áhætta“ en sú svarta sem „gífurleg“ áhætta. Ef það er ekki nóg til að fá hárin til að rísa þá sést í skýrslunni að „gífurleg“ áhætta telst það ef líkur á ógninni eru mjög miklar og afleiðingar ekki bara miklar heldur „skelfilegar“. Áhættumat ríkislögreglustjóra í einu friðsælasta ríki veraldarsögunnar segir sem sagt að ógnin af skipulagðri glæpastarfsemi sé „gífurleg“—líkurnar „mjög miklar“ og afleiðingarnar „skelfilegar“. Nú er það greinilega svart á Íslandi. En hvernig ætli þeim líði í Palermo, Tijuna og Mexíbóborg?
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar