Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Andri Eysteinsson skrifar 21. febrúar 2019 23:50 Enn bætist á lista yfir konur sem saka R.Kelly um kynferðisbrot. Vísir/Getty Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. BBC greinir frá. Washington og Scaff, héldu ásamt lögfræðingi sínum, Gloriu Alfred, blaðamannafund í New York þar sem þær lýstu reynslu sinni af söngvaranum. Konurnar segja að starfsfólk söngvarans hafi hleypt þeim baksviðs eftir tónleika R. Kelly í borginni Baltimore í Marylandríki árið 1995 eða 1996. Konurnar sem í dag eru 40 og 39 ára gamlar segja að starfsfólkið hafi gefið þeim kókaín, kannabis og áfengi og sagt þeim að bíða eftir söngvaranum á hótelherbergi hans eftir tónleikana. Þar hafi hann króað þær af og krafist þess að þær stunduðu með honum kynlíf. Önnur kvennanna, Rochelle Washington, segist hafa neitað óskum söngvarans og farið á salernið en Scaff hafi stundað með honum kynlíf. Latresa Scaff sem var á þeim tíma 16-17 ára gömul segist ekki hafa verið í ástandi til þess að veita samþykki sitt, vegna ölvunar. Lögfræðingur kvennanna, Gloria Alfred, starfar einnig fyrir fleiri konur sem ásakað hafa R.Kelly. Á blaðamannafundinum hafði Alfreð þetta að segja um söngvarann: „Þú getur ekki flúið og þú hefur engan stað til að felast, þú hefur komist upp með kynferðisbrot þín í allt of langan tíma“ Skammt er frá því að heimildamyndin Surviving R. Kelly var í umræðunni en þar var ljósi varpað á skuggalega fortíð söngvarans. Leiddi myndin til þess að tónlist R.Kelly var fjarlægð af Spotify ásamt því að fjöldi tónlistarmanna baðst afsökunar á því að hafa unnið með honum. Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45 Sony lætur R. Kelly gossa Fyrirtækið vill hafa lágt um ákvörðunina og ætlar ekki að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna málsins. 18. janúar 2019 20:58 R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Lagið er titlað I Admit, eða Ég játa, og var gefið út á Soundcloud-reikningi R Kelly í dag. 23. júlí 2018 17:46 „R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33 Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. 6. janúar 2019 13:24 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. BBC greinir frá. Washington og Scaff, héldu ásamt lögfræðingi sínum, Gloriu Alfred, blaðamannafund í New York þar sem þær lýstu reynslu sinni af söngvaranum. Konurnar segja að starfsfólk söngvarans hafi hleypt þeim baksviðs eftir tónleika R. Kelly í borginni Baltimore í Marylandríki árið 1995 eða 1996. Konurnar sem í dag eru 40 og 39 ára gamlar segja að starfsfólkið hafi gefið þeim kókaín, kannabis og áfengi og sagt þeim að bíða eftir söngvaranum á hótelherbergi hans eftir tónleikana. Þar hafi hann króað þær af og krafist þess að þær stunduðu með honum kynlíf. Önnur kvennanna, Rochelle Washington, segist hafa neitað óskum söngvarans og farið á salernið en Scaff hafi stundað með honum kynlíf. Latresa Scaff sem var á þeim tíma 16-17 ára gömul segist ekki hafa verið í ástandi til þess að veita samþykki sitt, vegna ölvunar. Lögfræðingur kvennanna, Gloria Alfred, starfar einnig fyrir fleiri konur sem ásakað hafa R.Kelly. Á blaðamannafundinum hafði Alfreð þetta að segja um söngvarann: „Þú getur ekki flúið og þú hefur engan stað til að felast, þú hefur komist upp með kynferðisbrot þín í allt of langan tíma“ Skammt er frá því að heimildamyndin Surviving R. Kelly var í umræðunni en þar var ljósi varpað á skuggalega fortíð söngvarans. Leiddi myndin til þess að tónlist R.Kelly var fjarlægð af Spotify ásamt því að fjöldi tónlistarmanna baðst afsökunar á því að hafa unnið með honum.
Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45 Sony lætur R. Kelly gossa Fyrirtækið vill hafa lágt um ákvörðunina og ætlar ekki að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna málsins. 18. janúar 2019 20:58 R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Lagið er titlað I Admit, eða Ég játa, og var gefið út á Soundcloud-reikningi R Kelly í dag. 23. júlí 2018 17:46 „R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33 Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. 6. janúar 2019 13:24 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
„Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45
Sony lætur R. Kelly gossa Fyrirtækið vill hafa lágt um ákvörðunina og ætlar ekki að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna málsins. 18. janúar 2019 20:58
R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Lagið er titlað I Admit, eða Ég játa, og var gefið út á Soundcloud-reikningi R Kelly í dag. 23. júlí 2018 17:46
„R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33
Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. 6. janúar 2019 13:24