Skoðun

Ég er einn af þeim

Þröstur Ólafsson skrifar

Ég er einn af þeim   sem stóð að útgáfu og söfnun afmælis heilla­óska á bók um fram­tíð jafn­að­ar­stefnu, aðkomu Íslands að sjálf­stæð­is­málum Eystra­salts­ríkj­anna og aðild lands­ins að samn­ingnum um EES. Sú bók er ekki aðeins ómissandi heim­ild um heims­sögu­lega atburði heldur mik­il­vægt  sýn­is­horn um stjórn­mála­hugsun og póli­tískan feril Jóns Bald­vins. Eng­inn íslenskur stjórn­mála­maður hefur ritað ítar­legar og skarpar um stjórn­mála­hug­sjón sína á lýð­veld­is­tíma en Jón Bald­vin.

Ég er einn af þeim  sem ákváðu að hætta við og fresta útgáfu bók­ar­innar vegna þess að and­rúm­loftið í sam­fé­lag­inu var lævi blandið og umræðan um höf­und­inn  drif­inn áfram af hatri sem var­huga­vert er að fara á fjör­urnar við.

Ég er einn af þeim  sem telur að nú sé komið nóg. Allt hefur sinn tíma og sín tak­mörk. Líka mann­orðs­her­ferð, þar sem mark­miðið virð­ist  ekki bara vera að koma höggi á við­kom­andi heldur að leggja hann að velli, ræna hann ærunni. Gera hann útlægan í eigin landi. Þeir sem telja Jón Bald­vin hafa brotið á sér, eiga skil­yrð­is­laust að leita réttar síns. Við lifum enn í rétt­ar­ríki – ekki lýð­veldi göt­unn­ar. Hann verður að lúta nið­ur­stöðu rétt­vís­innar eins og hver ann­ar.

Ég er einn af þeim   sem tók þátt í and­ófi og upp­steiti náms­manna í Vestur Berlín í upp­hafi sjö­unda ára­tugs lið­innar ald­ar. Þar voru mörg borg­ara­leg gildi brotin í spað og ein­stak­lingum ögrað. Ég fylgd­ist með hvernig fjöl­miðla­veldi Sprin­gers lagð­ist af alefli gegn for­ystu­mönnum hreyf­ing­ar­inn­ar, ofsótti þá, rústaði mann­orði þeirra og gerði þá útlæga úr mann­legu sam­fé­lagi. einn hafði upp­tendr­ast svo af óhróðri og upp­spuna Sprin­ger­pressunnar að hann fann sig knú­inn til að reyna að losa þjóð­fé­lagið við þennan ófögnuð og skaut Rudí Dutchke á götu. Við rétt­ar­höld yfir byssu­mann­inum kom fram að sú afskræmda mynd sem fyrr­nefndir fjöl­miðlar gáfu af stúd­enta­leið­tog­anum  hafði myrkvað huga byssu­manns­ins svo, að hann leit nán­ast á það sem sam­fé­lags­legt líkn­ar­mál að koma R.D. fyrir katt­ar­nef. Hann var orð­inn rétt­dræp­ur. Hann varð aldrei samur og jafn og beið að lokum bana af sár­un­um.

Ég er einn af þeim  sem fylgd­ist með afdrifum ýmissa ann­arra leið­andi ein­stak­linga úr bar­áttu okkar stúd­ent­anna á árunum fyrir 1968. Sumir þeirra voru hund­eltir svo að þeirra beið ekk­ert  nema útskúfun og atvinnu­bann. Einn þeirra hafði gengið fram af heið­virðu fólki með því að koma á fót komm­únu og stofna þannig til óhefð­bund­ins og „ósið­legs” sam­lífis karla og kvenna. Ummæli hans og athafnir þóttu sanna að þarna færi stór­hættu­legur mað­ur. Útskúfunin tókst. Hann ein­angr­að­ist  og vesl­að­ist upp. Þá var oft vitnað til lýðs­ins sem hrækti á Krist og fékk hann kross­fest­an. Göbbels hafði rétt fyrir sér. Ef klifað er nóg­sam­lega á sömu full­yrð­ing­unni, þótt upp­spuni sé, verður henni trú­að.

Ég er einn af þeim  sem átti aðild að aðgerðum íslenkra stúd­enta í sendi­ráðum lands­ins á Norð­ur­löndum í sum­ar­byrjun 1970. Sem for­m­aðu SÍNE hafði ég nokkuð afger­andi áhrif á að íslenskir stúd­entar erlendis efldu til and­ófs­að­gerða. Þrátt fyrir harka­leg við­brögð sumra fjöl­miðla vegna þeirrar „smánar “sem þjóð­inni var sýnd, hófst ekk­ert gjörn­inga­veður gegn ein­stak­ling­un­um, engar ofsóknir . Mig minnir þó að eitt blað hafi reynt að gera sér bragðvondan mat úr þessu. For­ystu­fólk íslenskra stjórn­mála og fjöl­miðla lét kjurt liggja. Það sýndi þroska, yfir­vegun og hóf­semi.

Ég er einn af þeim  sem tel Jón Bald­vin vera einn af merkustu, íslensku stjórn­mála­mönnum lið­innar ald­ar, því verk hans hafa skipt þjóð­ina milku máli og fært okkur mikla hag­sæld. Hann er auk þess eini íslenski stjórn­mála­mað­ur­inn sem er þekkt­ur, virtur og dáður erlend­is. Samn­ing­ur­inn um EES var afar umdeildur á sínum tíma, svo ekki sé meira sagt. Hann hefur fært Íslend­ingum meiri vel­megun og rétt­ar­bætur en nokkur annar samn­ingur sem við höfum gert frá fyrra stríði. Fyrir það var JBH bor­inn þungum sök­um; haugar af óhróðri og lygum hrönn­uð­ust upp­.Honum var hótað líf­láti. Eldur bor­inn að húsi hans. Land­ráða­maður !

Ég er einn af þeim  sem veit að Jón Bald­vin er ekki heil­agur mað­ur. Hann er harður í horn að taka og getur verið óvæg­inn. Þrátt fyrir þær ásak­anir sem á honum hafa dun­ið, og eng­inn nema hann og þær sem ásaka geta með vissu vit­að, hvort eru réttar eða ekki, hefur það verið Íslandi mikið happ að hann skyldi hafa verið til stað­ar, þegar við urðum að ákveða hvaða leið við áttum að velja í Evr­ópu­mál­um. Ásamt flokki sínum leiddi  Jón Bald­vin þjóð­ina inn í EES. Allir aðrir flokkar höfðu snú­ist eins og skopp­ara­kringlur í mál­inu að Kvenna­list­anum einum und­an­skild­um, sem alltaf var á móti. Í gegnum þykkt og þunnt stóð hann með og barð­ist fyrir frelsis­kröfum Eystra­salts­ríkj­anna, einn for­ystu­manna vest­rænna þjóða.Það var ekki gert til að vernda íslenska hags­muni, þvert á mót­i.­Fyrir þetta tvennt hefur hann hér heima ekki fengið þá við­ur­kenn­ingu sem skyldi. Bókin átti að vera þessi þakk­læt­is­vott­ur. Alþekkt er að háar byggingar varpa af sér löngum skugga.

Ég er einn af þeim  sem óska Jóni Bald­vini til ham­ingju með átt­ræð­is­af­mæl­ið. Við hjónin þökkum ára­langa vin­áttu sem og ein­stakt fram­lag hans  til íslenskra stjórn­mála. Hvor­ugt fyrn­ist.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×