SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2019 12:58 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA. vísir/vilhelm Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það eitt að slíta viðræðum og hefja undirbúning atkvæðagreiðslna til boðunar verkfalla valdi samfélaginu öllu tjóni. Formenn verkalýðsfélaganna fjögurra og þar með viðræðunefnd þeirra í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara fengu allir umboð samninganefnda sinna seinni partinn í gær og í gærkvöldi umboð til að slíta viðræðunum. Á miðvikudag í síðustu viku lögðu atvinnurekendur fram tilboð um launahækkanir sem félögin höfnuðu með framlagningu gagntilboðs á föstudag sem viðræðunefndin hafnaði samdægurs. Eftir útspil stjórnvalda í tengslum við kjaraviðræður í fyrradag lýsti verkalýðsforystan öll yfir vonbrigðum með það sem stjórnvöld væru tilbúin að gera og lýstu og á laLenna markaðanum er verkalýðsforystan samstíga um að útspil stjórnvalda þýði að sækja þurfi harðar að Samtökum atvinnulífsins. Viðræðunefnd verkalýðsfélaganna fjögurra fundar með forystu atvinnurekenda hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö. Ef Samtök atvinnulífsins leggja ekki fram tilboð á þeim fundi sem formönnunum finnst þess virði að leggja fyrir samninganefndir sínar, er nánast öruggt að þeir slíti viðræðunum. Klukkan 15:30 funda atvinnurekendur síðan með viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins sem enn hefur ekki vísað sinni deilu til ríkissáttasemjara. En það gæti breyst slíti félögin fjögur sínum viðræðum.Ólíklegt að SA komi með tilboð sem afstýrir viðræðuslitum Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir allar líkur á að viðræðum félaganna fjögurra verði slitið á fundinum í dag, nema Samtök atvinnulífsins leggi fram tillögur sem komi verulega til móts við kröfur þeirra. „Samtök atvinnulífsins hafa hafnað okkar móttilboði og hafa ekki viljað teygja sig lengra að þeirra sögn. En það sem þeir hafa sett á borðið fyrir framan okkur höfum við lagt í dóm okar samninganefndar og kynnt fyrir okkar baklandi eins og trúnaðarráði. Afstaðan gagnvart því er alveg skýr. Þar við situr nema eitthvað annað gerist í dag sem geti breytt því. Sem ég er ekki bjartsýnn á að gerist,” segir Ragnar Þór. Þrátt fyrir að allt bendi til að verkalýðsfélögin fjögur hjá ríkissáttasemjara slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins á fundi eftir hádegi vonar Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtakanna í lengstu lög að það gerist ekki. „Ég skal ekki leggja neinn dóm á það annan en þann að það yrði mikið tjón fyrir samfélagið allt, einfaldlega að slíta viðræðum og hefja undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Veldur kostnaði fyrir atvinnulífið um leið. Það er allra tjón í samfélaginu og við skulum vona að það gerist ekki,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 Fjórmenningarnir komnir með umboð til að slíta viðræðum Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur eru komnir með umboð frá sínum félagsmönnum um að slíta viðræðum. 21. febrúar 2019 00:15 Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það eitt að slíta viðræðum og hefja undirbúning atkvæðagreiðslna til boðunar verkfalla valdi samfélaginu öllu tjóni. Formenn verkalýðsfélaganna fjögurra og þar með viðræðunefnd þeirra í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara fengu allir umboð samninganefnda sinna seinni partinn í gær og í gærkvöldi umboð til að slíta viðræðunum. Á miðvikudag í síðustu viku lögðu atvinnurekendur fram tilboð um launahækkanir sem félögin höfnuðu með framlagningu gagntilboðs á föstudag sem viðræðunefndin hafnaði samdægurs. Eftir útspil stjórnvalda í tengslum við kjaraviðræður í fyrradag lýsti verkalýðsforystan öll yfir vonbrigðum með það sem stjórnvöld væru tilbúin að gera og lýstu og á laLenna markaðanum er verkalýðsforystan samstíga um að útspil stjórnvalda þýði að sækja þurfi harðar að Samtökum atvinnulífsins. Viðræðunefnd verkalýðsfélaganna fjögurra fundar með forystu atvinnurekenda hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö. Ef Samtök atvinnulífsins leggja ekki fram tilboð á þeim fundi sem formönnunum finnst þess virði að leggja fyrir samninganefndir sínar, er nánast öruggt að þeir slíti viðræðunum. Klukkan 15:30 funda atvinnurekendur síðan með viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins sem enn hefur ekki vísað sinni deilu til ríkissáttasemjara. En það gæti breyst slíti félögin fjögur sínum viðræðum.Ólíklegt að SA komi með tilboð sem afstýrir viðræðuslitum Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir allar líkur á að viðræðum félaganna fjögurra verði slitið á fundinum í dag, nema Samtök atvinnulífsins leggi fram tillögur sem komi verulega til móts við kröfur þeirra. „Samtök atvinnulífsins hafa hafnað okkar móttilboði og hafa ekki viljað teygja sig lengra að þeirra sögn. En það sem þeir hafa sett á borðið fyrir framan okkur höfum við lagt í dóm okar samninganefndar og kynnt fyrir okkar baklandi eins og trúnaðarráði. Afstaðan gagnvart því er alveg skýr. Þar við situr nema eitthvað annað gerist í dag sem geti breytt því. Sem ég er ekki bjartsýnn á að gerist,” segir Ragnar Þór. Þrátt fyrir að allt bendi til að verkalýðsfélögin fjögur hjá ríkissáttasemjara slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins á fundi eftir hádegi vonar Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtakanna í lengstu lög að það gerist ekki. „Ég skal ekki leggja neinn dóm á það annan en þann að það yrði mikið tjón fyrir samfélagið allt, einfaldlega að slíta viðræðum og hefja undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Veldur kostnaði fyrir atvinnulífið um leið. Það er allra tjón í samfélaginu og við skulum vona að það gerist ekki,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 Fjórmenningarnir komnir með umboð til að slíta viðræðum Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur eru komnir með umboð frá sínum félagsmönnum um að slíta viðræðum. 21. febrúar 2019 00:15 Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
„Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09
Fjórmenningarnir komnir með umboð til að slíta viðræðum Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur eru komnir með umboð frá sínum félagsmönnum um að slíta viðræðum. 21. febrúar 2019 00:15
Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00