Hverfið sem um ræðir er margra alda gamalt og þar eru afar þröngar götur og mikið um að íbúðarhús séu byggð afar nærri hvort öðru eða sambyggð. Upptökin voru í íbúðarhúsi þar sem eldfim efni höfðu verið geymd á jarðhæðinni. Síðan barst eldurinn í að minnsta kosti þrjú önnur hús í götunni og var afar erfitt fyrir slökkviliðsmenn að athafna sig, annars vegar vegna þrengsla og hins vegar vegna vatnsskorts í hverfinu.
Það tók langan slökkviliðsmenn langan tíma að ná stjórn á eldinum og það að auki tók það þá langan tíma að komast á vettvang vegna hátíðarhalda. Almannavarnir Dhaka segja mörg fórnarlömb hafa verið króuð af af eldhafinu. Þá er talið að mjög erfitt verði að bera kennsl á líkin.
Talið er líklegt að fjöldi látinna muni aukast.
AP fréttaveitan bendir á að stórslys sem þessi séu tiltölulega algeng í Bangladess. Árið 2012 brann verksmiðja í Dhaka og dóu minnst 112 þá. Skömmu seinna hrundi önnur verksmiðja og dóu rúmlega 1.100 manns. Árið 2010 dóu minnst 123 í eldsvoða í sama hverfi og nú. Þá hétu yfirvöld því að koma í veg fyrir atvinnurekstur í íbúðarhúsnæði og þá sérstaklega að loka verksmiðjum þar sem eldfim efni eru geymd.
Íbúar hafa þó mótmælt öllum tilraunum til að taka á vandanum og vísa fyrirtækjum eða íbúum úr tilteknum byggingum.
