Fyrir landið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 07:00 Nú, árið 2019, ættu menn að hafa áttað sig á því mikla verðmæti sem felst í stórbrotnum náttúruundrum. Þau eru ekki svo mörg eftir í heimi þar sem græðgissjónarmið hinna virkjanaglöðu hafa ráðið för og leitt til eyðingar á stórfenglegum náttúruperlum. Ekki er langt síðan íslenskir ráðamenn gerðust virkjanaóðir og engu var líkara en þeir vildu virkjun í hvern fjörð. Æðið rann loks af mönnum og þeir endurheimtu vit sitt, eða allavega hluta af því. Í ríkisstjórn Íslands er vinstriflokkur, Vinstri græn, sem hefur umhverfisvernd í hávegum í stefnuskrá sinni og vitnar oft ákaft í þetta baráttumál sitt, allavega á tyllidögum. Umhverfisráðherra landsins er svo annálaður náttúruverndarsinni, sem er skemmtileg tilbreyting, en það hefur hent að einstaklingar sem engan áhuga hafa á verndun náttúrunnar hafa komist til valda í því ráðuneyti. Í þessari ríkisstjórn kemur það fyrst og fremst í hlut Vinstri grænna og hins væna umhverfisráðherra þeirra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, að standa vaktina í umhverfisvernd og sýna alþjóð að einhver meining sé í fögrum stefnumálum. Guðmundur Ingi var eitt sinn framkvæmdastjóri Landverndar, þeirra mikilvægu samtaka sem ótrauð hafa staðið vaktina meðan svo margir aðrir hafa brugðist. Nú hefur Landvernd hafið undirskriftasöfnun til að hvetja til friðlýsingar á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar sem fyrirhuguð er á stórbrotnum óbyggðum víðernum á Ströndum. Margoft hefur komið fram hversu skelfileg spjöll verða unnin þarna á svæði sem með sanni má flokka sem einstakt. Sem dæmi má nefna að eitt voldugasta vatnsfall landsins, Drynjandi, verður þurrkað upp. Af þeim fossi hafa landsmenn séð ljósmyndir, ekki síst fyrir tilstilli náttúruverndarsinnans Tómasar Guðbjartssonar sem er meðal þeirra fjölmörgu sem barist hafa fyrir verndun svæðisins. Það er óðs manns æði að fórna fossinum og öðrum náttúruundrum fyrir stundargróða. Þeir sem ábyrgð bera á slíkri fórn verða að gera sér grein fyrir því að þeir kalla yfir sig skömm. Með undirskriftasöfnun Landverndar er skorað á umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar að hraða vinnu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar svo hægt sé að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Víst er að hjarta umhverfisráðherra slær með náttúrunni og það hlýtur hjarta forstjóra Umhverfisstofnunar, Kristínar Lindu Árnadóttur, einnig að gera. Samt er ekki víst að það nægi. Fólk sem kemst í áhrifastöður er oft æði lagið við að koma sér undan að taka ákvarðanir sem kallað geta á sterk andmæli, og í þessu máli finnast eitilharðir talsmenn virkjanaáforma sem líklegir eru til að hafa verulega hátt. Íslendingar eru svo lánsamir að eiga enn ósnortin landsvæði þar sem ægifögur náttúra vekur lotningu hjá hverjum þeim sem svo lánsamur er að líta hana augum. Þjóð sem fórnar slíkum svæðum hefur villst illilega af leið. Hún hefur svikið land sitt og komandi kynslóðir. Skömm þeirra sem slíkt gera mun lengi uppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nú, árið 2019, ættu menn að hafa áttað sig á því mikla verðmæti sem felst í stórbrotnum náttúruundrum. Þau eru ekki svo mörg eftir í heimi þar sem græðgissjónarmið hinna virkjanaglöðu hafa ráðið för og leitt til eyðingar á stórfenglegum náttúruperlum. Ekki er langt síðan íslenskir ráðamenn gerðust virkjanaóðir og engu var líkara en þeir vildu virkjun í hvern fjörð. Æðið rann loks af mönnum og þeir endurheimtu vit sitt, eða allavega hluta af því. Í ríkisstjórn Íslands er vinstriflokkur, Vinstri græn, sem hefur umhverfisvernd í hávegum í stefnuskrá sinni og vitnar oft ákaft í þetta baráttumál sitt, allavega á tyllidögum. Umhverfisráðherra landsins er svo annálaður náttúruverndarsinni, sem er skemmtileg tilbreyting, en það hefur hent að einstaklingar sem engan áhuga hafa á verndun náttúrunnar hafa komist til valda í því ráðuneyti. Í þessari ríkisstjórn kemur það fyrst og fremst í hlut Vinstri grænna og hins væna umhverfisráðherra þeirra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, að standa vaktina í umhverfisvernd og sýna alþjóð að einhver meining sé í fögrum stefnumálum. Guðmundur Ingi var eitt sinn framkvæmdastjóri Landverndar, þeirra mikilvægu samtaka sem ótrauð hafa staðið vaktina meðan svo margir aðrir hafa brugðist. Nú hefur Landvernd hafið undirskriftasöfnun til að hvetja til friðlýsingar á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar sem fyrirhuguð er á stórbrotnum óbyggðum víðernum á Ströndum. Margoft hefur komið fram hversu skelfileg spjöll verða unnin þarna á svæði sem með sanni má flokka sem einstakt. Sem dæmi má nefna að eitt voldugasta vatnsfall landsins, Drynjandi, verður þurrkað upp. Af þeim fossi hafa landsmenn séð ljósmyndir, ekki síst fyrir tilstilli náttúruverndarsinnans Tómasar Guðbjartssonar sem er meðal þeirra fjölmörgu sem barist hafa fyrir verndun svæðisins. Það er óðs manns æði að fórna fossinum og öðrum náttúruundrum fyrir stundargróða. Þeir sem ábyrgð bera á slíkri fórn verða að gera sér grein fyrir því að þeir kalla yfir sig skömm. Með undirskriftasöfnun Landverndar er skorað á umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar að hraða vinnu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar svo hægt sé að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Víst er að hjarta umhverfisráðherra slær með náttúrunni og það hlýtur hjarta forstjóra Umhverfisstofnunar, Kristínar Lindu Árnadóttur, einnig að gera. Samt er ekki víst að það nægi. Fólk sem kemst í áhrifastöður er oft æði lagið við að koma sér undan að taka ákvarðanir sem kallað geta á sterk andmæli, og í þessu máli finnast eitilharðir talsmenn virkjanaáforma sem líklegir eru til að hafa verulega hátt. Íslendingar eru svo lánsamir að eiga enn ósnortin landsvæði þar sem ægifögur náttúra vekur lotningu hjá hverjum þeim sem svo lánsamur er að líta hana augum. Þjóð sem fórnar slíkum svæðum hefur villst illilega af leið. Hún hefur svikið land sitt og komandi kynslóðir. Skömm þeirra sem slíkt gera mun lengi uppi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun