Lífið

Kátt í höllinni hjá Landsbankafólki

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Árshátíð Landsbankans fór fram í Laugardalshöll á laugardagskvöldið.
Árshátíð Landsbankans fór fram í Laugardalshöll á laugardagskvöldið. vísir/vilhelm
Það var mikið um dýrðir þegar starfsfólk Landsbankans gerði sér glaðan dag í Laugardalshöllinni á laugardagskvöld. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins fóru hátíðarhöldin vel fram og afar góður rómur gerður að bæði veitingum og skemmtiatriðum.

Leikararnir og grínistarnir Saga Garðarsdóttir og Dóri DNA voru veislustjórar. Boðið var upp á veislumat og frítt léttvín og bjór fyrir gesti meðan á borðhaldi stóð.

Óhætt er að segja að stórskotalið íslenskra söngvara hafi troðið upp. Stórsöngvararnir Friðrik Dór og Jóhanna Guðrún sungu af sinni alkunnu snilld. JóiPé og Króli komu fram. Ekki síðri lukku vöktu Magni Ásgeirsson og sjálfur Beggi í Sóldögg, Bergsveinn Arilíusson, sem kom óvænt fram. Sannkölluð sveitaballabomba þar. Heldri gestir kunnu þá að meta frammistöðu Magnúsar Þórs Sigmundssonar og Jóhanns Helgasonar og loks lokaði hinn eini sanni Helgi Björnsson dagskránni við rífandi undirtektir bankastarfsmanna.

Í tilefni árshátíðarinnar var í Laugardalshöllinni settur upp sérstakur karókísalur þar sem þær Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir stjórnuðu för.

„Þetta var rosaleg árshátíð,“ segir einn gestanna sem gekk hratt um gleðinnar dyr á hátíðinni í samtali við Fréttablaðið á sunnudag, en baðst undan því að vera nafngreindur. Samkvæmt upplýsingum blaðsins var hátíðin í boði starfsmannafélags bankans en greiða þurfti fyrir miða maka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.