Morðið á Kim Jong-nam: Víetnömsku konunni sleppt í næsta mánuði Atli Ísleifsson skrifar 13. apríl 2019 14:34 Doan Thi-Huong er þrítug að aldri. Getty Doan Thi-Huong, víetnömsk kona sem grunuð var um aðild á morðinu á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherra Norður-Kóreu árið 2017, verður brátt frjáls ferða sinna. Lögmaður Doan segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi þriðja dag næsta mánaðar. Doan, sem er þrítug og starfaði áður á hárgreiðslustofu, var handtekin í febrúar 2017 eftir að öryggismyndavélagar á alþjóðaflugvellinum í malasísku höfuðborginni Kúala Lúmpúr sýndu hvernig hún í félagi við aðra konu hélt vasaklút vættum einhverjum vökva fyrir vitum Kim Jong-nam. Konurnar lýstu því yfir í yfirheyrslu hjá lögreglu að þær töldu sig hafa verið að taka þátt í sjónvarpshrekk og hafa þær ætíð neitað sök. Er talið að norður-kóreskir leyniþjónustumenn hafi platað þær til verksins og komið taugagasinu VX fyrir í klútnum sem leiddi svo til dauða Kim. Hefðu konurnar verið dæmdar fyrir morð hefðu þær hlotið dauðadóm, en eftir þrýsting víetnamskra yfirvalda var ákveðið að falla frá ákærum. Viðurkenndi Doan Thi-Huong þessi í stað að hafa valdið öðrum manni tjóni og var hún dæmd í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Henni verður nú sleppt fyrr vegna góðrar hegðunar. Greint var frá því í síðasta mánuði að hinni konunni, Siti Aisyah frá Indónesíu, hafi verið sleppt úr malasísku fangelsi eftir að ákveðið var að falla frá ákæru. Norður-Kóreustjórn hefur hafnað því að hafa borið ábyrgð á árásinni. Kim Jong-nam var í litlu sambandi við fjölskyldu sína og bjó lengi vel erlendis, í Kína, Singapúr og á eyjunni Makaó. Malasía Morðið á Kim Jong-nam Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Meintur morðingi Kim Jong-nam látinn laus Konunni, Siti Aisyah, var gefið að sök að hafa makað taugaeitrinu VX í andlit Kims á flugvellinum í Kuala Lumpur árið 2017. 11. mars 2019 07:49 Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Doan Thi-Huong, víetnömsk kona sem grunuð var um aðild á morðinu á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherra Norður-Kóreu árið 2017, verður brátt frjáls ferða sinna. Lögmaður Doan segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi þriðja dag næsta mánaðar. Doan, sem er þrítug og starfaði áður á hárgreiðslustofu, var handtekin í febrúar 2017 eftir að öryggismyndavélagar á alþjóðaflugvellinum í malasísku höfuðborginni Kúala Lúmpúr sýndu hvernig hún í félagi við aðra konu hélt vasaklút vættum einhverjum vökva fyrir vitum Kim Jong-nam. Konurnar lýstu því yfir í yfirheyrslu hjá lögreglu að þær töldu sig hafa verið að taka þátt í sjónvarpshrekk og hafa þær ætíð neitað sök. Er talið að norður-kóreskir leyniþjónustumenn hafi platað þær til verksins og komið taugagasinu VX fyrir í klútnum sem leiddi svo til dauða Kim. Hefðu konurnar verið dæmdar fyrir morð hefðu þær hlotið dauðadóm, en eftir þrýsting víetnamskra yfirvalda var ákveðið að falla frá ákærum. Viðurkenndi Doan Thi-Huong þessi í stað að hafa valdið öðrum manni tjóni og var hún dæmd í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Henni verður nú sleppt fyrr vegna góðrar hegðunar. Greint var frá því í síðasta mánuði að hinni konunni, Siti Aisyah frá Indónesíu, hafi verið sleppt úr malasísku fangelsi eftir að ákveðið var að falla frá ákæru. Norður-Kóreustjórn hefur hafnað því að hafa borið ábyrgð á árásinni. Kim Jong-nam var í litlu sambandi við fjölskyldu sína og bjó lengi vel erlendis, í Kína, Singapúr og á eyjunni Makaó.
Malasía Morðið á Kim Jong-nam Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Meintur morðingi Kim Jong-nam látinn laus Konunni, Siti Aisyah, var gefið að sök að hafa makað taugaeitrinu VX í andlit Kims á flugvellinum í Kuala Lumpur árið 2017. 11. mars 2019 07:49 Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Meintur morðingi Kim Jong-nam látinn laus Konunni, Siti Aisyah, var gefið að sök að hafa makað taugaeitrinu VX í andlit Kims á flugvellinum í Kuala Lumpur árið 2017. 11. mars 2019 07:49
Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18