Martin Hermannsson fór fyrir liði Alba Berlin sem tapaði fyrir Real Madrid í EuroLeague í körfubolta á Spáni í kvöld.
Martin var stigahæstur í liði Alba með 13 stig. Hann gaf tvær stoðsendingar og tók eitt frákast.
Þýska liðið tapaði leiknum 85-71 eftir að hafa verið 42-38 undir í hálfleik.
Alba er í erfiðleikum í Euroleague, með aðeins einn sigur úr sex leikjum.

