Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi 1. nóvember 2019 21:29 Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Baldur Hrafnkell Formaður Velferðarnefndar alþingis segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi sé í landinu og að margir hafi hreinlega ekki efni á því að sækja sér læknisþjónustu. Sérfræðilæknar hafa í mörgum tilfellum rukkað sjúklinga sína um aukagjald eftir að samningur við Sjúkratryggingar Íslands rann út. Forstjóra Sjúkratrygginga Íslands og formanni Læknafélags Reykjavíkur greinir á um hvers vegna rammasamningur sérfræðilækna hafi ekki verið endurnýjaður frá því hann rann út um síðustu áramót. Áfram hafa þó læknarnir fengið greitt frá Sjúkratryggingum Íslands samkvæmt gamla samningnum. Formaður læknafélagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að læknar telji sér ekki annað fært til þess að geta haldið úti þjónustu.Formaður Velferðarráðs segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi rekið í landinu. „Megin þorri landsmanna vill opinbera, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Þetta er ekki það. Þarna er verð að búa til tvöfalt kerfi. Þar sem að þeir ríku geta borgað,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis.Er ástæða til þess að Velferðarnefnd taki þetta mál til skoðunar?„Já, við samþykktum reyndar í Velferðarnefnd í morgun að eiga samtal við Sjúkratryggingar Íslands, vegna fjölmargar samninga sem að bíða en heilbrigðisráðherra, það er hún sem að þarf að svara núna. Það er ekki hægt að benda bara á Sjúkratryggingar og láta eins og þar sé bara einhver ríki í ríkinu,“ segir Helga Vala.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/Stöð 2Heilbrigðisráðherra segir aðgerðir sérfræðilækna ekki til þess fallnar til þess að auðvelda samninga. „Þetta er þá innheimta sem er fyrir utan þá gjaldskrá sem að hefur verið gefin út og það er ekki til þess fallið að leysa málið með því að sækja viðbótar fé í vasa sjúklinga. Vegna þess að við þurfum að komast að niðurstöðu með samningum því það er þannig sem að þarf að gera það,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Sjá meira
Formaður Velferðarnefndar alþingis segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi sé í landinu og að margir hafi hreinlega ekki efni á því að sækja sér læknisþjónustu. Sérfræðilæknar hafa í mörgum tilfellum rukkað sjúklinga sína um aukagjald eftir að samningur við Sjúkratryggingar Íslands rann út. Forstjóra Sjúkratrygginga Íslands og formanni Læknafélags Reykjavíkur greinir á um hvers vegna rammasamningur sérfræðilækna hafi ekki verið endurnýjaður frá því hann rann út um síðustu áramót. Áfram hafa þó læknarnir fengið greitt frá Sjúkratryggingum Íslands samkvæmt gamla samningnum. Formaður læknafélagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að læknar telji sér ekki annað fært til þess að geta haldið úti þjónustu.Formaður Velferðarráðs segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi rekið í landinu. „Megin þorri landsmanna vill opinbera, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Þetta er ekki það. Þarna er verð að búa til tvöfalt kerfi. Þar sem að þeir ríku geta borgað,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis.Er ástæða til þess að Velferðarnefnd taki þetta mál til skoðunar?„Já, við samþykktum reyndar í Velferðarnefnd í morgun að eiga samtal við Sjúkratryggingar Íslands, vegna fjölmargar samninga sem að bíða en heilbrigðisráðherra, það er hún sem að þarf að svara núna. Það er ekki hægt að benda bara á Sjúkratryggingar og láta eins og þar sé bara einhver ríki í ríkinu,“ segir Helga Vala.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/Stöð 2Heilbrigðisráðherra segir aðgerðir sérfræðilækna ekki til þess fallnar til þess að auðvelda samninga. „Þetta er þá innheimta sem er fyrir utan þá gjaldskrá sem að hefur verið gefin út og það er ekki til þess fallið að leysa málið með því að sækja viðbótar fé í vasa sjúklinga. Vegna þess að við þurfum að komast að niðurstöðu með samningum því það er þannig sem að þarf að gera það,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Sjá meira
Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45