
Fólkið sem lést í gámnum var allt Víetnamar

Upphaflega var talið að fólkið hefði verið Kínverjar. Nú segir lögreglan um Víetnama hafi verið að ræða og að hún hafi verið í samskiptum við ríkisstjórn Víetnams, fjölskyldur fólksins þar og á Bretlandi. Nokkrar víetnamskar fjölskyldur höfðu þegar stigið fram og sagt að ástvinir þeirra væru á meðal þeirra látnu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Fólkið, 31 karlmaður og átta konur, fannst látið í gámu flutningabíls á iðnaðarsvæði í Essex og talið er að það hafi verið fórnarlömb mansals.
Ökumaður flutningabílsins, norður-írskur karlmaður, kom fyrir dómara á mánudag en hann er meðal annars ákærður fyrir 39 manndráp. Breska lögreglan hefur einnig krafist framsals á 22 ára gömlum karlmanni sem var handtekinn í Dyflinni. Þá er tveggja norður-írskra bræðra leitað vegna málsins. Þeir eru grunaðir um manndráp og mansal.
Tengdar fréttir

39 lík fundust í vörubíl í Englandi
Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt.

Þrjú látin laus úr haldi
Þrjú sem handtekin voru í tengslum við dauða þeirra 39 sem fundust í gámi vörubíls í Essex hafa verið látin laus úr haldi gegn tryggingu.

Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur
Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð.

Hinstu skilaboð ungrar konu sem lést í flutningabílnum
Að minnsta kosti sex hinna 39 sem fundust látin í flutningabíl í Essex í Bretlandi í vikunni eru talin vera frá Víetnam.

Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur
Ættingjar sumra þeirra 39 sem óttast er að hafi látist um borð í tengivagni vörubíls sem fannst í Essex í Bretlandi í vikunni hafi verið hluti af þriggja bíla vörubílalest. Segja þeir að yfir 100 innflytjendur hafi verið fluttir til Bretlands með vörubílunum.

Biður bræður um að gefa sig fram vegna vörubílsins í Essex
Lögregla í Bretlandi hefur lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsókn á dauða 39 manna sem fundust látin í vörubíl í bænum Grays í síðasta mánuði.