Segja að Liverpool sé nú að íhuga að fara Löwen-leiðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 09:00 Leikmenn Liverpool í vítaspyrnukeppninni á móti Arsenal sem Liverpool vann og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum enska deildabikarsins. Getty/ Laurence Griffiths Eftir að Liverpool hótaði því að neita að spila leik í átta liða úrslitum enska deildabikarsins eru menn að reyna að finna lausnir á leikjaöngþveiti Liverpool liðsins í jólamánuðinum. Liverpool er nú sagt vera að skoða þann möguleika að spila tvo leiki sama daginn í desember með því að stilla upp tveimur mismunandi liðum. Liverpool gerði leikjadagskránni sinni svolítinn óleik með því að komast áfram í átta liða úrslit deildabikarsins á miðvikudagskvöldið en það þýðir að liðið þarf nú að spila bikarleik í sömu viku og liðið á að spila í Katar í heimsmeistarakeppni félagsliða. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp talaði strax eftir leikinn um möguleikann á því neita að spila leikinn en nú herma heimildir Daily Mirror að Liverpool sé líka að íhuga það að tefla fram tveimur mismunandi liðum í þessum tveimur keppnum.Two teams Two competitions Two continents Same day? https://t.co/SuiNk6fNqW — Mirror Football (@MirrorFootball) October 31, 2019 Það er allavega fullljóst að Liverpool er að setja mikla pressu á yfirmenn deildabikarsins að létta á leikjaálagi liðsins í desember. Það er ekki kannski ekki mjög miklar líkur á því að Liverpool spili tvo leiki 18. desember en sá möguleiki er í það minnsta í umræðunni. Liverpool færi þá sömu leið og þýska handboltaliðið og Íslendingaliðið Rhein Neckar Löwen gerði um árið þegar liðið lenti í því að deildarleikur og leikur í Meistaradeildinni rákust á. Þá voru það sjónvarpssamningar sem hindruðu tilfærslur og nú er það óhemju þétt leikjadagskrá Liverpool í desember sem gerir félaginu erfitt fyrir. Leikmenn Löwen voru mjög ósáttir og varaliðið skíttapaði líka sínum leik. Það má búast við því að aðallið Liverpool verði það sem fari til Katar til þess að reyna tryggja Liverpool sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða í fyrsta sinn.The match between THW Kiel and Rhein-Neckar Löwen was one of the most discussed matches this term - due to the scheduling difficulties with the EHF. But what was the broadcasting rate?https://t.co/2w9h9olLVf — handball-world EN (@hbworldcom) March 29, 2018 Liverpool drógst á móti Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins og sá leikur á að fara fram 17. eða 18. desember. Undanúrslitaleikur Liverpool í heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í Katar 18. desember. Líklegast er þó að deildabikarleikurinn á Villa Park verði færður til 8. janúar en þá var fyrirhugað að spila fyrri undanúrslitaleikinn í keppninni. Liverpool tefldi fram mjög ungu liði í sigrinum á Arsenal og Jürgen Klopp gerði ellefu breytingar á byrjunarliðinu frá því í deildarleiknum á móti Tottenham helgina á undan. Liverpool þarf að fara með 23 manna leikmannahóp til Katar, þar á meðal þrjá markverði og því verða margir sem spiluðu leikinn á móti Arsenal að fara með. Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Eftir að Liverpool hótaði því að neita að spila leik í átta liða úrslitum enska deildabikarsins eru menn að reyna að finna lausnir á leikjaöngþveiti Liverpool liðsins í jólamánuðinum. Liverpool er nú sagt vera að skoða þann möguleika að spila tvo leiki sama daginn í desember með því að stilla upp tveimur mismunandi liðum. Liverpool gerði leikjadagskránni sinni svolítinn óleik með því að komast áfram í átta liða úrslit deildabikarsins á miðvikudagskvöldið en það þýðir að liðið þarf nú að spila bikarleik í sömu viku og liðið á að spila í Katar í heimsmeistarakeppni félagsliða. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp talaði strax eftir leikinn um möguleikann á því neita að spila leikinn en nú herma heimildir Daily Mirror að Liverpool sé líka að íhuga það að tefla fram tveimur mismunandi liðum í þessum tveimur keppnum.Two teams Two competitions Two continents Same day? https://t.co/SuiNk6fNqW — Mirror Football (@MirrorFootball) October 31, 2019 Það er allavega fullljóst að Liverpool er að setja mikla pressu á yfirmenn deildabikarsins að létta á leikjaálagi liðsins í desember. Það er ekki kannski ekki mjög miklar líkur á því að Liverpool spili tvo leiki 18. desember en sá möguleiki er í það minnsta í umræðunni. Liverpool færi þá sömu leið og þýska handboltaliðið og Íslendingaliðið Rhein Neckar Löwen gerði um árið þegar liðið lenti í því að deildarleikur og leikur í Meistaradeildinni rákust á. Þá voru það sjónvarpssamningar sem hindruðu tilfærslur og nú er það óhemju þétt leikjadagskrá Liverpool í desember sem gerir félaginu erfitt fyrir. Leikmenn Löwen voru mjög ósáttir og varaliðið skíttapaði líka sínum leik. Það má búast við því að aðallið Liverpool verði það sem fari til Katar til þess að reyna tryggja Liverpool sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða í fyrsta sinn.The match between THW Kiel and Rhein-Neckar Löwen was one of the most discussed matches this term - due to the scheduling difficulties with the EHF. But what was the broadcasting rate?https://t.co/2w9h9olLVf — handball-world EN (@hbworldcom) March 29, 2018 Liverpool drógst á móti Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins og sá leikur á að fara fram 17. eða 18. desember. Undanúrslitaleikur Liverpool í heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í Katar 18. desember. Líklegast er þó að deildabikarleikurinn á Villa Park verði færður til 8. janúar en þá var fyrirhugað að spila fyrri undanúrslitaleikinn í keppninni. Liverpool tefldi fram mjög ungu liði í sigrinum á Arsenal og Jürgen Klopp gerði ellefu breytingar á byrjunarliðinu frá því í deildarleiknum á móti Tottenham helgina á undan. Liverpool þarf að fara með 23 manna leikmannahóp til Katar, þar á meðal þrjá markverði og því verða margir sem spiluðu leikinn á móti Arsenal að fara með.
Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira