Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Þingmenn Miðflokksins voru sakaðir um að halda úti rangri umræðu um þriðja orkupakkann í því skyni að blekkja þjóðina á aukaþingfundi sem hófst um málið í dag.

Þingmenn úr flestum flokkum stigu í pontu og kepptust við að kveða niður efasemdir um málið. Forsætisráðherra hvetur þingheim til að mæta áhyggjum fólks með því að samþykkja auðlindaákvæði í stjórnarskrá.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30.

Einnig verður rætt við heilbrigðisráðherra um mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Ráðherra segir að hægt sé að nýta nýtt frumvarp um stuðningssjóð námsmanna til að mynda hvata til skráningar í hjúkrunarfræði.

Fjallað verður um lækkun stýrivaxta og rætt við seðlabankastjóra sem segir að þrátt fyrir efnahagssamdrátt í ár séu bæði heilbrigðismerki og stöðugleiki í kortunum í efnahagslífinu.

Einnig verður greint frá nýrri könnun Höfuðborgarstofu um hversu jákvæðir höfuðborgarbúar eru í garð ferðamann.

Þetta og ýmislegt annað í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×