Campbell var á meðal þátttakenda í þriðju þáttaröð bresku raunveruleikaþáttanna Love Island árið 2017. Campbell hefur undanfarna daga notið lífsins á Ibiza ásamt félögum sínum en varð fyrir því mikla óláni að fá tappa af kampavínsflösku í hægra augað.
Á Instagramsíðu sinni birtir Campbell mynd af sér, með umbúðir yfir auganu, ásamt kærustu sinni, Kaz Crossley sem tók þátt í Love Island árið 2018. Crossley flaug rakleitt til Ibiza til að vera með sínum heittelskaða eftir slysið.
Thanks for all the messages and support I’ve got over the last couple days they’re all very much appreciated ! So yeah basically 2 eye surgeries later after a really unfortunate accident, I’ve lost all vision in my right eye as it got split in half, who would have thought a champagne cork would be the end of me.. . But I still have 1 eye left, looking at the bright side of things. Thanks for flying out to look after me as well babe if anyone knows where sells cool eye patches let me know :). #captinhook #thor #fettywapView this post on Instagram
A post shared by (@theo_campbell91) on Aug 27, 2019 at 6:52am PDT
Heimildarmaður slúðurmiðilsins OK! segir að óhappið hafi orðið í kampavínspartýi á eyjunni þar sem kampavíninu var spreyjað út um allt. Hafði Campbell verið með sólgleraugu en tók þau af sér til þess að þurrka kampavínið úr auganu á sér. Á þeim tímapunkti hafi korktappinn þotið beint í auga hans.