Lífið

Love Island stjarna blindur á öðru auga eftir kampavínsslys

Andri Eysteinsson skrifar
Theo Campbell, fyrir slysið, ásamt bareigandanum Wayne Lineker.
Theo Campbell, fyrir slysið, ásamt bareigandanum Wayne Lineker. Instagram/Theo_Campbell91
Love Island stjarnan og spretthlauparinn Theo Campbell mun líklega aldrei sjá út um hægra augað framar eftir að hafa orðið fyrir kampavínstengdu slysi á Miðjarðarhafs- og partíeyjunni Ibiza.

Campbell var á meðal þátttakenda í þriðju þáttaröð bresku raunveruleikaþáttanna Love Island árið 2017. Campbell hefur undanfarna daga notið lífsins á Ibiza ásamt félögum sínum en varð fyrir því mikla óláni að fá tappa af kampavínsflösku í hægra augað.

Á Instagramsíðu sinni birtir Campbell mynd af sér, með umbúðir yfir auganu, ásamt kærustu sinni, Kaz Crossley sem tók þátt í Love Island árið 2018. Crossley flaug rakleitt til Ibiza til að vera með sínum heittelskaða eftir slysið.

Campbell segist hafa farið í tvær skurðaðgerðir eftir að auga hans hafi klofnað af völdum korktappans. Hann sé nú með sjö spor í auganu og læknar segi honum að hann muni aldrei sjá framar, hann sé þó bjartsýnn á framhaldið. Hann sé einn með eitt auga og heldur enn í vonina um bata.

Heimildarmaður slúðurmiðilsins OK! segir að óhappið hafi orðið í kampavínspartýi á eyjunni þar sem kampavíninu var spreyjað út um allt. Hafði Campbell verið með sólgleraugu en tók þau af sér til þess að þurrka kampavínið úr auganu á sér. Á þeim tímapunkti hafi korktappinn þotið beint í auga hans.


Tengdar fréttir

Óvænt úrslit í Love Island

Óhætt er að segja að endalokin hafi verið óvænt en áhorfendur þáttanna velja sigurvegara hverju sinni með símakosningu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.