Fær að hefja nám við Tækniskólann: „Ég er hins vegar ekki sátt við þessa afgreiðslu hjá Ármúlanum“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2019 10:26 Tækniskólinn í Reykjavík. FBL/Eyþór Sextán ára drengur hefur fengið vilyrði fyrir skólavist í Tækniskólanum eftir að skólayfirvöld í Fjölbrautaskólanum í Ármúla treystu sér ekki til að hafa hann við nám þar í vetur. Drengurinn glímir við fötlun en honum var meinað að mæta til náms við FÁ tveimur dögum eftir að skólinn hófst eftir að hann hafði slegið kennara. Móðir drengsins er Anna Guðrún Sigurjónsdóttir en hún segir son sinn hafa fengið skólavist hjá Tækniskólanum en enn á eftir að ráða fólk þangað inn til að sinna syni hennar og því ekki vitað hvenær hann hefur nám. Hafði menntasvið Reykjavíkurborgar milligöngu um að drengur fengi að hefja nám í Tækniskólanum. Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Ármúla vildu ekki tjá sig um málið þegar það kom upp fyrr í mánuðinum en skólameistarinn sagði að engum hefði verið vikið úr skóla það sem af er skólaári. Foreldrar drengsins sögðu alveg ljóst að syni þeirra hefði verið vikið úr skóla. Honum var meinað að mæta þangað og því hafi það ekki verið neitt annað en frávísun, en drengurinn átti að stunda nám á sérnámsbraut við FÁ. Anna Guðrún hafði sagt við Vísi að ástæðan fyrir því að FÁ varð fyrir valinu væri sú að þar væri besta sérnámsbrautin en mögulega hafi aðlögunarferlið fyrir son hennar ekki verið nógu langt. Hún segist sátt við þessa lendingu, að sonur hennar hefji nám við Tækniskólann. „Ég hef ekkert á móti Tækniskólanum, það þarf ekkert að vera verra fyrir hann að vera þar. Ég er hins vegar ekki sátt við þessa afgreiðslu hjá Ármúlanum, en úr þessu vil ég ekkert að hann sé þar. Svo lengi sem hann fær skólavist þá er ég glöð.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar fatlaðs drengs segja honum hafa verið vísað úr sérnámi FÁ Skólameistari FÁ segir í samtali við Vísi að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla það sem af er skólaári. 22. ágúst 2019 17:56 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sextán ára drengur hefur fengið vilyrði fyrir skólavist í Tækniskólanum eftir að skólayfirvöld í Fjölbrautaskólanum í Ármúla treystu sér ekki til að hafa hann við nám þar í vetur. Drengurinn glímir við fötlun en honum var meinað að mæta til náms við FÁ tveimur dögum eftir að skólinn hófst eftir að hann hafði slegið kennara. Móðir drengsins er Anna Guðrún Sigurjónsdóttir en hún segir son sinn hafa fengið skólavist hjá Tækniskólanum en enn á eftir að ráða fólk þangað inn til að sinna syni hennar og því ekki vitað hvenær hann hefur nám. Hafði menntasvið Reykjavíkurborgar milligöngu um að drengur fengi að hefja nám í Tækniskólanum. Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Ármúla vildu ekki tjá sig um málið þegar það kom upp fyrr í mánuðinum en skólameistarinn sagði að engum hefði verið vikið úr skóla það sem af er skólaári. Foreldrar drengsins sögðu alveg ljóst að syni þeirra hefði verið vikið úr skóla. Honum var meinað að mæta þangað og því hafi það ekki verið neitt annað en frávísun, en drengurinn átti að stunda nám á sérnámsbraut við FÁ. Anna Guðrún hafði sagt við Vísi að ástæðan fyrir því að FÁ varð fyrir valinu væri sú að þar væri besta sérnámsbrautin en mögulega hafi aðlögunarferlið fyrir son hennar ekki verið nógu langt. Hún segist sátt við þessa lendingu, að sonur hennar hefji nám við Tækniskólann. „Ég hef ekkert á móti Tækniskólanum, það þarf ekkert að vera verra fyrir hann að vera þar. Ég er hins vegar ekki sátt við þessa afgreiðslu hjá Ármúlanum, en úr þessu vil ég ekkert að hann sé þar. Svo lengi sem hann fær skólavist þá er ég glöð.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar fatlaðs drengs segja honum hafa verið vísað úr sérnámi FÁ Skólameistari FÁ segir í samtali við Vísi að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla það sem af er skólaári. 22. ágúst 2019 17:56 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Foreldrar fatlaðs drengs segja honum hafa verið vísað úr sérnámi FÁ Skólameistari FÁ segir í samtali við Vísi að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla það sem af er skólaári. 22. ágúst 2019 17:56