Satt og logið um þriðja orkupakkann Starri Reynisson skrifar 28. ágúst 2019 10:21 Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið er án nokkurs vafa einn af hornsteinum velmegunar íslensku þjóðarinnar, en undanfarin misseri hafa óprúttnir einangrunarsinnar gert allt hvað þeir geta til að grafa undan honum. Atlagan að samningnum felst einkum og sér í því að þriðji orkupakkinn er gerður tortryggilegur, þrátt fyrir að hagfelldara samansafn reglugerða sé vandfundið. Það er gífurlegt magn af rangfærslum og falsfréttum sem hefur birst í tengslum við þriðja orkupakkann. Margt af því má rekja til samtakanna Orkan okkar, annað til Miðflokksins og enn annað til sjálfskipaðra „sérfræðinga“ á sviði Evrópuréttar og orkumála. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn setji kvaðir um lagningu sæstrengs á íslensk stjórnvöld. Það er rangt. Bent hefur verið á að slík kvöð gengi gegn öðrum alþjóðlegum skuldbindingum EES-þjóðanna, á borð við hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna. Orkupakkinn getur því ekki haft áhrif á það hvort sæstrengur verði lagður eða ekki. Í umræðunni um sæstreng má einnig nefna að ekki er framleidd næg umframorka á Íslandi til anna útflutningi og eingöngu Alþingi getur gefið leyfi fyrir byggingu nýrra virkjanna. Kvaðir um virkjanaframkvæmdir eru ekki og geta ekki verið í orkupakkanum. Enn fremur er hæpið að sæstrengur yrði arðbær ef tekið er tillit til þróunar á öðrum umhverfisvænum orkugjöfum, s.s. vind- og sólarorku á meginlandi Evrópu. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn færi yfirráð yfir orkuauðlindum úr landi. Það er rangt. Reglugerðirnar í þriðja orkupakkanum snúast einkum og sér um að efla eftirlitshlutverk Orkustofnunar og skila sér fyrst og fremst í bættri neytendavernd. Stofnunin ACER á vegum Evrópusambandsins er samstarfsvettvangur fyrir eftirlitsstofnanir Evrópusambandsþjóða á sviði orkumála og sér um að skera úr um deilumál þeirra á milli ásamt því að taka ákvarðanir á afmörkuðu sviði, t.a.m. um skilmála fyrir aðgangi og rekstraröryggi, ásamt því að aðstoða við innleiðingu reglugerða. Valdsvið ACER nær þó einungis til sambandsþjóðanna og sér ESA um að sinna hlutverkum hans gagnvart EES-ríkjunum. Tveggja stoða kerfi EES kemur því í veg fyrir íhlutun ACER á Íslandi. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn hafi áhrif á eignarhald Landsvirkjunnar. Það er rangt. Þriðji orkupakkinn hefur enga þýðingu gagnvart einkavæðingu eða uppskiptingu Landsvirkjunar. Engin nýmæli eru í þriðja orkupakkanum sem geta stuðlað að slíku. Íslensk samkeppnislög gilda um fyrirtækið og starfar það á samkeppnismarkaði. Enn fremur er Ísland undanþegið þeim ákvæðum um eigendaaðskilnað fyrirtækja á raforkumarkaði sem finna má í orkupökkunum. Hvers vegna þessum aðilum er svona mikið í mun um að grafa undan EES-samningnum og draga þannig úr lífsgæðum almennings veit ég ekki, en það er klárt mál að málflutningur þeirra getur varla talist annað en lýðskrum.Höfundur er formaður Ungra Evrópusinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Starri Reynisson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið er án nokkurs vafa einn af hornsteinum velmegunar íslensku þjóðarinnar, en undanfarin misseri hafa óprúttnir einangrunarsinnar gert allt hvað þeir geta til að grafa undan honum. Atlagan að samningnum felst einkum og sér í því að þriðji orkupakkinn er gerður tortryggilegur, þrátt fyrir að hagfelldara samansafn reglugerða sé vandfundið. Það er gífurlegt magn af rangfærslum og falsfréttum sem hefur birst í tengslum við þriðja orkupakkann. Margt af því má rekja til samtakanna Orkan okkar, annað til Miðflokksins og enn annað til sjálfskipaðra „sérfræðinga“ á sviði Evrópuréttar og orkumála. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn setji kvaðir um lagningu sæstrengs á íslensk stjórnvöld. Það er rangt. Bent hefur verið á að slík kvöð gengi gegn öðrum alþjóðlegum skuldbindingum EES-þjóðanna, á borð við hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna. Orkupakkinn getur því ekki haft áhrif á það hvort sæstrengur verði lagður eða ekki. Í umræðunni um sæstreng má einnig nefna að ekki er framleidd næg umframorka á Íslandi til anna útflutningi og eingöngu Alþingi getur gefið leyfi fyrir byggingu nýrra virkjanna. Kvaðir um virkjanaframkvæmdir eru ekki og geta ekki verið í orkupakkanum. Enn fremur er hæpið að sæstrengur yrði arðbær ef tekið er tillit til þróunar á öðrum umhverfisvænum orkugjöfum, s.s. vind- og sólarorku á meginlandi Evrópu. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn færi yfirráð yfir orkuauðlindum úr landi. Það er rangt. Reglugerðirnar í þriðja orkupakkanum snúast einkum og sér um að efla eftirlitshlutverk Orkustofnunar og skila sér fyrst og fremst í bættri neytendavernd. Stofnunin ACER á vegum Evrópusambandsins er samstarfsvettvangur fyrir eftirlitsstofnanir Evrópusambandsþjóða á sviði orkumála og sér um að skera úr um deilumál þeirra á milli ásamt því að taka ákvarðanir á afmörkuðu sviði, t.a.m. um skilmála fyrir aðgangi og rekstraröryggi, ásamt því að aðstoða við innleiðingu reglugerða. Valdsvið ACER nær þó einungis til sambandsþjóðanna og sér ESA um að sinna hlutverkum hans gagnvart EES-ríkjunum. Tveggja stoða kerfi EES kemur því í veg fyrir íhlutun ACER á Íslandi. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn hafi áhrif á eignarhald Landsvirkjunnar. Það er rangt. Þriðji orkupakkinn hefur enga þýðingu gagnvart einkavæðingu eða uppskiptingu Landsvirkjunar. Engin nýmæli eru í þriðja orkupakkanum sem geta stuðlað að slíku. Íslensk samkeppnislög gilda um fyrirtækið og starfar það á samkeppnismarkaði. Enn fremur er Ísland undanþegið þeim ákvæðum um eigendaaðskilnað fyrirtækja á raforkumarkaði sem finna má í orkupökkunum. Hvers vegna þessum aðilum er svona mikið í mun um að grafa undan EES-samningnum og draga þannig úr lífsgæðum almennings veit ég ekki, en það er klárt mál að málflutningur þeirra getur varla talist annað en lýðskrum.Höfundur er formaður Ungra Evrópusinna.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun