„Það er enginn Mitt Romney á meðal þeirra“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2019 21:26 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að samflokksmenn hans í Repúblikanaflokknum herði sig og berjist fyrir forsetann sinn á sama tíma og Demókratar vinna að því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot í starfi. Hann segir að Demókratar standi saman, annað en samflokksmenn forsetans. Þetta kom meðal annars fram í máli Trump á ríkisstjórnarfundi í Hvíta húsinu í dag þar sem hann kvartaði undan því að sumir samflokksmenn hans væru að reyna að grafa undan honum. „Repúblikanar verða að herða sig og berjast. Við erum með nokkra mjög góða bardagamenn en þeir verða að herða sig og berjast vegna þess að Demókratarnir eru að reyna að skemma fyrir Repúblikönum fyrir kosningarnar,“ sagði Trump og vísaði þar til forsetakosninganna sem haldnar verða eftir rúmt ár. Repúblikanar hafa hingað til ekki sýnt mikinn áhuga á því að Trump verði vikið úr starfi fyrir embættisbrot, en valdamiklir flokksmenn á borð við Mitt Romney, Lindsey Graham og Mitch McConnell hafa þó gagnrýnt forsetann að undanförnu, ekki síst fyrir það hvernig hann hefur haldið á málum í tengslum við innrás Tyrkja í Sýrland. Kvartaði Trump yfir því að Demókratar væru betri í því að standa saman en samflokksmenn hans. „Það er enginn Mitt Romney á meðal þeirra. Það er enginn svoleiðis þar. Þau standa saman,“ sagði Trump en í nýlegu viðtali gagnrýndi forsetaframbjóðandinn fyrrverandi Trump harðlega. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gagnrýnin kom Trump á óvart Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart. 20. október 2019 18:15 Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. 20. október 2019 16:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að samflokksmenn hans í Repúblikanaflokknum herði sig og berjist fyrir forsetann sinn á sama tíma og Demókratar vinna að því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot í starfi. Hann segir að Demókratar standi saman, annað en samflokksmenn forsetans. Þetta kom meðal annars fram í máli Trump á ríkisstjórnarfundi í Hvíta húsinu í dag þar sem hann kvartaði undan því að sumir samflokksmenn hans væru að reyna að grafa undan honum. „Repúblikanar verða að herða sig og berjast. Við erum með nokkra mjög góða bardagamenn en þeir verða að herða sig og berjast vegna þess að Demókratarnir eru að reyna að skemma fyrir Repúblikönum fyrir kosningarnar,“ sagði Trump og vísaði þar til forsetakosninganna sem haldnar verða eftir rúmt ár. Repúblikanar hafa hingað til ekki sýnt mikinn áhuga á því að Trump verði vikið úr starfi fyrir embættisbrot, en valdamiklir flokksmenn á borð við Mitt Romney, Lindsey Graham og Mitch McConnell hafa þó gagnrýnt forsetann að undanförnu, ekki síst fyrir það hvernig hann hefur haldið á málum í tengslum við innrás Tyrkja í Sýrland. Kvartaði Trump yfir því að Demókratar væru betri í því að standa saman en samflokksmenn hans. „Það er enginn Mitt Romney á meðal þeirra. Það er enginn svoleiðis þar. Þau standa saman,“ sagði Trump en í nýlegu viðtali gagnrýndi forsetaframbjóðandinn fyrrverandi Trump harðlega.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gagnrýnin kom Trump á óvart Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart. 20. október 2019 18:15 Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. 20. október 2019 16:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Gagnrýnin kom Trump á óvart Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart. 20. október 2019 18:15
Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. 20. október 2019 16:55