Gangi áætlanir Tesla upp munu um 1000 eintök af Tesla Model 3 rúlla út úr verksmiðjunni á viku. Ætlunin er að koma verksmiðjunni í gagnið á næstu vikum. Undirbúningur hefur verið í gangi í þónokkurn tíma. Framkvæmdir hófust í janúar.

Yfirvöld í Sjanghæ hafa aðstoðað Tesla við að koma verksmiðjunni á laggirnar og kínversk yfirvöld hafa ákveðið að 10% skattur á nýja bíla verði ekki lagður á Tesla bifreiðar.