Fimm létu lífið þegar óeirðarseggir réðust inn í fataverksmiðju í Santiago höfuðborg Chile í gærkvöldi.
Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga og hefur herinn skorist í leikinn og beitt táragasi og háþrýstivatnsbyssum á fólkið.
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í höfuðborginni og stendur til að gera slíkt hið sama í fleiri borgum í dag.
Mótmælin hófust þegar ríkisstjórn landsins ákvað að hækka fargjöld í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar og þrátt fyrir að hætt hafi verið við þá hækkun hafa mótmælin haldið áfram og snúast nú um þann ójöfnuð sem er á milli hinna ríku og annarra íbúa landsins.
Fimm létu lífið í óeirðum í Santíagó

Tengdar fréttir

Þrír létust í bruna í stórmarkaði í Chile
Mótmælin í Chile standa enn yfir og létust þrír í nótt eftir að eldur kviknaði í stórmarkaði í höfuðborginni Santiago.

Reyna að koma á frið í Santiago
Neyðarástandil var yfir í Santiago, höfuðborg Chile, vegna óeirða.

Maður finnur að fólk er virkilega óttaslegið
Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu.