Bæjarstjórinn segir mjög gott hljóð í íbúum Árborgar vegna alþjóðaflugvallar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. janúar 2019 21:00 Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, segir mjög gott hljóð í íbúum sveitarfélagsins vegna hugmyndar um að byggja alþjóðaflugvöll á mýrinni við Stokkseyri, en málið hefur verið kynnt fyrir landeigendum. Völlurinn yrði með þriggja kílómetra braut, á tveggja og hálfs ferkílómetra svæði og gæti kostað um 150 milljarða króna. Það var þétt skipaður bekkurinn í Ráðhúsi Árborgar síðdegis í gær þar sem landeigendur voru boðaðir á fund þar sem hugmyndin um nýja alþjóðaflugvöllinn var kynnt. Það eru bræðurnir Andri Björgvin og Sigtryggur Arnþórssynir, báðir lögfræðingar og Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali sem eru forsvarsmenn verkefnisins. Þeir segja að það mikilvægasta í málinu núna sé að fá viljayfirlýsingu frá Árborg um að farið verði í að kanna með alla möguleika verkefnisins. „Það er í rauninni grundvöllurinn, við erum ekki að fara að bora þarna eða setja niður veðurathugunarstöðvar í vanþökk sveitarfélagsins“, segir Andri Björgvin. „Ég geri ráði fyrir að viðskiptaáætlun yrði mjög jákvæð og veðurfarsathuganir verði mjög jákvæðar. Það er svolítið flókið varðandi jarðveginn, það þarf að skipta þarna út gríðarlegum jarðvegi til þess að gera þetta og svo er það náttúrulega umhverfismatið og afstaða íbúanna, það eru óljósu þættirnir held ég“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.En hvernig er hljóðið í íbúum varðandi flugvöllinn?„Það er mjög gott hljóð í íbúum finnst mér, mikill áhugi á að þetta verði skoðað.“Fjölmenni sótti fundinn þar sem skipst var á skoðunum á kostum og göllum flugvallarins í Árborg.Magnús HlynurÁætlanir gera ráð fyrir einni þriggja kílómetra flugbraut og nefnt var á fundinum að kostnaður við flugvöllinn gæti verið um 150 milljarðar króna. Það er þó alveg ljóst að mjög skiptar skoðanir eru á meðal íbúa um flugvöllinn, ekki síst hjá þeim sem búa á Stokkseyri og þar í kring. Guðnýju Rúnu Bjarkarsdóttir, íbúa á Stokkseyri, finnst hugmyndin um alþjóðaflugvöll í Stokkseyrarmýri galin. „Mér finnst hún frekar galin já, með fullri virðingu fyrir þeim sem eiga hlut að máli. Ég held að fólki lítist ekkert allt of vel á það að vera með þotuumferð yfir höfðinu á sér, flugvélar, sem eru að lenda og taka á loft, en ég tala að sjálfsögðu ekki fyrir aðra, en mér finnst að það eigi að bera málið undir okkur sem búum þarna“, segir Guðný. Páll Bjarnason, verkfræðingur hjá Eflu bendir hér á hugsanlega staðsetningu flugvallarins verði af byggingu hans í Stokkseyrarmýri.Ingimar Baldvinsson, sem rekur hestamiðstöðina Hólaborg rétt við Stokkseyri, er ánægður með hugmyndina að flugvellinum þó hann vilji ekki sjá hann í Stokkseyrarmýri, heldur frekar rétt hjá gatnamótum Eyrarbakka og Stokkseyrar þar sem er land í eigu Árborgar og ríkisins, sem afmarkast af Hraunsá í austri og hreppamarkaskurði í norður. „Mér finnst bara frábært að menn séu með svona hugmyndir og mjög gaman af því að fá stórar hugmyndir um nýjan flugvöll, það er sannarlega þörf á því,“ segir Ingimar.Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg sem segir hljóðið mjög gott í íbúum sveitarfélagsins gagnvart hugmyndinni um bygginu alþjóðaflugvallar í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Árborg Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Skipulag Stjórnsýsla Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, segir mjög gott hljóð í íbúum sveitarfélagsins vegna hugmyndar um að byggja alþjóðaflugvöll á mýrinni við Stokkseyri, en málið hefur verið kynnt fyrir landeigendum. Völlurinn yrði með þriggja kílómetra braut, á tveggja og hálfs ferkílómetra svæði og gæti kostað um 150 milljarða króna. Það var þétt skipaður bekkurinn í Ráðhúsi Árborgar síðdegis í gær þar sem landeigendur voru boðaðir á fund þar sem hugmyndin um nýja alþjóðaflugvöllinn var kynnt. Það eru bræðurnir Andri Björgvin og Sigtryggur Arnþórssynir, báðir lögfræðingar og Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali sem eru forsvarsmenn verkefnisins. Þeir segja að það mikilvægasta í málinu núna sé að fá viljayfirlýsingu frá Árborg um að farið verði í að kanna með alla möguleika verkefnisins. „Það er í rauninni grundvöllurinn, við erum ekki að fara að bora þarna eða setja niður veðurathugunarstöðvar í vanþökk sveitarfélagsins“, segir Andri Björgvin. „Ég geri ráði fyrir að viðskiptaáætlun yrði mjög jákvæð og veðurfarsathuganir verði mjög jákvæðar. Það er svolítið flókið varðandi jarðveginn, það þarf að skipta þarna út gríðarlegum jarðvegi til þess að gera þetta og svo er það náttúrulega umhverfismatið og afstaða íbúanna, það eru óljósu þættirnir held ég“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.En hvernig er hljóðið í íbúum varðandi flugvöllinn?„Það er mjög gott hljóð í íbúum finnst mér, mikill áhugi á að þetta verði skoðað.“Fjölmenni sótti fundinn þar sem skipst var á skoðunum á kostum og göllum flugvallarins í Árborg.Magnús HlynurÁætlanir gera ráð fyrir einni þriggja kílómetra flugbraut og nefnt var á fundinum að kostnaður við flugvöllinn gæti verið um 150 milljarðar króna. Það er þó alveg ljóst að mjög skiptar skoðanir eru á meðal íbúa um flugvöllinn, ekki síst hjá þeim sem búa á Stokkseyri og þar í kring. Guðnýju Rúnu Bjarkarsdóttir, íbúa á Stokkseyri, finnst hugmyndin um alþjóðaflugvöll í Stokkseyrarmýri galin. „Mér finnst hún frekar galin já, með fullri virðingu fyrir þeim sem eiga hlut að máli. Ég held að fólki lítist ekkert allt of vel á það að vera með þotuumferð yfir höfðinu á sér, flugvélar, sem eru að lenda og taka á loft, en ég tala að sjálfsögðu ekki fyrir aðra, en mér finnst að það eigi að bera málið undir okkur sem búum þarna“, segir Guðný. Páll Bjarnason, verkfræðingur hjá Eflu bendir hér á hugsanlega staðsetningu flugvallarins verði af byggingu hans í Stokkseyrarmýri.Ingimar Baldvinsson, sem rekur hestamiðstöðina Hólaborg rétt við Stokkseyri, er ánægður með hugmyndina að flugvellinum þó hann vilji ekki sjá hann í Stokkseyrarmýri, heldur frekar rétt hjá gatnamótum Eyrarbakka og Stokkseyrar þar sem er land í eigu Árborgar og ríkisins, sem afmarkast af Hraunsá í austri og hreppamarkaskurði í norður. „Mér finnst bara frábært að menn séu með svona hugmyndir og mjög gaman af því að fá stórar hugmyndir um nýjan flugvöll, það er sannarlega þörf á því,“ segir Ingimar.Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg sem segir hljóðið mjög gott í íbúum sveitarfélagsins gagnvart hugmyndinni um bygginu alþjóðaflugvallar í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur
Árborg Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Skipulag Stjórnsýsla Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira