Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2019 09:02 Hvarf Önnu-Elisabethar er fyrirferðamikið á forsíðum norsku miðlanna. Ekkert hefur spurst til Önnu-Elisabethar Falkevik Hagen, húsmóður og eiginkonu eins ríkasta manns Noregs, í tíu vikur. Lögregla óttast að henni hafi verið rænt en algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú.Krefjast milljarðs í rafmynt Norska dagblaðið Aftenposten greindi fyrst frá málinu í morgun. Í frétt blaðsins segir að Falkevik-Hagen hafi horfið af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi utan við Ósló þann 31. október síðastliðinn. Haft er eftir lögreglu að ekkert bendi til þess að brotist hafi verið inn í húsið en algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag. Þá hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.Talið er að Falkevig-Hagen af verið rænt af heimili þeirra hjóna í Lørenskógi utan við Ósló fyrir tíu vikum síðan.Vísir/GettySamkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið rannsakað sem mannrán. Mannræningjarnir eru sagðir hafa haft samband við lögreglu í gegnum netið með kröfu um lausnargjald, níu milljónir evra í rafmynt sem jafngildir um milljarði íslenskra króna. Þá eru þeir sagðir hafa hótað Falkevig-Hagen grófum líkamsmeiðingum verði ekki orðið við kröfum þeirra.Ræningjarnir komust á sporið eftir umfjöllun um ríkidæmið Falkevik-Hagen er 68 ára gömul, gift norska milljarðamæringnum Tom Hagen og á með honum þrjú uppkomin börn. Hagen er í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir 400 ríkustu einstaklinga Noregs. Í nýlegri umfjöllun blaðsins Dagens Næringsliv er greint frá því að Hagen hafi þénað milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. Aftenposten heldur því fram að umfjöllunin hafi kveikt áhuga mannræningjanna á eiginkonu Hagens. Hann kveðst ekki vilja tjá sig um málið fyrr en síðar í dag.Blaðamannafundur um málið síðar í dag Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang kemur fram að alþjóðleg lögregluyfirvöld, Interpol og Europol, komi að rannsókn málsins. Þá er deild norsku lögreglunnar sem sérhæfir sig í mannránum og viðræðum við hryðjuverkamenn einnig viðriðin rannsóknina. Gengið er út frá því að Falkevig-Hagen hafi verið rænt af heimili sínu miðvikudaginn 31. október síðastliðinn. Þá byggir kenning lögreglu á því að ráðist hafi verið á hana inni á baðherbergi í húsinu. Samkvæmt frétt VG fundust skilaboð á vettvangi þar sem sagði að ef haft yrði samband við lögreglu yrði Falkevig-Hagen ráðinn bani. Samkvæmt norskum fjölmiðlum er málið fyrsta sinnar tegundar í Noregi, þ.e. þar sem mannræningjar krefjast rafmyntar í lausnargjald. Norska lögreglan mun halda blaðamannafund vegna málsins klukkan ellefu í dag að norskum tíma eða klukkan tíu að íslenskum. Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Önnu-Elisabethar Falkevik Hagen, húsmóður og eiginkonu eins ríkasta manns Noregs, í tíu vikur. Lögregla óttast að henni hafi verið rænt en algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú.Krefjast milljarðs í rafmynt Norska dagblaðið Aftenposten greindi fyrst frá málinu í morgun. Í frétt blaðsins segir að Falkevik-Hagen hafi horfið af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi utan við Ósló þann 31. október síðastliðinn. Haft er eftir lögreglu að ekkert bendi til þess að brotist hafi verið inn í húsið en algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag. Þá hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.Talið er að Falkevig-Hagen af verið rænt af heimili þeirra hjóna í Lørenskógi utan við Ósló fyrir tíu vikum síðan.Vísir/GettySamkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið rannsakað sem mannrán. Mannræningjarnir eru sagðir hafa haft samband við lögreglu í gegnum netið með kröfu um lausnargjald, níu milljónir evra í rafmynt sem jafngildir um milljarði íslenskra króna. Þá eru þeir sagðir hafa hótað Falkevig-Hagen grófum líkamsmeiðingum verði ekki orðið við kröfum þeirra.Ræningjarnir komust á sporið eftir umfjöllun um ríkidæmið Falkevik-Hagen er 68 ára gömul, gift norska milljarðamæringnum Tom Hagen og á með honum þrjú uppkomin börn. Hagen er í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir 400 ríkustu einstaklinga Noregs. Í nýlegri umfjöllun blaðsins Dagens Næringsliv er greint frá því að Hagen hafi þénað milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. Aftenposten heldur því fram að umfjöllunin hafi kveikt áhuga mannræningjanna á eiginkonu Hagens. Hann kveðst ekki vilja tjá sig um málið fyrr en síðar í dag.Blaðamannafundur um málið síðar í dag Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang kemur fram að alþjóðleg lögregluyfirvöld, Interpol og Europol, komi að rannsókn málsins. Þá er deild norsku lögreglunnar sem sérhæfir sig í mannránum og viðræðum við hryðjuverkamenn einnig viðriðin rannsóknina. Gengið er út frá því að Falkevig-Hagen hafi verið rænt af heimili sínu miðvikudaginn 31. október síðastliðinn. Þá byggir kenning lögreglu á því að ráðist hafi verið á hana inni á baðherbergi í húsinu. Samkvæmt frétt VG fundust skilaboð á vettvangi þar sem sagði að ef haft yrði samband við lögreglu yrði Falkevig-Hagen ráðinn bani. Samkvæmt norskum fjölmiðlum er málið fyrsta sinnar tegundar í Noregi, þ.e. þar sem mannræningjar krefjast rafmyntar í lausnargjald. Norska lögreglan mun halda blaðamannafund vegna málsins klukkan ellefu í dag að norskum tíma eða klukkan tíu að íslenskum.
Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52
Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11