Segir Minjastofnun beita skyndifriðlýsingu til að hafa áhrif á hönnun hótelsins Birgir Olgeirsson skrifar 8. janúar 2019 22:00 Frá framkvæmdum á Landsímareitnum sem hófust í fyrra. Vísir/Vilhelm Minjastofnun Íslands ákvað í dag að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til 1838 þegar hann var lagður niður. Sama dag ákvað Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að fallast á tillögu Minjastofnunar um að friðlýsa Víkurkirkjugarð sem er utan byggingarreit Lindarvatns á Landsímareitnum. Lindarvatn hefur undanfarið unnið að því að reisa hótel á byggingarreitnum í Miðborg Reykjavíkur en Minjastofnun er ósátt við fyrirhugaðan inngang að hótelinu sem mun snúa að Víkurkirkjugarði.Teikning sem var notuð þegar framkvæmdirnar voru kynntar.MYND/LINDARVATN EHFJóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir ákvörðun Minjastofnunar um skyndifriðlýsinguna koma sér verulega á óvart. Skyndifriðunin gildir í sex vikur og mun Minjastofnun fara þess á leit við ráðherra að friðlýsa svæðið til frambúðar. Segir Jóhannes að hann vonist til að ákvörðun Minjastofnunar sé á misskilningi byggð og hún verði dregin til baka. Ef ekki þá munu forsvarsmenn Lindarvatns mótmæla henni en Jóhannes segir ákvörðunina augljóslega ólögmæta og að stofnunin sé að baka sér skaðabótaskyldu með þessu áframhaldi.Framkvæmdir óheimilar vegna skyndifriðunar Í ákvörðun Minjastofnunar um skyndifriðunina kemur fram að um sé að ræða austasta hluta hins forna Víkurkirkjugarðs eins og hann var er garðurinn var aflagður árið 1838. Er það mat Minjastofnunar að hann teljist til fornminja sem kirkjugarður og sem minjastaður sem tengist siðum og venjum. Felur ákvörðunin í sér að lagt sé til að friðlýsingarsvæði Víkurkirkjugarðs verði stækkað en Minjastofnun segir á vef sínum að ljóst sé af samskiptum við lóðarhafa í lok desember árið 2018 að þeir hafi ekki í hyggju að breyta inngangi hótelsins eins og Minjastofnun hafði lagt til og hafði ástæðu til að ætla að hefði verið samþykkt. „Þess í stað eru nú mögulega áform um tvo innganga sem vísa að Víkurgarði og ljóst að ætlunin er að nýta garðinn sem aðkomusvæði hótelsins. Slíkt er algerlega óásættanlegt af hálfu Minjastofnunar Íslands eins og ítrekað hefur komið fram á fundum og í erindum til lóðarhafa,“ segir á vef Minjastofnunar. Skyndifriðunin hefur það í för með sér að allar framkvæmdir á umræddu svæði eru óheimilar.Jóhannes Stefánsson segir í samtali við Vísi að starfsmönnum Minjastofnunar sé kunnugt um að engar minjar séu á svæðinu sem var ákveðið að skyndifriðlýsa.Veltir fyrir sér muninum á núverandi umferð Hann segir að Minjastofnun hafi ekki gert neinar athugasemdir við inngang hótelsins á þeim tíma sem hægt var að skila inn athugasemdum í skipulagsferlinu. „Það er eins og Minjastofnun ætli að fara ákveðna fjallabaksleið til að fá vilja sínum framgengt um hönnun hótelsins. Það gerir stofnunin með því að beita íþyngjandi valdheimildum sem ekki er lagastoð fyrir en það kann að vera að þetta sé misskilningur. Það skýrist vonandi á næstu dögum,“ segir Jóhannes. Hann veltir einnig fyrir sér af hverju inngangur megi ekki vera á þessu svæði. Hann bendir á að þetta svæði hafi um árabil verið notað af gangandi vegfarendum og þarna séu verslanir og veitingastaðir og íbúðir. Hann segist ekki átta sig á því hvernig sú umferð er ólík þeirri sem mun fara um inngang hótelsins og hvernig hún mun hafa aukið rask í för með sér á minjum sem liggja í jörðu utan byggingarsvæðisins.Segir starfsmenn hafa mótmælt innganginumKristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður MinjastofnunarKristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, sagðist lítið geta tjáð sig um skyndifriðunina sem tók gildi í dag. Spurð hvort það sé rétt að Minjastofnun hafi engar athugasemdir gert við innganginn þegar svæðið var auglýst undir skipulag segir hún að engar upplýsingar hafi legið fyrir um innganginn þegar deiliskipulagið var auglýst. Hefði það verið ljóst segir Kristín að starfsmenn Minjastofnunar hefðu svo sannarlega gert athugasemd við það, sem þeir hafa síðan gert á öllum stigum í samræðum við hönnuði hótelsins, eigendur og framkvæmdaaðila. Jóhannes segir að það sé ekki rétt að fulltrúum Minjastofnunar hafi ekki verið kunnugt um fyrirhugaða staðsetningu innganga enda hafi starfsmennirnir fengið tvær kynningar af hönnuðum verkefnisins þar sem farið var sérstaklega yfir fyrirhugað staðsetningu innganga. Þetta komi einnig fram í fundargerðum sem hafi verið haldnar um þessar kynningar og megi glögglega sjá af kynningunum sjálfum. Jóhannes segir að þar að auki komi skýrt fram í afstöðumyndum deiliskipulagsins annars vegar og skipulagsskilmálum hins vegar að inngangur hafi verið fyrirhugaður í Víkurgarði. Tengdar fréttir Segir framkvæmdir fara fram á Landssímareitnum, ekki Víkurgarði Það er Lindarvatn sem reisir hótelið en framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jóhannes Stefánsson, sendi fjölmiðlum orðsendingu í dag þar sem tekið er fram að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði, sem einnig er þekktur sem Fógetagarður. 29. september 2018 14:39 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Minjastofnun Íslands ákvað í dag að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til 1838 þegar hann var lagður niður. Sama dag ákvað Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að fallast á tillögu Minjastofnunar um að friðlýsa Víkurkirkjugarð sem er utan byggingarreit Lindarvatns á Landsímareitnum. Lindarvatn hefur undanfarið unnið að því að reisa hótel á byggingarreitnum í Miðborg Reykjavíkur en Minjastofnun er ósátt við fyrirhugaðan inngang að hótelinu sem mun snúa að Víkurkirkjugarði.Teikning sem var notuð þegar framkvæmdirnar voru kynntar.MYND/LINDARVATN EHFJóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir ákvörðun Minjastofnunar um skyndifriðlýsinguna koma sér verulega á óvart. Skyndifriðunin gildir í sex vikur og mun Minjastofnun fara þess á leit við ráðherra að friðlýsa svæðið til frambúðar. Segir Jóhannes að hann vonist til að ákvörðun Minjastofnunar sé á misskilningi byggð og hún verði dregin til baka. Ef ekki þá munu forsvarsmenn Lindarvatns mótmæla henni en Jóhannes segir ákvörðunina augljóslega ólögmæta og að stofnunin sé að baka sér skaðabótaskyldu með þessu áframhaldi.Framkvæmdir óheimilar vegna skyndifriðunar Í ákvörðun Minjastofnunar um skyndifriðunina kemur fram að um sé að ræða austasta hluta hins forna Víkurkirkjugarðs eins og hann var er garðurinn var aflagður árið 1838. Er það mat Minjastofnunar að hann teljist til fornminja sem kirkjugarður og sem minjastaður sem tengist siðum og venjum. Felur ákvörðunin í sér að lagt sé til að friðlýsingarsvæði Víkurkirkjugarðs verði stækkað en Minjastofnun segir á vef sínum að ljóst sé af samskiptum við lóðarhafa í lok desember árið 2018 að þeir hafi ekki í hyggju að breyta inngangi hótelsins eins og Minjastofnun hafði lagt til og hafði ástæðu til að ætla að hefði verið samþykkt. „Þess í stað eru nú mögulega áform um tvo innganga sem vísa að Víkurgarði og ljóst að ætlunin er að nýta garðinn sem aðkomusvæði hótelsins. Slíkt er algerlega óásættanlegt af hálfu Minjastofnunar Íslands eins og ítrekað hefur komið fram á fundum og í erindum til lóðarhafa,“ segir á vef Minjastofnunar. Skyndifriðunin hefur það í för með sér að allar framkvæmdir á umræddu svæði eru óheimilar.Jóhannes Stefánsson segir í samtali við Vísi að starfsmönnum Minjastofnunar sé kunnugt um að engar minjar séu á svæðinu sem var ákveðið að skyndifriðlýsa.Veltir fyrir sér muninum á núverandi umferð Hann segir að Minjastofnun hafi ekki gert neinar athugasemdir við inngang hótelsins á þeim tíma sem hægt var að skila inn athugasemdum í skipulagsferlinu. „Það er eins og Minjastofnun ætli að fara ákveðna fjallabaksleið til að fá vilja sínum framgengt um hönnun hótelsins. Það gerir stofnunin með því að beita íþyngjandi valdheimildum sem ekki er lagastoð fyrir en það kann að vera að þetta sé misskilningur. Það skýrist vonandi á næstu dögum,“ segir Jóhannes. Hann veltir einnig fyrir sér af hverju inngangur megi ekki vera á þessu svæði. Hann bendir á að þetta svæði hafi um árabil verið notað af gangandi vegfarendum og þarna séu verslanir og veitingastaðir og íbúðir. Hann segist ekki átta sig á því hvernig sú umferð er ólík þeirri sem mun fara um inngang hótelsins og hvernig hún mun hafa aukið rask í för með sér á minjum sem liggja í jörðu utan byggingarsvæðisins.Segir starfsmenn hafa mótmælt innganginumKristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður MinjastofnunarKristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, sagðist lítið geta tjáð sig um skyndifriðunina sem tók gildi í dag. Spurð hvort það sé rétt að Minjastofnun hafi engar athugasemdir gert við innganginn þegar svæðið var auglýst undir skipulag segir hún að engar upplýsingar hafi legið fyrir um innganginn þegar deiliskipulagið var auglýst. Hefði það verið ljóst segir Kristín að starfsmenn Minjastofnunar hefðu svo sannarlega gert athugasemd við það, sem þeir hafa síðan gert á öllum stigum í samræðum við hönnuði hótelsins, eigendur og framkvæmdaaðila. Jóhannes segir að það sé ekki rétt að fulltrúum Minjastofnunar hafi ekki verið kunnugt um fyrirhugaða staðsetningu innganga enda hafi starfsmennirnir fengið tvær kynningar af hönnuðum verkefnisins þar sem farið var sérstaklega yfir fyrirhugað staðsetningu innganga. Þetta komi einnig fram í fundargerðum sem hafi verið haldnar um þessar kynningar og megi glögglega sjá af kynningunum sjálfum. Jóhannes segir að þar að auki komi skýrt fram í afstöðumyndum deiliskipulagsins annars vegar og skipulagsskilmálum hins vegar að inngangur hafi verið fyrirhugaður í Víkurgarði.
Tengdar fréttir Segir framkvæmdir fara fram á Landssímareitnum, ekki Víkurgarði Það er Lindarvatn sem reisir hótelið en framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jóhannes Stefánsson, sendi fjölmiðlum orðsendingu í dag þar sem tekið er fram að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði, sem einnig er þekktur sem Fógetagarður. 29. september 2018 14:39 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Segir framkvæmdir fara fram á Landssímareitnum, ekki Víkurgarði Það er Lindarvatn sem reisir hótelið en framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jóhannes Stefánsson, sendi fjölmiðlum orðsendingu í dag þar sem tekið er fram að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði, sem einnig er þekktur sem Fógetagarður. 29. september 2018 14:39