Minnissjúkdómar Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 9. janúar 2019 07:00 Minningar tengja okkur við vini og ástvini. Þess vegna tökum við ljósmyndir, geymum alls konar hluti á hinum og þessum stöðum í híbýlum okkar og erum alltaf að segja sögur. Við erum vegna þess að við munum. Það er uppsöfnuð og varðveitt reynsla okkar sem veldur því að við getum ráðið í umhverfið, fundið öryggi í samfélagi við fólk og jafnvel gert okkur í hugarlund atburðarás áður en hún verður. Þess vegna eru fáir sjúkdómar jafn þjáningarfullir og minnissjúkdómar. Einstaklingur sem man ekki sögu sína er sviptur sjálfum sér því það býr í mannlegu eðli að safna sögum, varðveita minningar og reynslu. Fjölskylda sem ekki rifjar upp og segir sögur gliðnar með tímanum. Við sem höfum átt minnissjúkan ástvin vitum hvað það er langt og átakamikið sorgarferli að sjá hinn veika hverfa hægt en ákveðið inn í græna landið sem tilheyrir ekki okkur. Við verðum vitni að því á löngum tíma hvernig vöggugjafirnar eru teknar í burtu og sameiginleg saga þurrkast út og við sitjum jafnvel með minningar sem ekki er hægt að deila með öðrum. Það verða einmana minningar. Ég heyri stundum þá fullyrðingu að það sé til lítils að heimsækja heilabilaða einstaklinga af því að þeir muni ekkert. En það er eitt sem aldrei þurrkast út, það er þörfin fyrir nánd. Ástvinur sem man ekki lengur þarf áfram nánd og umhyggju. Ég hef líka lært það að kærleikur, þolinmæði og húmor eru eiginleikar sem hjálpa í glímu við minnissjúkdóma. Og til að skapa öryggi er mikilvægt að vera ekki í stöðugum leiðréttingum heldur leiða samtal og nærveru inn á kunnuglegar brautir. Gamlar hefðir, tónlist og uppáhaldsmatur eru verkfæri sem gott er að styðjast við. Gleymum ekki hinum gleymnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Minningar tengja okkur við vini og ástvini. Þess vegna tökum við ljósmyndir, geymum alls konar hluti á hinum og þessum stöðum í híbýlum okkar og erum alltaf að segja sögur. Við erum vegna þess að við munum. Það er uppsöfnuð og varðveitt reynsla okkar sem veldur því að við getum ráðið í umhverfið, fundið öryggi í samfélagi við fólk og jafnvel gert okkur í hugarlund atburðarás áður en hún verður. Þess vegna eru fáir sjúkdómar jafn þjáningarfullir og minnissjúkdómar. Einstaklingur sem man ekki sögu sína er sviptur sjálfum sér því það býr í mannlegu eðli að safna sögum, varðveita minningar og reynslu. Fjölskylda sem ekki rifjar upp og segir sögur gliðnar með tímanum. Við sem höfum átt minnissjúkan ástvin vitum hvað það er langt og átakamikið sorgarferli að sjá hinn veika hverfa hægt en ákveðið inn í græna landið sem tilheyrir ekki okkur. Við verðum vitni að því á löngum tíma hvernig vöggugjafirnar eru teknar í burtu og sameiginleg saga þurrkast út og við sitjum jafnvel með minningar sem ekki er hægt að deila með öðrum. Það verða einmana minningar. Ég heyri stundum þá fullyrðingu að það sé til lítils að heimsækja heilabilaða einstaklinga af því að þeir muni ekkert. En það er eitt sem aldrei þurrkast út, það er þörfin fyrir nánd. Ástvinur sem man ekki lengur þarf áfram nánd og umhyggju. Ég hef líka lært það að kærleikur, þolinmæði og húmor eru eiginleikar sem hjálpa í glímu við minnissjúkdóma. Og til að skapa öryggi er mikilvægt að vera ekki í stöðugum leiðréttingum heldur leiða samtal og nærveru inn á kunnuglegar brautir. Gamlar hefðir, tónlist og uppáhaldsmatur eru verkfæri sem gott er að styðjast við. Gleymum ekki hinum gleymnu.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun