Demókratar krefjast þess að fá að svara ávarpi Trump Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2019 07:55 Sama dag og Trump bað sjónvarpsstöðvar um að sýna ávarp sitt endurtók hann fyrri fullyrðingar sínar um að fjölmiðlar væru raunverulegir óvinir bandarísku þjóðarinnar. Vísir/EPA Stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna hafa samþykkt að rjúfa hefðbundna dagskrá sína í kvöld og sýna sjónvarpsávarp Donalds Trump forseta. Demókratar krefjast sambærilegs útsendingartíma til að svara forsetanum sem sé gjarn á að ljúga. Trump tilkynnti um ávarpið í tísti í gær og sagði það munu fjalla um „mannúðar- og þjóðaröryggisneyðarástandið“ á landamærunum að Mexíkó. Forsetinn hefur hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til að reisa umdeildan múr á landamærunum án samþykkis Bandaríkjaþings. Alls óvíst er hvort að forsetinn hafi heimild til þess. Sjónvarpsstöðvarnar CBS, NBC, ABC, CNN, PBS, C-SPAN, Fox News, Fox Business og Telemundo höfðu allar fallist á kröfu Hvíta hússins um sjónvarpsávarpið í gærkvöldi. Washington Post segir að búist sé við að ávarpið verði um átta mínútna langt. Það verður sent út klukkan tvö að íslenskum tíma. Þetta verður í fyrsta skipti sem Trump ávarpar bandarísku þjóðina með þessum hætti. Leiðtogar demókrata hafa krafist þess að fá jafnlangan tíma til að svara ávarpinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Charles Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata í öldungadeildinni, segja þau að ef marka megi fyrri yfirlýsingar forsetans megi búast við því að ávarp forsetans verði fullt af „illvilja og rangfærslum“. CNN hefur sagst ætla að senda út andsvar demókrata en ekki liggur fyrir hver flytur það.CNN plans to take the Democratic response live, the network announces; it's unclear who will deliver the Dem speech— Manu Raju (@mkraju) January 8, 2019 Ákvörðun sjónvarpsstöðvanna um að senda út ávarp forsetans er umdeild. Þeim ber engin lagaleg skylda til að sjónvarpa því og stöðvar hafa áður neitað að gera það. Þannig höfnuðu ABC, CBS, Fox og NBC að sýna ræðu Baracks Obama, fyrrverandi forseta, um innflytjendamál árið 2014. Þá hefur fjöldi fréttamanna haft efasemdir um réttmæti þess að senda út yfirlýsingar forsetans í beinni útsendingu vegna þess hversu mjög hann bjagar sannleikann þegar hann tjáir sig. Fullyrðingar Trump og ríkisstjórnar hans um meint neyðarástand á landamærunum hafa verið dregnar verulega í efa, ekki síst staðhæfingar um að hryðjuverkamenn streymi yfir þau. Ávarpið kemur á tíma þegar þriðjungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í rúmar tvær vikur. Útgjaldafrumvörp sem hefðu fjármagnað rekstur þeirra biðu skipsbrot í þinginu þegar Trump sagðist myndu neita að staðfesta þau nema í þeim fælist 5,6 milljarða dollara fjárveiting til landamæramúrsins. Demókratar, sem tóku við meirihluta í fulltrúadeild þingsins í byrjun árs, vilja ekkert með múrinn hafa. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45 Trump kvikar ekki frá kröfunni um landamæramúrinn Í bréfi Hvíta hússins til leiðtoga á þingi er áfram krafist milljarða dollara í landamæramúrinn. Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í rúmar tvær vikur. 6. janúar 2019 23:09 Mest lesið Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna hafa samþykkt að rjúfa hefðbundna dagskrá sína í kvöld og sýna sjónvarpsávarp Donalds Trump forseta. Demókratar krefjast sambærilegs útsendingartíma til að svara forsetanum sem sé gjarn á að ljúga. Trump tilkynnti um ávarpið í tísti í gær og sagði það munu fjalla um „mannúðar- og þjóðaröryggisneyðarástandið“ á landamærunum að Mexíkó. Forsetinn hefur hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til að reisa umdeildan múr á landamærunum án samþykkis Bandaríkjaþings. Alls óvíst er hvort að forsetinn hafi heimild til þess. Sjónvarpsstöðvarnar CBS, NBC, ABC, CNN, PBS, C-SPAN, Fox News, Fox Business og Telemundo höfðu allar fallist á kröfu Hvíta hússins um sjónvarpsávarpið í gærkvöldi. Washington Post segir að búist sé við að ávarpið verði um átta mínútna langt. Það verður sent út klukkan tvö að íslenskum tíma. Þetta verður í fyrsta skipti sem Trump ávarpar bandarísku þjóðina með þessum hætti. Leiðtogar demókrata hafa krafist þess að fá jafnlangan tíma til að svara ávarpinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Charles Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata í öldungadeildinni, segja þau að ef marka megi fyrri yfirlýsingar forsetans megi búast við því að ávarp forsetans verði fullt af „illvilja og rangfærslum“. CNN hefur sagst ætla að senda út andsvar demókrata en ekki liggur fyrir hver flytur það.CNN plans to take the Democratic response live, the network announces; it's unclear who will deliver the Dem speech— Manu Raju (@mkraju) January 8, 2019 Ákvörðun sjónvarpsstöðvanna um að senda út ávarp forsetans er umdeild. Þeim ber engin lagaleg skylda til að sjónvarpa því og stöðvar hafa áður neitað að gera það. Þannig höfnuðu ABC, CBS, Fox og NBC að sýna ræðu Baracks Obama, fyrrverandi forseta, um innflytjendamál árið 2014. Þá hefur fjöldi fréttamanna haft efasemdir um réttmæti þess að senda út yfirlýsingar forsetans í beinni útsendingu vegna þess hversu mjög hann bjagar sannleikann þegar hann tjáir sig. Fullyrðingar Trump og ríkisstjórnar hans um meint neyðarástand á landamærunum hafa verið dregnar verulega í efa, ekki síst staðhæfingar um að hryðjuverkamenn streymi yfir þau. Ávarpið kemur á tíma þegar þriðjungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í rúmar tvær vikur. Útgjaldafrumvörp sem hefðu fjármagnað rekstur þeirra biðu skipsbrot í þinginu þegar Trump sagðist myndu neita að staðfesta þau nema í þeim fælist 5,6 milljarða dollara fjárveiting til landamæramúrsins. Demókratar, sem tóku við meirihluta í fulltrúadeild þingsins í byrjun árs, vilja ekkert með múrinn hafa.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45 Trump kvikar ekki frá kröfunni um landamæramúrinn Í bréfi Hvíta hússins til leiðtoga á þingi er áfram krafist milljarða dollara í landamæramúrinn. Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í rúmar tvær vikur. 6. janúar 2019 23:09 Mest lesið Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45
Trump kvikar ekki frá kröfunni um landamæramúrinn Í bréfi Hvíta hússins til leiðtoga á þingi er áfram krafist milljarða dollara í landamæramúrinn. Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í rúmar tvær vikur. 6. janúar 2019 23:09