Lífgjöf Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Í Áramótaskaupinu, þegar sungið var í spurn hvort hommar væru kannski menn, var enn á ný, og vonandi í síðasta skipti, kallað eftir nútímalegri nálgun til blóðgjafa karla sem stunda kynlíf með öðrum körlum (MSM). Það er fyrir löngu orðið tímabært að innleiða nýjar aðferðir og viðhorf í blóðgjöf á Íslandi. Vert er að minna á það að í umfjöllun síðustu daga um blóðgjöf hefur ítrekað verið rætt um blóðgjafir homma. Kynhneigð kemur á engan hátt málinu við. Allir hommar stunda kynlíf með körlum, en ekki allir karlmenn sem stunda kynlíf með körlum eru hommar. Spurningin snýst um vissa áhættuhegðun, ekki kynverund. Síðar í þessum mánuði er von á áliti frá ráðgjafarnefnd um blóðgjafaþjónustu um hvort slaka beri á þeim reglum sem gilda hér á landi um blóðgjafir þessa hóps. Á meðan þessi vinna stóð yfir lýsti sóttvarnalæknir þeirri skoðun að, með teknu tilliti til reynslu og áhættumats annarra þjóða, „þá komi vel til álita að heimila MSM að gefa blóð að undangengnu 6 mánaða kynlífsbindindi“. Í dag er karlmönnum sem stundað hafa kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Þessi aðferð, sem vissulega mátti færa rök fyrir á sínum tíma, er fyrst og fremst varúðarráðstöfun sem gripið var til þegar aðstæður voru sannarlega aðrar en þær eru í dag. Í dag, í krafti nútíma greiningartækni og dýpri þekkingar á þeim blóðsjúkdómum (HIV, lifrarbólgu B og C) sem algengari eru í þessum hópi en öðrum, er vel hægt að færa áhersluna frá varúðarráðstöfun og í kerfi sem byggir á áhættustýringu; kerfi sem grundvallað er á nýjustu vísindaþekkingu, umhyggju og skilningi. Þetta er fordæmi sem margar þjóðir hafa sett á síðustu 20 árum með því að útrýma altæku banni við blóðgjöf MSM-hópsins, eða takmarka frestanir á blóðgjöfum og þess í stað innleitt persónubundið áhættumat sem byggir á skimunum. Almennt séð hafa þessar breytingar gefið góða raun. Réttur blóðþegans til að fá örugga blóðgjöf er og verður frumskilyrði blóðgjafakerfisins. Á því verður engin breyting. En hornsteinn þessa kerfis er blóðgjafinn og lífgjöf hans. Og sem slíkir eiga blóðgjafar skilið að tekið sé tillit til ábendinga og áhyggja þeirra. Ósérplægni, eða einfaldlega mannkærleikur, er einstaklingsbundin tilhneiging, en um leið mikið samfélagslegt mótunarafl. Þessa tilhneigingu núverandi og mögulegra blóðgjafa verður að vernda. Hún er, rétt eins og blóðið sem rennur í æðum þeirra, sjaldgæf verðmæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Áramótaskaupinu, þegar sungið var í spurn hvort hommar væru kannski menn, var enn á ný, og vonandi í síðasta skipti, kallað eftir nútímalegri nálgun til blóðgjafa karla sem stunda kynlíf með öðrum körlum (MSM). Það er fyrir löngu orðið tímabært að innleiða nýjar aðferðir og viðhorf í blóðgjöf á Íslandi. Vert er að minna á það að í umfjöllun síðustu daga um blóðgjöf hefur ítrekað verið rætt um blóðgjafir homma. Kynhneigð kemur á engan hátt málinu við. Allir hommar stunda kynlíf með körlum, en ekki allir karlmenn sem stunda kynlíf með körlum eru hommar. Spurningin snýst um vissa áhættuhegðun, ekki kynverund. Síðar í þessum mánuði er von á áliti frá ráðgjafarnefnd um blóðgjafaþjónustu um hvort slaka beri á þeim reglum sem gilda hér á landi um blóðgjafir þessa hóps. Á meðan þessi vinna stóð yfir lýsti sóttvarnalæknir þeirri skoðun að, með teknu tilliti til reynslu og áhættumats annarra þjóða, „þá komi vel til álita að heimila MSM að gefa blóð að undangengnu 6 mánaða kynlífsbindindi“. Í dag er karlmönnum sem stundað hafa kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Þessi aðferð, sem vissulega mátti færa rök fyrir á sínum tíma, er fyrst og fremst varúðarráðstöfun sem gripið var til þegar aðstæður voru sannarlega aðrar en þær eru í dag. Í dag, í krafti nútíma greiningartækni og dýpri þekkingar á þeim blóðsjúkdómum (HIV, lifrarbólgu B og C) sem algengari eru í þessum hópi en öðrum, er vel hægt að færa áhersluna frá varúðarráðstöfun og í kerfi sem byggir á áhættustýringu; kerfi sem grundvallað er á nýjustu vísindaþekkingu, umhyggju og skilningi. Þetta er fordæmi sem margar þjóðir hafa sett á síðustu 20 árum með því að útrýma altæku banni við blóðgjöf MSM-hópsins, eða takmarka frestanir á blóðgjöfum og þess í stað innleitt persónubundið áhættumat sem byggir á skimunum. Almennt séð hafa þessar breytingar gefið góða raun. Réttur blóðþegans til að fá örugga blóðgjöf er og verður frumskilyrði blóðgjafakerfisins. Á því verður engin breyting. En hornsteinn þessa kerfis er blóðgjafinn og lífgjöf hans. Og sem slíkir eiga blóðgjafar skilið að tekið sé tillit til ábendinga og áhyggja þeirra. Ósérplægni, eða einfaldlega mannkærleikur, er einstaklingsbundin tilhneiging, en um leið mikið samfélagslegt mótunarafl. Þessa tilhneigingu núverandi og mögulegra blóðgjafa verður að vernda. Hún er, rétt eins og blóðið sem rennur í æðum þeirra, sjaldgæf verðmæti.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar