Prófessor útskýrir hvers vegna við segjum sautjánhundruð og súrkál en Færeyingar átjánhundruð og grænkál Birgir Olgeirsson skrifar 7. janúar 2019 16:46 Myndin tengist efni fréttar ekki beint. Vísir/Getty Eitt af vinsælustu tístunum á Íslandi í dag er frá ungri konu sem benti á að í Færeyjum segja menn átján hundruð og grænkál en á Íslandi er það að sjálfsögðu sautján hundruð og súrkál. Þetta varð til þess að margir fóru að velta fyrir sér uppruna þessa orðasambands en það vill svo heppilega til að á Vísindavef Háskóla Íslands er að finna svar frá íslenskufræðingnum Guðrúnu Kvaran þar sem hún svarar hvaða orðasambandið sautjánhundruð og súrkál kemur?Ég vil að allir viti að í færeysku segir maður “átjánhundruð og grænkál” í staðinn fyrir “sautjánhundruðu og súrkál” pic.twitter.com/dhZjw472Im— Eva Ragnarsd. Kamban (@evakamban) January 5, 2019 Guðrún segir í samtali við Vísi að hún ímyndi sér að þetta orðasambandið sé fengið frá Dönum en í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog over det danske sprog, sem nær frá 1700 til 1950, sé að finna atten hundrede og hvidkål og er lýsingin á notkuninni svipuð á þeirri íslensku. Er gripið til þess að nota kál sem ótilgreindan lokalið árs þegar viðkomandi man ekki í bili nákvæmlega hvaða ár eitthvað gerðist. Guðrún segir Íslendinga einnig hafa notast við sextán hundruð og súrkál og fleiri ártöl og segist ímynda sér að Íslendingar hafi gripið til þess káls sem var gnótt af hverju sinni. Íslendingar þurftu að setja sitt kál í súr til að drýgja það ólíkt Dönum sem höfðu gott aðgengi að fersku hvítkáli. Guðrún bendir á að grænkál geti verið lengi í mold í Færeyjum því þar sé lítið um næturfrost fyrr en seint á vetri og mögulega það kál sem Færeyingar nýttu best. Færeyjar Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
Eitt af vinsælustu tístunum á Íslandi í dag er frá ungri konu sem benti á að í Færeyjum segja menn átján hundruð og grænkál en á Íslandi er það að sjálfsögðu sautján hundruð og súrkál. Þetta varð til þess að margir fóru að velta fyrir sér uppruna þessa orðasambands en það vill svo heppilega til að á Vísindavef Háskóla Íslands er að finna svar frá íslenskufræðingnum Guðrúnu Kvaran þar sem hún svarar hvaða orðasambandið sautjánhundruð og súrkál kemur?Ég vil að allir viti að í færeysku segir maður “átjánhundruð og grænkál” í staðinn fyrir “sautjánhundruðu og súrkál” pic.twitter.com/dhZjw472Im— Eva Ragnarsd. Kamban (@evakamban) January 5, 2019 Guðrún segir í samtali við Vísi að hún ímyndi sér að þetta orðasambandið sé fengið frá Dönum en í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog over det danske sprog, sem nær frá 1700 til 1950, sé að finna atten hundrede og hvidkål og er lýsingin á notkuninni svipuð á þeirri íslensku. Er gripið til þess að nota kál sem ótilgreindan lokalið árs þegar viðkomandi man ekki í bili nákvæmlega hvaða ár eitthvað gerðist. Guðrún segir Íslendinga einnig hafa notast við sextán hundruð og súrkál og fleiri ártöl og segist ímynda sér að Íslendingar hafi gripið til þess káls sem var gnótt af hverju sinni. Íslendingar þurftu að setja sitt kál í súr til að drýgja það ólíkt Dönum sem höfðu gott aðgengi að fersku hvítkáli. Guðrún bendir á að grænkál geti verið lengi í mold í Færeyjum því þar sé lítið um næturfrost fyrr en seint á vetri og mögulega það kál sem Færeyingar nýttu best.
Færeyjar Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira