Skordýr mögulega sökudólgarnir í „hljóðárásunum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2019 09:56 Sendiráð Bandaríkjanna á Kúbu. Vísir/Getty Vísindamenn sem rannsakað hafa uppruna hljóðs sem talið er hafa orsakað heilsuvandræði starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Havana á Kúbu telja að rekja megi hljóðið til skordýra af krybbutegund. Rúmlega tuttugu starfsmenn sendiráðsins hafa þjáðst af einkennum eins og vægs heilaskaða, heyrnartaps, svima og ógleði og var talið líklegt að einhvers konar hljóðvopni hafi verið beint að sendiráðinu í „hljóðárás“. Sú skýring fékk byr undir báða vængi eftir að fréttaveita AP birti upptöku af hljóðinu sem heyrðist en þar má heyra að um er að ræða skerandi síbylju. Sérfræðingur stóðu lengi vel á gati um hver uppruni hljóðsins væri, þangað til nú. Vísindamenn í Bandaríkjunum og Bretlandi rannsöku hljóðupptökuna og telja þeir víst að hljóðið sem þar má heyra komi frá skordýri af krybbutegund en krybbur eru skyldar engisprettum. Nánar tiltekið er um að ræða tegund sem finnst einkum á eyjunum í Karíbahafi, þar með talið á Kúbu.Í frétt Guardian eru þó slegnir þeir varnaglar að ekki hafi allir þeir sendiráðsstarfsmenn sem veiktust tengt hljóð við veikindin auk þess sem að þeir sem það gerðu lýstu hljóðinu á mismunandi hátt. Því sé ekki hægt að slá því föstu að krybbuhljóðið hafi orsakað veikindin, né sé hægt að útiloka að einhvers konar hljóðvopni hafi verið beitt. Þá er einnig haft eftir skorýrasérfræðingi sem fór yfir niðurstöðurnar að hann viti ekki um tilfelli þar sem krybbuhljóðið hafi orsakað heilsuvandræði. Hann segist þó ekki efast um það að hljóðið á upptökunni sem AP birti hafi komið frá krybbum. Bandaríkin Dýr Kúba Tengdar fréttir Kalla helming erindreka sinna heim frá Kúbu vegna hljóðvopns Bandaríkjamenn hafa verið varaðir við því að ferðast til Kúbu vegna undarlegra árása. 29. september 2017 14:40 Dularfullu hljóðvopni mögulega beitt gegn sendiráðsmönnum á Kúbu Fimm starfsmenn og makar starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Havana á Kúbu hafa orðið fyrir heyrnartapi frá því seint á síðasta ári. Grunur leikur á að einhvers konar tæki með hættulegum hljóðbylgjum hafi verið beitt gegn þeim. Tveir kúbanskir erindrekar hafa verið reknir frá Bandaríkjunum vegna málsins. 10. ágúst 2017 15:24 Kalla erindreka heim vegna gruns um hljóðárásir Bandaríkjastjórn hefur kallað heim fjölda erindreka sinna í Kína vegna gruns um að þeir hafi veikst af sama sjúkdómi og bandarískir sendiráðsstarfsmenn á Kúbu. 7. júní 2018 08:29 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Sjá meira
Vísindamenn sem rannsakað hafa uppruna hljóðs sem talið er hafa orsakað heilsuvandræði starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Havana á Kúbu telja að rekja megi hljóðið til skordýra af krybbutegund. Rúmlega tuttugu starfsmenn sendiráðsins hafa þjáðst af einkennum eins og vægs heilaskaða, heyrnartaps, svima og ógleði og var talið líklegt að einhvers konar hljóðvopni hafi verið beint að sendiráðinu í „hljóðárás“. Sú skýring fékk byr undir báða vængi eftir að fréttaveita AP birti upptöku af hljóðinu sem heyrðist en þar má heyra að um er að ræða skerandi síbylju. Sérfræðingur stóðu lengi vel á gati um hver uppruni hljóðsins væri, þangað til nú. Vísindamenn í Bandaríkjunum og Bretlandi rannsöku hljóðupptökuna og telja þeir víst að hljóðið sem þar má heyra komi frá skordýri af krybbutegund en krybbur eru skyldar engisprettum. Nánar tiltekið er um að ræða tegund sem finnst einkum á eyjunum í Karíbahafi, þar með talið á Kúbu.Í frétt Guardian eru þó slegnir þeir varnaglar að ekki hafi allir þeir sendiráðsstarfsmenn sem veiktust tengt hljóð við veikindin auk þess sem að þeir sem það gerðu lýstu hljóðinu á mismunandi hátt. Því sé ekki hægt að slá því föstu að krybbuhljóðið hafi orsakað veikindin, né sé hægt að útiloka að einhvers konar hljóðvopni hafi verið beitt. Þá er einnig haft eftir skorýrasérfræðingi sem fór yfir niðurstöðurnar að hann viti ekki um tilfelli þar sem krybbuhljóðið hafi orsakað heilsuvandræði. Hann segist þó ekki efast um það að hljóðið á upptökunni sem AP birti hafi komið frá krybbum.
Bandaríkin Dýr Kúba Tengdar fréttir Kalla helming erindreka sinna heim frá Kúbu vegna hljóðvopns Bandaríkjamenn hafa verið varaðir við því að ferðast til Kúbu vegna undarlegra árása. 29. september 2017 14:40 Dularfullu hljóðvopni mögulega beitt gegn sendiráðsmönnum á Kúbu Fimm starfsmenn og makar starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Havana á Kúbu hafa orðið fyrir heyrnartapi frá því seint á síðasta ári. Grunur leikur á að einhvers konar tæki með hættulegum hljóðbylgjum hafi verið beitt gegn þeim. Tveir kúbanskir erindrekar hafa verið reknir frá Bandaríkjunum vegna málsins. 10. ágúst 2017 15:24 Kalla erindreka heim vegna gruns um hljóðárásir Bandaríkjastjórn hefur kallað heim fjölda erindreka sinna í Kína vegna gruns um að þeir hafi veikst af sama sjúkdómi og bandarískir sendiráðsstarfsmenn á Kúbu. 7. júní 2018 08:29 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Sjá meira
Kalla helming erindreka sinna heim frá Kúbu vegna hljóðvopns Bandaríkjamenn hafa verið varaðir við því að ferðast til Kúbu vegna undarlegra árása. 29. september 2017 14:40
Dularfullu hljóðvopni mögulega beitt gegn sendiráðsmönnum á Kúbu Fimm starfsmenn og makar starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Havana á Kúbu hafa orðið fyrir heyrnartapi frá því seint á síðasta ári. Grunur leikur á að einhvers konar tæki með hættulegum hljóðbylgjum hafi verið beitt gegn þeim. Tveir kúbanskir erindrekar hafa verið reknir frá Bandaríkjunum vegna málsins. 10. ágúst 2017 15:24
Kalla erindreka heim vegna gruns um hljóðárásir Bandaríkjastjórn hefur kallað heim fjölda erindreka sinna í Kína vegna gruns um að þeir hafi veikst af sama sjúkdómi og bandarískir sendiráðsstarfsmenn á Kúbu. 7. júní 2018 08:29