Malek og Queen höfðu betur gegn Lady Gaga Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2019 07:18 Rami Malek sést hér í miðjunni ásamt Brian May og Roger Taylor úr Queen. Getty/George Pimentel Kvikmyndin um rokksveitina Queen kom sá og sigraði á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Bandaríkjunum í nótt. Myndin, Bohemian Rhapsody var valin besta dramamyndin og Rami Malek, sem leikur aðalsprautuna Freddie Mercury, var valinn besti karlleikarinn í dramahlutverki. Búist hafði verið við því að myndin A Star is Born yrði helsti sigurvegari hátíðarinnar enda fékk hún fimm tilnefningar. Svo fór þó að lokum að hún fékk aðeins ein verðlaun, fyrir besta frumsamda lagið, Shallow. Þá hlaut Glenn Close verðlaunin sem besta leikkonan í dramahlutverki fyrir kvikmyndina The Wife og hafði þar með betur gegn Lady Gaga, aðalleikkonu A Star is Born. Búist hafði verið við því að sú síðarnefnda myndi hreppa verðlaunin.Glenn Close hlaut verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Wife.Getty/Rachel LunaKvikmyndin Green Book fékk svo þrenn verðlaun, besta Söngva- eða gamanmynd, besta handrit og besti leikari í aukahlutverki. Myndin fjallar um svartan tónlistarmann sem ræður hvítan mann til að keyra sig um Suðurríki Bandaríkjanna á sjöunda áratugi síðustu aldar. Olivia Colman og Christian Bale hlutu svo verðlaun fyrir bestan leik í grín- eða söngvamynd, Bale fyrir kvikmyndina Vice og Colman fyrir The Favourite. Þá var Richard Madden valinn besti karlleikarinn í dramahlutverki í sjónvarpi fyrir leik sinn í Bodyguard. Annar kynna kvöldsins, Sandra Oh, fékk svo verðlaunin sem besta leikkonan í sjónvarpsdrama fyrir þættina Killing Eve.Hér má nálgast lista yfir allar tilnefningar og sigurvegara kvöldsins. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndin um rokksveitina Queen kom sá og sigraði á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Bandaríkjunum í nótt. Myndin, Bohemian Rhapsody var valin besta dramamyndin og Rami Malek, sem leikur aðalsprautuna Freddie Mercury, var valinn besti karlleikarinn í dramahlutverki. Búist hafði verið við því að myndin A Star is Born yrði helsti sigurvegari hátíðarinnar enda fékk hún fimm tilnefningar. Svo fór þó að lokum að hún fékk aðeins ein verðlaun, fyrir besta frumsamda lagið, Shallow. Þá hlaut Glenn Close verðlaunin sem besta leikkonan í dramahlutverki fyrir kvikmyndina The Wife og hafði þar með betur gegn Lady Gaga, aðalleikkonu A Star is Born. Búist hafði verið við því að sú síðarnefnda myndi hreppa verðlaunin.Glenn Close hlaut verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Wife.Getty/Rachel LunaKvikmyndin Green Book fékk svo þrenn verðlaun, besta Söngva- eða gamanmynd, besta handrit og besti leikari í aukahlutverki. Myndin fjallar um svartan tónlistarmann sem ræður hvítan mann til að keyra sig um Suðurríki Bandaríkjanna á sjöunda áratugi síðustu aldar. Olivia Colman og Christian Bale hlutu svo verðlaun fyrir bestan leik í grín- eða söngvamynd, Bale fyrir kvikmyndina Vice og Colman fyrir The Favourite. Þá var Richard Madden valinn besti karlleikarinn í dramahlutverki í sjónvarpi fyrir leik sinn í Bodyguard. Annar kynna kvöldsins, Sandra Oh, fékk svo verðlaunin sem besta leikkonan í sjónvarpsdrama fyrir þættina Killing Eve.Hér má nálgast lista yfir allar tilnefningar og sigurvegara kvöldsins.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein