"Kendall er mögulega einn besti sóknarmaður sem ég hef séð í deildinni í mörg ár” Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 6. janúar 2019 22:58 Ágúst ræðir við sína menn. vísir/bára „Við spiluðum bara nokkuð vel á köflum. Síðustu mínúturnar í fjórða leikhluta fannst mér við vera að spila bara nokkuð fína vörn en hún var ekki alveg nógu góð hjá okkur í byrjun fjórða leikhluta,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals eftir sigurinn gegn Haukum í leik kvöldsins. Illugi Auðunsson leikmaður Vals er búinn að vera meiddur mikið síðastliðin ár. Hann puttabrottnaði eftir fyrsta leikinn á þessu tímabili og er búinn að spila lítið fyrir Val það sem af er á tímabili. Gústi var eins og við mætti búast ánægður að fá flotta frammistöðu frá Illuga í kvöld. „Illugi er náttúrulega rosalega stór karakter. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli núna í einhver tvö ár. Hann sleit krossbönd og síðan brýtur hann fingur í fyrsta leik á tímabilinu gegn Haukum. Það er auðvitað erfitt að missa menn út en það kemur maður í manns stað. Við erum án Aleks í kvöld og Will er meiddur. Það kemur maður í manns stað og aðrir stíga upp.” Valur vann leikinn með 10 stigum og ná þannig innbyrðis viðureignum yfir Hauka en liðin eru nú jöfn í níunda sæti deildarinnar með 4 sigra. „Þessi sigur gefur okkur náttúrulega fyrst og fremst tvö stig en einnig innbyrðis en þessi lið eru hlið við hlið í töflunni svo nú erum við komnir fyrir ofan þá svo þetta skiptir rosalega miklu máli. Þetta getur talið rosa mikið í lokinn en við þurfum bara að klára okkar leiki. Það er náttúrulega fullt eftir, alveg tíu leikir. Maður veit ekki hvað þetta mun þýða nákvæmlega.” Körfuknattleiksdeild birti yfirlýsingu stuttu fyrir leik á Facebook um að Kendall Anthony væri á leiðinni frá liðinu. „Það er rétt að þetta er síðasti leikurinn hans Kendall. Við komumst að samkomulagi við lið í Frakklandi. Það er frábært tækifæri fyrir hann en auðvitað mikill missir fyrir okkur. Það er ekki hægt að standa í vegi fyrir svona tækifæri fyrir hann að fá að fara þangað. Við fáum nýjan mann núna sem verður vonandi klár fyrir næsta leik.” Er ekkert sérstakt komið í ljós varðandi nýjan mann í staðinn fyrir Kendall? „Nei við vitum lítið, það verður kannski bara að skoða það betur eftir næsta leik. Hann verður náttúrulega að fá einhverja leiki til að aðlagast liðinu og við honum en þetta er náttúrulega stórt skarð sem Kendall skilur eftir sig.” „Kendall er mögulega einn besti sóknarmaður sem ég hef séð í Dominos-deildinni í mörg ár.” Er eitthvað annað að frétta af leikmannamálum í þessum félagsskiptaglugga? „Það verður bara að koma í ljós. Ég veit það ekki alveg sjálfur. Will er búinn að glíma við meiðsli. Við vitum ekki hversu alvarleg þau eru. Hann er búinn að vera núna frá í nokkrar vikur.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 92-102 │Valur hafði betur í KFUM-slagnum Öflugur sigur Vals í botnbaráttunni og KFUM-slagnum. 6. janúar 2019 21:45 Valur selur Kendall í frönsku úrvalsdeildina Valur varð fyrir áfalli í kvöld því þeirra stigahæsti leikmaður er horfinn á braut. 6. janúar 2019 21:05 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
„Við spiluðum bara nokkuð vel á köflum. Síðustu mínúturnar í fjórða leikhluta fannst mér við vera að spila bara nokkuð fína vörn en hún var ekki alveg nógu góð hjá okkur í byrjun fjórða leikhluta,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals eftir sigurinn gegn Haukum í leik kvöldsins. Illugi Auðunsson leikmaður Vals er búinn að vera meiddur mikið síðastliðin ár. Hann puttabrottnaði eftir fyrsta leikinn á þessu tímabili og er búinn að spila lítið fyrir Val það sem af er á tímabili. Gústi var eins og við mætti búast ánægður að fá flotta frammistöðu frá Illuga í kvöld. „Illugi er náttúrulega rosalega stór karakter. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli núna í einhver tvö ár. Hann sleit krossbönd og síðan brýtur hann fingur í fyrsta leik á tímabilinu gegn Haukum. Það er auðvitað erfitt að missa menn út en það kemur maður í manns stað. Við erum án Aleks í kvöld og Will er meiddur. Það kemur maður í manns stað og aðrir stíga upp.” Valur vann leikinn með 10 stigum og ná þannig innbyrðis viðureignum yfir Hauka en liðin eru nú jöfn í níunda sæti deildarinnar með 4 sigra. „Þessi sigur gefur okkur náttúrulega fyrst og fremst tvö stig en einnig innbyrðis en þessi lið eru hlið við hlið í töflunni svo nú erum við komnir fyrir ofan þá svo þetta skiptir rosalega miklu máli. Þetta getur talið rosa mikið í lokinn en við þurfum bara að klára okkar leiki. Það er náttúrulega fullt eftir, alveg tíu leikir. Maður veit ekki hvað þetta mun þýða nákvæmlega.” Körfuknattleiksdeild birti yfirlýsingu stuttu fyrir leik á Facebook um að Kendall Anthony væri á leiðinni frá liðinu. „Það er rétt að þetta er síðasti leikurinn hans Kendall. Við komumst að samkomulagi við lið í Frakklandi. Það er frábært tækifæri fyrir hann en auðvitað mikill missir fyrir okkur. Það er ekki hægt að standa í vegi fyrir svona tækifæri fyrir hann að fá að fara þangað. Við fáum nýjan mann núna sem verður vonandi klár fyrir næsta leik.” Er ekkert sérstakt komið í ljós varðandi nýjan mann í staðinn fyrir Kendall? „Nei við vitum lítið, það verður kannski bara að skoða það betur eftir næsta leik. Hann verður náttúrulega að fá einhverja leiki til að aðlagast liðinu og við honum en þetta er náttúrulega stórt skarð sem Kendall skilur eftir sig.” „Kendall er mögulega einn besti sóknarmaður sem ég hef séð í Dominos-deildinni í mörg ár.” Er eitthvað annað að frétta af leikmannamálum í þessum félagsskiptaglugga? „Það verður bara að koma í ljós. Ég veit það ekki alveg sjálfur. Will er búinn að glíma við meiðsli. Við vitum ekki hversu alvarleg þau eru. Hann er búinn að vera núna frá í nokkrar vikur.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 92-102 │Valur hafði betur í KFUM-slagnum Öflugur sigur Vals í botnbaráttunni og KFUM-slagnum. 6. janúar 2019 21:45 Valur selur Kendall í frönsku úrvalsdeildina Valur varð fyrir áfalli í kvöld því þeirra stigahæsti leikmaður er horfinn á braut. 6. janúar 2019 21:05 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 92-102 │Valur hafði betur í KFUM-slagnum Öflugur sigur Vals í botnbaráttunni og KFUM-slagnum. 6. janúar 2019 21:45
Valur selur Kendall í frönsku úrvalsdeildina Valur varð fyrir áfalli í kvöld því þeirra stigahæsti leikmaður er horfinn á braut. 6. janúar 2019 21:05