Árásin á USS Cole var gerð þann 12. október árið 2000, verið var að fylla á eldsneytistanka herskipsins í hafnarborginni Aden í Jemen. Á meðan að á þeirri aðgerð stóð sigldu hryðjuverkamenn upp að bakborða skipsins í hraðbát fullum af sprengiefni. Auk hryðjuverkamannanna tveggja létust 17 skipverjar og 39 særðust.
Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda lýstu yfir ábyrgð á árásinni og árið 2004 var al-Badawi dæmdur til dauða í Jemen vegna aðildar sinnar að árásinni. Bandarískir dómstólar komust einnig að því að afríkuríkið Súdan bæri einhverja ábyrgð á árásunum.
Al-Badawi tókst þó að flýja úr haldi og hafði verið á lista alríkislögreglunnar FBI þar til að hann lést á nýársdag í loftárás Bandaríkjahers. Loftárásin var gerð yfir Ma'rib héraði Jemen, heimalands al-Badawi.
Our GREAT MILITARY has delivered justice for the heroes lost and wounded in the cowardly attack on the USS Cole. We have just killed the leader of that attack, Jamal al-Badawi. Our work against al Qaeda continues. We will never stop in our fight against Radical Islamic Terrorism!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2019