Haldið upp á þrettándann í dag Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 6. janúar 2019 15:00 Brennur verða meðal annars í Vesturbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Vísir/Anton Þrettándagleði verður haldin víða á höfuðborgarsvæðinu í dag með tilheyrandi brennum og flugeldum. Þrír viðburðir verða í Reykjavík, í Vesturbænum, Grafarvogi og Grafarholti og hefjast þeir ýmist klukkan sex eða hálf sjö. Þá verða brennur á fleiri stöðum á landinu, á Álftanesi, Selfossi og Akureyri svo eitthvað sé nefnt. Orðið „þrettándinn“ er stytting á þrettándi dagur jóla og er almennt kallaður síðasti dagur jóla. Hann á sér þó langa og gríðarlega merkilega sögu að sögn Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðings. „Ásamt jólanóttinni og nýársnóttinni er þrettándanóttin sú sem mest dultrú hefur lengst af hvílt á í íslenskri þjóðtrú,“ segir Ólína. Þetta er nóttin þegar álfar og huldufólk fara á stjá og nóttin sem kýrnar fá mál. „Hér fyrr á öldum þá töldu menn að fæðingardagur frelsarans væri þessi dagur. Síðan færðist hann framar til 25. desember. Síðan var tímatalinu breytt um 1700 og þá færðist jólahelgin í rauninni til í dagatalinu en Jón Árnason Skálholtsbiskup gaf út almanak árið 1707 og þá merkir hann við 5. janúar, daginn fyrir þrettándann, sem jóladaginn gamla og hann var lengi vel þessi dagur kallaður gömlu jólin,“ segir Ólína. Ólína segir að þetta sé líklegast skýringin á því hvers vegna Íslendingar haldi enn upp á þennan dag þrátt fyrir að hann hafi litla merkingu. Þrettándahátíð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða hefst kl. 18.00 við Melaskóla, í Grafarvogi verður árleg þrettándagleði Grafarvogsbúa haldin við Gufunesbæ klukkan 18 og í Grafarholti verður þrettándaganga frá Guðríðarkirkju og brenna í Leirdal klukkan 18:30. Jól Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
Þrettándagleði verður haldin víða á höfuðborgarsvæðinu í dag með tilheyrandi brennum og flugeldum. Þrír viðburðir verða í Reykjavík, í Vesturbænum, Grafarvogi og Grafarholti og hefjast þeir ýmist klukkan sex eða hálf sjö. Þá verða brennur á fleiri stöðum á landinu, á Álftanesi, Selfossi og Akureyri svo eitthvað sé nefnt. Orðið „þrettándinn“ er stytting á þrettándi dagur jóla og er almennt kallaður síðasti dagur jóla. Hann á sér þó langa og gríðarlega merkilega sögu að sögn Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðings. „Ásamt jólanóttinni og nýársnóttinni er þrettándanóttin sú sem mest dultrú hefur lengst af hvílt á í íslenskri þjóðtrú,“ segir Ólína. Þetta er nóttin þegar álfar og huldufólk fara á stjá og nóttin sem kýrnar fá mál. „Hér fyrr á öldum þá töldu menn að fæðingardagur frelsarans væri þessi dagur. Síðan færðist hann framar til 25. desember. Síðan var tímatalinu breytt um 1700 og þá færðist jólahelgin í rauninni til í dagatalinu en Jón Árnason Skálholtsbiskup gaf út almanak árið 1707 og þá merkir hann við 5. janúar, daginn fyrir þrettándann, sem jóladaginn gamla og hann var lengi vel þessi dagur kallaður gömlu jólin,“ segir Ólína. Ólína segir að þetta sé líklegast skýringin á því hvers vegna Íslendingar haldi enn upp á þennan dag þrátt fyrir að hann hafi litla merkingu. Þrettándahátíð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða hefst kl. 18.00 við Melaskóla, í Grafarvogi verður árleg þrettándagleði Grafarvogsbúa haldin við Gufunesbæ klukkan 18 og í Grafarholti verður þrettándaganga frá Guðríðarkirkju og brenna í Leirdal klukkan 18:30.
Jól Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira