Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Sylvía Hall skrifar 6. janúar 2019 13:24 Chance The Rapper gerði lag með R. Kelly árið 2015. Getty/Scott Dudelson Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. Í nýrri heimildarmynd um R. Kelly er rætt við fórnarlömb rapparans en hann hefur verið sakaður um að hafa misnotað fjölda kvenna. Margar þeirra sem hafa stigið fram segja rapparann hafa haldið sér gegn vilja sínum í nokkurskonar „sértrúarsöfnuði“ þar sem stúlkurnar voru neyddar til þess að stunda kynlíf með rapparanum og kalla hann „pabba“. Yngstu fórnarlömbin eru sögð hafa verið fjórtán ára gamlar.Sjá einnig: R. Kelly gefið að sök að heilaþvo hóp kvenna Í hljóðbroti sem heyrist í myndinni má heyra Chance The Rapper segja það hafa verið mistök að starfa með R. Kelly á sínum tíma. Á Twitter-síðu sinni segir rapparinn að orð hans hafi verið tekin úr samhengi en hann biðjist þó afsökunar á því að hafa ekki hlustað á frásagnir kvennanna og að hafa starfað með rapparanum, það hafi verið skaðlegt svörtum konum og stúlkum. „Orð mín voru tekin úr samhengi en sannleikurinn er sá að við sem hundsuðum frásagnirnar um R. Kelly eða trúðum því að hann væri fórnarlamb rógburðar eða kerfisins (eins og svartir menn eru oft) gerðum það á kostnað svartra kvenna og stúlkna,“ skrifar rapparinn á Twitter. Þá baðst hann jafnframt afsökunar á því að hafa verið svo lengi að biðjast afsökunar. Rithöfundurinn Jamilah Lemieux vitnaði í Twitter-færslu rapparans og sagðist hafa tekið viðtal við Chance The Rapper í maí á síðasta árið. Hann hafi tekið skýra afstöðu með konunum og öðrum fórnarlömbum rapparans. Í heimildarmyndinni, sem ber heitið „Surviving R. Kelly“ má finna um fimmtíu viðtöl við fórnarlömb rapparans, fjölskyldur þeirra og meðlimi úr innsta hring R. Kelly. Þá er söngvarinn John Legend á meðal þeirra sem kemur fram í viðtali og hrósuðu margir honum fyrir hugrekki sitt. Hann tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann sagði það ekki hafa verið áhættusmat þar sem hann trúði þessum konum og hefði ekki áhuga á að vernda „raðbarnanauðgara“. Hljóðbrotið þar sem Chance The Rapper segir samstarfið hafa verið mistök má heyra hér að neðan. MeToo Mál R. Kelly Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Ætla sér að þagga niður í R. Kelly: „Svartar konur eru jafn mikilvægar og hvítar“ Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að þær séu virtar að vettugi. 30. apríl 2018 19:37 Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00 R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Lagið er titlað I Admit, eða Ég játa, og var gefið út á Soundcloud-reikningi R Kelly í dag. 23. júlí 2018 17:46 R Kelly sakaður um að gera 14 ára stúlku að kynlífsþræl Hann kallar þær gæludýr, segir fyrrverandir kærasta hans í nýrri heimildarmynd. 28. mars 2018 10:40 „R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Menning Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fleiri fréttir Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Sjá meira
Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. Í nýrri heimildarmynd um R. Kelly er rætt við fórnarlömb rapparans en hann hefur verið sakaður um að hafa misnotað fjölda kvenna. Margar þeirra sem hafa stigið fram segja rapparann hafa haldið sér gegn vilja sínum í nokkurskonar „sértrúarsöfnuði“ þar sem stúlkurnar voru neyddar til þess að stunda kynlíf með rapparanum og kalla hann „pabba“. Yngstu fórnarlömbin eru sögð hafa verið fjórtán ára gamlar.Sjá einnig: R. Kelly gefið að sök að heilaþvo hóp kvenna Í hljóðbroti sem heyrist í myndinni má heyra Chance The Rapper segja það hafa verið mistök að starfa með R. Kelly á sínum tíma. Á Twitter-síðu sinni segir rapparinn að orð hans hafi verið tekin úr samhengi en hann biðjist þó afsökunar á því að hafa ekki hlustað á frásagnir kvennanna og að hafa starfað með rapparanum, það hafi verið skaðlegt svörtum konum og stúlkum. „Orð mín voru tekin úr samhengi en sannleikurinn er sá að við sem hundsuðum frásagnirnar um R. Kelly eða trúðum því að hann væri fórnarlamb rógburðar eða kerfisins (eins og svartir menn eru oft) gerðum það á kostnað svartra kvenna og stúlkna,“ skrifar rapparinn á Twitter. Þá baðst hann jafnframt afsökunar á því að hafa verið svo lengi að biðjast afsökunar. Rithöfundurinn Jamilah Lemieux vitnaði í Twitter-færslu rapparans og sagðist hafa tekið viðtal við Chance The Rapper í maí á síðasta árið. Hann hafi tekið skýra afstöðu með konunum og öðrum fórnarlömbum rapparans. Í heimildarmyndinni, sem ber heitið „Surviving R. Kelly“ má finna um fimmtíu viðtöl við fórnarlömb rapparans, fjölskyldur þeirra og meðlimi úr innsta hring R. Kelly. Þá er söngvarinn John Legend á meðal þeirra sem kemur fram í viðtali og hrósuðu margir honum fyrir hugrekki sitt. Hann tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann sagði það ekki hafa verið áhættusmat þar sem hann trúði þessum konum og hefði ekki áhuga á að vernda „raðbarnanauðgara“. Hljóðbrotið þar sem Chance The Rapper segir samstarfið hafa verið mistök má heyra hér að neðan.
MeToo Mál R. Kelly Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Ætla sér að þagga niður í R. Kelly: „Svartar konur eru jafn mikilvægar og hvítar“ Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að þær séu virtar að vettugi. 30. apríl 2018 19:37 Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00 R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Lagið er titlað I Admit, eða Ég játa, og var gefið út á Soundcloud-reikningi R Kelly í dag. 23. júlí 2018 17:46 R Kelly sakaður um að gera 14 ára stúlku að kynlífsþræl Hann kallar þær gæludýr, segir fyrrverandir kærasta hans í nýrri heimildarmynd. 28. mars 2018 10:40 „R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Menning Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fleiri fréttir Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Sjá meira
Ætla sér að þagga niður í R. Kelly: „Svartar konur eru jafn mikilvægar og hvítar“ Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að þær séu virtar að vettugi. 30. apríl 2018 19:37
Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00
R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Lagið er titlað I Admit, eða Ég játa, og var gefið út á Soundcloud-reikningi R Kelly í dag. 23. júlí 2018 17:46
R Kelly sakaður um að gera 14 ára stúlku að kynlífsþræl Hann kallar þær gæludýr, segir fyrrverandir kærasta hans í nýrri heimildarmynd. 28. mars 2018 10:40
„R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33