Ekkert eftirlit með hjálækningum Sveinn Arnarsson skrifar 5. janúar 2019 07:36 Mál þungaðrar konu sem lenti í lífshættu eftir nálastungumeðferð er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis. Vísir/Getty Barnshafandi kona var hætt komin vegna nálastungumeðferðar sem framkvæmd var utan heilbrigðiskerfisins. Lungu hennar féllu saman eftir að nálum var stungið í brjóstkassa hennar. Ekkert formlegt eftirlit er með skottulæknum og græðurum hvers konar sem telja sig geta læknað einstaklinga af meinum sínum.Ekkert eftirlit er með heilsutengdri starfsemi sem framkvæmd er utan heilbrigðiskerfisins. Þeir sem stunda hjálækningar geta því aðhafst næstum eins og þeim sýnist án eftirlits. Verðandi móðir komst í lífshættu þegar lungu hennar féllu saman þegar hún fór í nálastungumeðferð við meðgönguógleði, komin fimmtán vikur á leið.Sjúkratilfellið er rakið í nýjasta hefti Læknablaðsins en læknarnir Atli Steinn Valgarðsson og TómasGuðbjartsson skrifuðu greinina. Kona á fertugsaldri hafði glímt við ógleði og uppköst og því var reynd nálastungumeðferð utan spítala.Að sögn konunnar var fíngerðumn álum stungið í framanverðan brjóstkassa með þeim afleiðingum að lungun féllu saman. Leitaði hún til bráðamóttöku sjö klukkustundum eftir nálastungumeðferðina.„Nálastungur sem meðferð við ógleði er umdeilt í sjálfu sér,“ segir Atli Steinn sem starfar á skurðdeild Landspítala.„Niðurstöður rannsókna hafa ekki sýnt fram á yfirburði hennar yfir aðrar hefðbundnari lyfjameðferðir. Tvær rannsóknir hafa jafnframt sýnt að árangur nálastungumeðferðar og gervinálastungu sé svipaður. Að okkar mati er mikilvægt að sjúklingar viti af þessum mögulegu aukaverkunum.“Landlæknisembættið virðist ekki hafa neitt eftirlit með sjálfstæðum einstaklingum úti í bæ enda séu þeir ekki heilbrigðisstarfsmenn.Þetta kemur fram í svari Björns Geirs Leifssonar, yfirlæknis hjá Landlæknisembættinu. Embættið hafi eftirlit með heilbrigðisstarfsmönnum en ekki kuklurum, skottulæknum og öðrum sem stunda hjálækningar.Lög um græðara voru sett árið 2005 með það að markmiði að stuðla að gæðum heilsutengdrar þjónustu græðara og öryggi þeirra sem leita eftir slíkri þjónustu eða nýta sér hana. Í lögunum er kveðið á um að endurskoða ætti lögin innan fimm ára frá gildistöku þeirra því lögin voru í þróun og ekki vitað hvernig til tækist eða hvort markmiðum laganna væri náð.Lögin hafa enn ekki verið endurskoðuð og hefur Landlæknisembættið óskað eftir því að lögin verði endurskoðuð.Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á kvenna- og barnasviði Landspítala, segir nálastungumeðferð sem þessa ekki framkvæmda innan spítalans.„Okkar nálastungumeðferðir eru við verkjum og stingum við í fætur og hendur og mjaðmir. Við höfum ekki leyfi til aðstinga á þessa staði [brjóstkassa] og myndum aldrei beita nálastungumeðferð með þessum hætti,“ segir Ingibjörg. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Barnshafandi kona var hætt komin vegna nálastungumeðferðar sem framkvæmd var utan heilbrigðiskerfisins. Lungu hennar féllu saman eftir að nálum var stungið í brjóstkassa hennar. Ekkert formlegt eftirlit er með skottulæknum og græðurum hvers konar sem telja sig geta læknað einstaklinga af meinum sínum.Ekkert eftirlit er með heilsutengdri starfsemi sem framkvæmd er utan heilbrigðiskerfisins. Þeir sem stunda hjálækningar geta því aðhafst næstum eins og þeim sýnist án eftirlits. Verðandi móðir komst í lífshættu þegar lungu hennar féllu saman þegar hún fór í nálastungumeðferð við meðgönguógleði, komin fimmtán vikur á leið.Sjúkratilfellið er rakið í nýjasta hefti Læknablaðsins en læknarnir Atli Steinn Valgarðsson og TómasGuðbjartsson skrifuðu greinina. Kona á fertugsaldri hafði glímt við ógleði og uppköst og því var reynd nálastungumeðferð utan spítala.Að sögn konunnar var fíngerðumn álum stungið í framanverðan brjóstkassa með þeim afleiðingum að lungun féllu saman. Leitaði hún til bráðamóttöku sjö klukkustundum eftir nálastungumeðferðina.„Nálastungur sem meðferð við ógleði er umdeilt í sjálfu sér,“ segir Atli Steinn sem starfar á skurðdeild Landspítala.„Niðurstöður rannsókna hafa ekki sýnt fram á yfirburði hennar yfir aðrar hefðbundnari lyfjameðferðir. Tvær rannsóknir hafa jafnframt sýnt að árangur nálastungumeðferðar og gervinálastungu sé svipaður. Að okkar mati er mikilvægt að sjúklingar viti af þessum mögulegu aukaverkunum.“Landlæknisembættið virðist ekki hafa neitt eftirlit með sjálfstæðum einstaklingum úti í bæ enda séu þeir ekki heilbrigðisstarfsmenn.Þetta kemur fram í svari Björns Geirs Leifssonar, yfirlæknis hjá Landlæknisembættinu. Embættið hafi eftirlit með heilbrigðisstarfsmönnum en ekki kuklurum, skottulæknum og öðrum sem stunda hjálækningar.Lög um græðara voru sett árið 2005 með það að markmiði að stuðla að gæðum heilsutengdrar þjónustu græðara og öryggi þeirra sem leita eftir slíkri þjónustu eða nýta sér hana. Í lögunum er kveðið á um að endurskoða ætti lögin innan fimm ára frá gildistöku þeirra því lögin voru í þróun og ekki vitað hvernig til tækist eða hvort markmiðum laganna væri náð.Lögin hafa enn ekki verið endurskoðuð og hefur Landlæknisembættið óskað eftir því að lögin verði endurskoðuð.Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á kvenna- og barnasviði Landspítala, segir nálastungumeðferð sem þessa ekki framkvæmda innan spítalans.„Okkar nálastungumeðferðir eru við verkjum og stingum við í fætur og hendur og mjaðmir. Við höfum ekki leyfi til aðstinga á þessa staði [brjóstkassa] og myndum aldrei beita nálastungumeðferð með þessum hætti,“ segir Ingibjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira