Sá tvöfalt og kastaði upp eftir útsendingar Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 5. janúar 2019 10:00 Þegar leið á veturinn þá fór að taka meira á að fela þetta stanslaust. Ég er í vinnunni allan daginn og í sjónvarpinu flest kvöld og er að bögglast með það að ég er aldrei í lagi. Fréttablaðið/Eyþór Nýtt ár er hafið. Á þeim tímamótum leiða margir hugann að því hvað má betur fara. Strengja heit um að verða betri manneskja og lifa betra lífi. Hjá mörgum rista heitin grunnt og fyrr en varir eru þau gleymd í annríkinu. Sölvi Tryggvason ætlar ekki að strengja áramótaheit. Hann ætlar einfaldlega að halda áfram að veita réttum hlutum athygli og vera sjálfum sér nægur. Hann veit af eigin reynslu að það getur reynst dýrkeypt að gera það ekki. Ný bók hans, Á eigin skinni, kemur brátt út og hann segist óþreyjufullur að kynna fólki efni hennar. Í henni segir hann sögu sína. Af algjöru niðurbroti árið 2007 og áralangri glímu hans við eftirköstin. „Ég er búinn að vera með þessa bók í maganum í mörg ár,“ segir hann. Þetta er í raun afrakstur meira en áratugar af stanslausri rannsóknarvinnu um allt sem snýr að heilsu.Í skrýtnu ástandi „Ég óska öðrum þess að rata rétta leið. Í bókinni lýsi ég minni reynslu. Því sem ég gekk í gegnum, hvaða meðhöndlun ég hlaut og hvernig ég leitaði svo sjálfur lausna. Ég hef lært óteljandi hluti af fólki um allan heim og nú er kominn tími til að miðla þessu,“ segir Sölvi. Árið 2007 var íslenskt efnahagslíf í háspennu. Sölvi starfaði fyrir fréttastofu Stöðvar 2 í þættinum Ísland í dag. Starfi í fjölmiðlum fylgir oft hraði og álag og hann fór ekki varhluta af því. Það kom honum þó mjög á óvart þegar heilsan brast. Það gerðist mjög skyndilega, þó að hann sjái þegar hann lítur til baka ýmis viðvörunarmerki sem honum hefðu átt að vera ljós.Starfi í fjölmiðlum fylgir oft hraði og álag og hann fór ekki varhluta af því. Það kom Sölva þó mjög á óvart þegar heilsan brast. Það gerðist mjög skyndilega. Fréttablaðið/Eyþór„Í september 2007 fer ég í ferð með nokkrum af fréttastofu Stöðvar 2 á vegum Glitnis til New York þar sem stóð til að opna nýtt útibú bankans. Á þessum tíma var útrásargeðveikin í hæstu hæðum. Ég var búinn að vera með tannpínu í fáeina daga fyrir ferðina en harkaði af mér. Tók parkódín og ákvað að fara til tannlæknis þegar ég kæmi heim. Ég fór beint úr löngu flugi í að vinna og finn að ég er með einhvers konar flensueinkenni, þó að þau væru grunsamlega líkleg til að vera eitthvað miklu meira. Ég fann til dæmis fyrir miklum svima og stanslausri óraunveruleikatilfinningu, sem ég hafði aldrei upplifað áður. Þetta var fjögurra daga ferð og ég var alla ferðina í skrýtnu ástandi. Ég náði að klára mig í gegnum viðtölin og svona en finn það greinilega að það er eitthvað mikið að. Ég skrifaði það samt bara á það að ég væri kominn með einhverja pest,“ segir Sölvi. Hann kom heim á föstudagsmorgni og fór beint í útsendingu í Íslandi í dag seinna um kvöldið. „Þar sá ég viðmælendur mína tvöfalt. Þá áttaði ég mig á því að ef þetta væri einhver pest, þá væri hún greinilega með alvarlegri birtingarmynd en eðlilegt gæti talist. Ég næ að klára útsendinguna. Afsaka mig og segist vera veikur. Fer heim og ákveð að hvílast um helgina. Ég reyni að hvíla mig. Mæti aftur í vinnuna á mánudegi og þá heldur þetta bara áfram,“ segir Sölvi sem á þessum tímapunkti ákvað að láta kanna heilsu sína. Hann fór upp á bráðamóttöku og fór í blóðprufur og fleira til að leita svara. „Það komu í ljós skýr merki þess að ég væri búinn að ofkeyra mig. Ég væri í viðvarandi streituástandi,“ segir hann. „Auðvitað voru eftir á að hyggja klárlega merki um streitu áður en heilsan hrundi. Árin á undan gnísti ég tönnum í svefni, nagaði neglurnar í tíma og ótíma og gat ekki slakað á. Það gekk mjög vel hjá mér í vinnunni. Ég var orkumikill en ég hrökk samt reglulega upp á næturnar og sótti í sífellt meiri spennu. Það er víst oft þannig að áður en þú krassar þá finnst þér þú bara vera að massa þetta,“ segir hann.Sendur heim með geðlyf Sölvi var sendur heim af bráðamóttökunni með tvö geðlyf. „Þau áttu að taka á þessu ástandi, ég var ekkert mikið að huga að því hvaða lyf þetta voru eða hvernig þau virkuðu. Annað lyfið var við kvíða, hitt við þunglyndi og var svefnlyf líka. Ég hafði aldrei tekið svefnlyf áður, en ákvað að hlýða lækninum. Ég vaknaði á þriðjudagsmorgni og átti að mæta í vinnuna á venjulegum tíma. Ég man að ég drakk þrjá sterka kaffibolla, skvetti aftur og aftur framan í mig köldu vatni, en leið samt ennþá eins og ég væri ekki vaknaður þremur klukkutímum síðar. Eins og ég væri ekki alveg í veruleikanum. Ég tók ekki aftur það lyf. En hitt hélt ég áfram að taka. En það hafði ekkert að segja. Einkennin fóru ekkert og versnuðu í raun bara,“ segir hann.„Ég fór úr því að vera greindur með fjölmarga kvilla í að vera bara nokkuð góður.“ Fréttablaðið/EyþórEinkennin sem Sölvi upplifði voru mjög sterk. „Ég fékk miklar meltingartruflanir með reglulegu millibili, en þær voru ekkert venjulegar. Kvalafullir krampar og sársauki, sem oftar en einu sinni enduðu með ferð upp á spítala. Ég fékk mikil svimaköst og þjáðist af ógleði en verstur var kvíðinn því hann fór að vinda upp á sig. Aðallega vegna þess að það gat enginn sagt mér hvað væri að mér. Hvers vegna ég hreinlega var ekki ég sjálfur lengur. Það leið ekki einn einasti dagur þar sem ég var eins og ég átti að mér að vera,“ segir Sölvi sem sagði vinnufélögum sínum lítið. Hann greindi frá því að hann hefði þurft að leita á bráðamóttöku en sagði eingöngu fáeinum ástvinum frá kvíðanum sem hann fann fyrir. „Þegar leið á veturinn fór að taka meira á að fela þetta stanslaust. Ég var í vinnunni allan daginn og í sjónvarpinu flest kvöld og var að bögglast með það að ég væri aldrei í lagi. Ég sagði engum frá því nema þáverandi kærustu minni og foreldrum mínum. Ég sé það núna hversu galið það er að burðast með skömm yfir því að vera lasinn, en einhverra hluta vegna er maður þannig gerður að manni finnst að annað fólk eigi ekki að vita. En það er einfaldlega rangt. Fólk vill hjálpa og það gerir manni gott að fá stuðning. Það er algjör óþarfi að annað fólk geri sömu mistök og ég í þessum efnum. Það að burðast með vanlíðan eins og eitthvert leyndarmál er algjör þvæla og gerir hana bara enn verri.“ Versta tímabilið var um níu mánuðir. Í allan þann tíma var ég meira og minna eins og brunarúst að reyna að harka af mér dag eftir dag. Það er erfitt að tína til einstök tilvik, en það gerðist gríðarlega oft að ég var bara alls ekki á staðnum. Ég var í kvíðakasti að reyna að taka viðtöl við stjórnmálamenn og alls konar annað fólk í beinum útsendingum kvöld eftir kvöld. Það gerðist aftur og aftur að ég tók viðtöl þar sem hausinn á mér var á fullkomnum yfirsnúningi við að vinna úr öðrum hlutum. Ætli ég hafi ekki getað notað svona 10-15 prósent af heilanum á mér í það sem ég átti að vera að gera stærstan hlutan af þessum vetri. Einhverra hluta vegna fékk ég samt oft hrós fyrir þau viðtöl sem ég tók og sjálfstýringin virðist hafa virkað sæmilega. En þegar ástandið var orðið verst var ég líkamlega og andlega gjörsamlega búinn á því. Aftur og aftur kom ég heim og kastaði upp eftir útsendingar og lá svo bara í sófanum í marga klukkutíma. Við það bættust svo átökin við að fela alla þessa vanlíðan daginn út og inn. Oft gerðist það að um leið og ég losnaði út af vinnustaðnum og var kominn út í bíl þá fór ég að hágráta. Það bara gaf sig eitthvað.Langur listi geðlyfja Ég skil ekki enn hvernig ég fór að því að vera í vinnu á meðan á þessu tímabili stóð. Ég þurfti að taka mér veikindadaga annað slagið. En það var fáránlegt hversu miklu ég kom í verk á þessum tíma. Ég er með lista yfir öll þau lyf sem ég þurfti að taka á þessu tímabili og hann er langur. Það voru um 10-12 lyf, sem flokkast undir geðlyf, sem ég byrjaði á og hætti á þennan vetur. Aukaverkanirnar og fráhvarfseinkennin af þessum lyfjakokteil bættust svo ofan á allt hitt. En lyfin voru eina lausnin sem mér var boðin á þessum tíma,“ segir Sölvi. Kvíðinn hélt áfram að vinda upp á sig og Sölvi segir sjálfsmyndina hafa beðið hnekki. „Þegar það fór að vora var ég svo kominn með mikinn heilsukvíða líka og ímyndaði mér það versta. Ég lét leita af allan grun um krabbamein, hjartavandamál og alls konar. Fram að þessu tímabili var ég með ákveðna hugmynd um hver ég væri og hvernig mér ætti að líða. En frá því að þetta veikindatímabil hófst var það æ sjaldnar sem mér fannst ég vera í lagi. Það var kannski að jafnaði hálftími til klukkutími á dag þar sem ég var bærilegur. Kvíðinn yfir því að vita ekki hvað í ósköpunum væri að mér bjó svo til félagsfælni. Ég gat ekki farið í verslunarmiðstöð í heilt ár. Gat ekki farið út í búð nema á kvöldin eða jafnvel að næturlagi. Það er kannski eitthvað kómískt við það að vera fjölmiðlamaður og geta ekki verið innan um fólk. En svona var þetta. En það sem var erfiðast var símafælnin. Ég fékk í langan tíma svima og hausverk í hvert einasta skipti sem ég talaði í síma. Þegar ég var upp á mitt versta þurfti ég alltaf að fara afsíðis eftir að hafa tekið nokkurra mínútna símtöl. Því þau reyndu svo mikið á. Ég var því alltaf að fara á klósettið, það var eini staðurinn sem ég gat farið á til að ná áttum. Þar stóð ég því bara, lokaði að mér og reyndi að ná áttum eftir að hafa tekið þriggja mínútna símtal. Þetta hljómar fáránlega og ég get hlegið að þessu núna, en á þessum tímapunkti gat ég einhvern veginn ekki bara sagt: Heyrðu, ég er bara sárlasinn.“Rekinn eftir fimm ára starf Foreldrar Sölva gáfu honum ferð með sér til Japans í jólagjöf. Á þeim tímapunkti treysti hann sér ekki í ferðina. Hann hélt að hann myndi hreinlega ekki lifa flugið af. „Ég var orðinn eins og mjög illa haldinn sjúklingur og trúði því að ég myndi varla lifa það af að fara í svona langt flug. En það var gæfa að ég fór því í ferðinni fann ég loks von og trú á nýjan leik. Ég var á göngu í gömlu höfuðborginni Kyoto og fann allt í einu fyrir mér. Fann fyrir vellíðan. Það voru engar áhyggjur. Það var eins og veturinn væri gleymdur. Þetta ástand varði meira og minna út ferðina og dugði til þess að ég fékk trúna á það að mér gæti batnað. Ég gæti orðið sjálfum mér líkur aftur. Allar þessar pillur, allar þessar læknisheimsóknir en svo fann ég loks einhverja lausn þegar ég var bara í léttum göngutúr í fallegri borg,“ segir Sölvi og brosir. Þetta sumar fór ég í gott frí. Ég átti inni sex eða sjö vikur í sumarfrí og fékk ofan á það veikindafrí. Ég nýtti fríið vel. Fór til útlanda og upp í sveit og hvíldi mig og náði vopnum mínum aftur og fór að trúa því að þetta yrði bara allt í lagi,“ segir Sölvi frá. Að fríinu loknu snýr Sölvi aftur til vinnu á fréttastofu Stöðvar 2. „Þegar ég byrja aftur að vinna byrjuðu einkennin að hluta til aftur. Ég er því farinn að átta mig á því að ástand mitt tengist álagi. Ég er farinn að greina stóru myndina. Kannski ekki alveg en veit að ég er að glíma við síþreytu eða kulnun eða hvað sem fólk vill kalla það þegar það er ofkeyrt af streitu. Ég áttaði mig á því að sennilega gæti ég ekki aftur gert hlutina eins og áður. Ég yrði að hlífa mér meira og gera hlutina öðruvísi.“„Það að taka einstakling með lífsstílsvandamál og setja hann á sterk lyf en spyrja hann ekkert út í það hvað hann er að borða, hvernig hann sefur og hvort hann er að hreyfa sig gengur einfaldlega ekki upp,“ segir Sölvi. Fréttablaðið/EyþórHaustið 2008 var eins og allir þekkja viðburðaríkt á Íslandi og í miðju hruninu urðu breytingar á Íslandi í dag. ,,Við höfðum verið þrjú með þáttinn, ég, Svanhildur Hólm og Sigurlaug Jónasdóttir. Ég og Svanhildur vorum ein um pólitísku viðtölin. En svo hætti Svanhildur og ég sá eftir það einn um þjóðmálahluta þáttarins út árið. Ég man eftir viku þar sem ég var með með Geir Haarde í beinni útsendingu daginn sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom inn í landið og svo Ólaf Ragnar daginn eftir og Ingibjörgu Sólrúnu daginn eftir það. Þarna var ég kominn aftur í gírinn sem ég var í þegar ég veiktist. Adrenalínið hélt mér gangandi og þetta var fjörugasta tímabil sem ég man eftir á mínum fjölmiðlaferli. En svo var ég rekinn. Ég var mjög óvænt kallaður inn á skrifstofu og rekinn eftir fimm ára starf. Sem ég held, þó að ég segi sjálfur frá, að hafi verið ósanngjarnt því ég held að ég hafi skilað verulega góðu starfi,“ segir Sölvi og segir uppsögnina hafa sett strik í reikninginn. „Mér hafði verið að miða áfram. En þarna þarf ég að taka aftur eitt skref til baka áður en ég tek tvö áfram. Ég fór á Skjá einn og næstu misseri þarna á eftir er ég í hægum bata. Ég er kominn inn í nýjan lífsstíl en það gengur ekki hratt fyrir sig að umbylta lífi sínu á þennan hátt og ég er að glíma við alls konar hluti áfram. Mér þóttu þeir samt léttvægir miðað við það sem ég gekk í gegnum þegar verst lét. Nú var ég kominn með vikulegan þátt og réð betur við álagið, gat jafnað það. Ég fór svo úr því að vera með viðtalsþátt í að gera fréttaskýringarþáttinn Málið, sem var mjög skemmtilegt, en við völdum oft býsna þung mál. Það varð ákveðinn vendipunktur hjá mér vorið 2013, þegar ég var að gera þætti um barnaníð, vændi og undirheima á sama tíma. Þáttagerðin endaði með því að tveir verulega hættulegir menn hótuðu mér lífláti úr fastlínunúmeri Litla-Hrauns. Þorði ekki að sofa í íbúð sinni Ég þorði ekki að sofa í íbúðinni minni í heila viku og fann að nú væri komið gott af öllum þessum þyngslum,“ segir Sölvi sem segir þá góðu áfanga sem hann hafði náð á þessum tíma stefnt í hættu. „Ég ákvað þarna að taka heilsuna miklu fastari tökum og leita eigin lausna, þar sem ég hafði fengið verulega lítið úr langferð minni til allra helstu sérfræðilækna sem hægt er að nefna. Ég fór að prófa mig áfram með jóga, hugleiðslu og köld böð. Breytti næringunni minni í grundvallaratriðum og sitthvað fleira. Það má segja að þarna hafi ég virkilega fyrir alvöru byrjað að kafa dýpra í allt sem snýr að heilsu. Ég fór smám saman úr því að kveljast í kvíða yfir öllum mögulegum og ómögulegum hlutum yfir í það að ganga upp Esjuna á stuttbuxum í janúarmánuði,“ segir hann og hlær. „Grínlaust, þá breytti öll þessi hreyfing og hugleiðsla lífi mínu. Líkami og hugur eru nátengd fyrirbæri. Við erum komin að ákveðnum tímamótum þegar kemur að þeim lausnum sem eru í boði í okkar annars ágæta heilbrigðiskerfi. Ég átta mig á því að ég er kominn út á hálan ís, en einhver verður að þora að segja hlutina eins og þeir eru. Eftir að hafa sjálfur klárað háskólanám í sálfræði og gengið til sálfræðinga og geðlækna í mörg ár yrði ég fyrstur allra til að segja að lyf geta sannarlega gert gagn. En það að skrifa upp á þau hugsunarlaust án þess að taka á öðrum þáttum er í raun algjörlega galið. Það að taka einstakling með lífsstílsvandamál og setja hann á sterk lyf en spyrja hann ekkert út í það hvað hann er að borða, hvernig hann sefur og hvort hann er að hreyfa sig gengur einfaldlega ekki upp. Ef lífsstíllinn er í steik er hausinn líka í steik. Það er nokkuð sjálfgefið. Ég leyfi mér að efast stórlega um að þeir sem skrifa upp á lyfin myndu gera það með sama hætti ef þeir hefðu prófað að taka þau sjálfir,“ segir Sölvi ákveðinn og bætir við að auðvitað sé það heilmikið átak að breyta hlutunum. „Það eru engar skyndilausnir til, enda gefur það manni líka miklu meira að þurfa að hafa fyrir hlutunum. Reynslan hefur kennt mér að raunveruleg þægindi koma þegar maður hefur haft hugrekki til að stíga aftur og aftur inn í óþægindi. Ég gat það, þú getur það líka,“ segir hann. „Allir geta það. Þegar maður er svona mikið veikur, þá vill hluti af manni fara auðveldu leiðina. Það er svo auðvelt að taka bara lyf og leiða hjá sér rót vandans. En það er mikilvægt að sýna hugrekki og fara út fyrir kassann. Ég er vel menntaður og ágætlega gefinn en ég var gæinn sem vissi rosalega mikið um allt en reyndi fátt og gerði lítið. Það er gjörbreytt. Nú geri ég hluti og lifi lífinu. Ég er farinn að gera hlutina sem ég talaði um í mörg ár. Mig dreymdi um að prófa að búa í Kaliforníu, ég gerði það. Ég vildi ganga Jakobsveginn, ég sló til vorið 2017 og gerði það. Þar kviknaði í alvöru sú löngun að miðla reynslu minni og skrifa þessa bók. Ég ákvað að skilja snjallsímann eftir heima og eftir að verstu fráhvörfin voru afstaðin streymdu til mín hugmyndir. Á þessari göngu varð hugmyndin að bókinni í raun til. Ég fann þá að heilsan hefur verið mitt helsta áhugamál í áratug. Ég hef prófað svo margt, ég hef lesið mér margfalt meira til en á allri minni háskólagöngu. Það væri fáránlegt að þegja. Eins og ég gerði þegar ég var að glíma við þetta allt saman. Ég er í bókinni að deila öllu sem ég hef lært.Með margar greiningar Ég fór úr því að vera greindur með fjölmarga kvilla í að vera bara nokkuð góður,“ segir hann og brosir. „Ég var greindur með kvíðaröskun á háu stigi. Hún var það alvarleg að ég hefði verið gjaldgengur á stofnun þegar verst lét. Ég var greindur með athyglisbrest, ég var greindur með eitthvert svimaheilkenni, af helsta sérfræðingi landsins í þeim efnum. Ég var greindur með tvær eða þrjár krónískar meltingartruflanir, fótaóeirð, síþreytu, kulnun og margt fleira. Í raun og veru hafði ég fyrir áratug fullgilda ástæðu til þess að gefast bara upp. En síðan þá hef ég gert fimmtán heilar þáttaseríur í sjónvarpi, ferðast til meira en 30 nýrra landa, skrifað fjórar bækur, gert kvikmynd og milljón aðra hluti. Það er svo mikilvægt að samsama sig ekki greiningum. Ég er alls ekki að gera lítið úr því álagi sem fylgir því að glíma við sjúkdóma. En það er hættulegt að verða greiningin. Aldrei verið í betra formi Auðvitað á ég slæma daga eins og allir. En þeim fækkar stöðugt og ég sé enga ástæðu til annars en að hlutirnir geti bara orðið enn betri. Ég varð fertugur í desember og finnst ég léttari á allan hátt en þegar ég var tvítugur. Ég hef eiginlega aldrei verið í betra formi. Andlega jafnt og líkamlega. En það kostar vinnu. Ég hef í áraraðir stundað hugleiðslu og líkamsrækt og breytingar, þær verða ekki á einum degi. En það er þess virði að hefja ferðalagið. Með þessari bók er ég að deila öllu því sem ég hef lært á minni vegferð og ef ég get hjálpað einhverjum verð ég glaður.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Nýtt ár er hafið. Á þeim tímamótum leiða margir hugann að því hvað má betur fara. Strengja heit um að verða betri manneskja og lifa betra lífi. Hjá mörgum rista heitin grunnt og fyrr en varir eru þau gleymd í annríkinu. Sölvi Tryggvason ætlar ekki að strengja áramótaheit. Hann ætlar einfaldlega að halda áfram að veita réttum hlutum athygli og vera sjálfum sér nægur. Hann veit af eigin reynslu að það getur reynst dýrkeypt að gera það ekki. Ný bók hans, Á eigin skinni, kemur brátt út og hann segist óþreyjufullur að kynna fólki efni hennar. Í henni segir hann sögu sína. Af algjöru niðurbroti árið 2007 og áralangri glímu hans við eftirköstin. „Ég er búinn að vera með þessa bók í maganum í mörg ár,“ segir hann. Þetta er í raun afrakstur meira en áratugar af stanslausri rannsóknarvinnu um allt sem snýr að heilsu.Í skrýtnu ástandi „Ég óska öðrum þess að rata rétta leið. Í bókinni lýsi ég minni reynslu. Því sem ég gekk í gegnum, hvaða meðhöndlun ég hlaut og hvernig ég leitaði svo sjálfur lausna. Ég hef lært óteljandi hluti af fólki um allan heim og nú er kominn tími til að miðla þessu,“ segir Sölvi. Árið 2007 var íslenskt efnahagslíf í háspennu. Sölvi starfaði fyrir fréttastofu Stöðvar 2 í þættinum Ísland í dag. Starfi í fjölmiðlum fylgir oft hraði og álag og hann fór ekki varhluta af því. Það kom honum þó mjög á óvart þegar heilsan brast. Það gerðist mjög skyndilega, þó að hann sjái þegar hann lítur til baka ýmis viðvörunarmerki sem honum hefðu átt að vera ljós.Starfi í fjölmiðlum fylgir oft hraði og álag og hann fór ekki varhluta af því. Það kom Sölva þó mjög á óvart þegar heilsan brast. Það gerðist mjög skyndilega. Fréttablaðið/Eyþór„Í september 2007 fer ég í ferð með nokkrum af fréttastofu Stöðvar 2 á vegum Glitnis til New York þar sem stóð til að opna nýtt útibú bankans. Á þessum tíma var útrásargeðveikin í hæstu hæðum. Ég var búinn að vera með tannpínu í fáeina daga fyrir ferðina en harkaði af mér. Tók parkódín og ákvað að fara til tannlæknis þegar ég kæmi heim. Ég fór beint úr löngu flugi í að vinna og finn að ég er með einhvers konar flensueinkenni, þó að þau væru grunsamlega líkleg til að vera eitthvað miklu meira. Ég fann til dæmis fyrir miklum svima og stanslausri óraunveruleikatilfinningu, sem ég hafði aldrei upplifað áður. Þetta var fjögurra daga ferð og ég var alla ferðina í skrýtnu ástandi. Ég náði að klára mig í gegnum viðtölin og svona en finn það greinilega að það er eitthvað mikið að. Ég skrifaði það samt bara á það að ég væri kominn með einhverja pest,“ segir Sölvi. Hann kom heim á föstudagsmorgni og fór beint í útsendingu í Íslandi í dag seinna um kvöldið. „Þar sá ég viðmælendur mína tvöfalt. Þá áttaði ég mig á því að ef þetta væri einhver pest, þá væri hún greinilega með alvarlegri birtingarmynd en eðlilegt gæti talist. Ég næ að klára útsendinguna. Afsaka mig og segist vera veikur. Fer heim og ákveð að hvílast um helgina. Ég reyni að hvíla mig. Mæti aftur í vinnuna á mánudegi og þá heldur þetta bara áfram,“ segir Sölvi sem á þessum tímapunkti ákvað að láta kanna heilsu sína. Hann fór upp á bráðamóttöku og fór í blóðprufur og fleira til að leita svara. „Það komu í ljós skýr merki þess að ég væri búinn að ofkeyra mig. Ég væri í viðvarandi streituástandi,“ segir hann. „Auðvitað voru eftir á að hyggja klárlega merki um streitu áður en heilsan hrundi. Árin á undan gnísti ég tönnum í svefni, nagaði neglurnar í tíma og ótíma og gat ekki slakað á. Það gekk mjög vel hjá mér í vinnunni. Ég var orkumikill en ég hrökk samt reglulega upp á næturnar og sótti í sífellt meiri spennu. Það er víst oft þannig að áður en þú krassar þá finnst þér þú bara vera að massa þetta,“ segir hann.Sendur heim með geðlyf Sölvi var sendur heim af bráðamóttökunni með tvö geðlyf. „Þau áttu að taka á þessu ástandi, ég var ekkert mikið að huga að því hvaða lyf þetta voru eða hvernig þau virkuðu. Annað lyfið var við kvíða, hitt við þunglyndi og var svefnlyf líka. Ég hafði aldrei tekið svefnlyf áður, en ákvað að hlýða lækninum. Ég vaknaði á þriðjudagsmorgni og átti að mæta í vinnuna á venjulegum tíma. Ég man að ég drakk þrjá sterka kaffibolla, skvetti aftur og aftur framan í mig köldu vatni, en leið samt ennþá eins og ég væri ekki vaknaður þremur klukkutímum síðar. Eins og ég væri ekki alveg í veruleikanum. Ég tók ekki aftur það lyf. En hitt hélt ég áfram að taka. En það hafði ekkert að segja. Einkennin fóru ekkert og versnuðu í raun bara,“ segir hann.„Ég fór úr því að vera greindur með fjölmarga kvilla í að vera bara nokkuð góður.“ Fréttablaðið/EyþórEinkennin sem Sölvi upplifði voru mjög sterk. „Ég fékk miklar meltingartruflanir með reglulegu millibili, en þær voru ekkert venjulegar. Kvalafullir krampar og sársauki, sem oftar en einu sinni enduðu með ferð upp á spítala. Ég fékk mikil svimaköst og þjáðist af ógleði en verstur var kvíðinn því hann fór að vinda upp á sig. Aðallega vegna þess að það gat enginn sagt mér hvað væri að mér. Hvers vegna ég hreinlega var ekki ég sjálfur lengur. Það leið ekki einn einasti dagur þar sem ég var eins og ég átti að mér að vera,“ segir Sölvi sem sagði vinnufélögum sínum lítið. Hann greindi frá því að hann hefði þurft að leita á bráðamóttöku en sagði eingöngu fáeinum ástvinum frá kvíðanum sem hann fann fyrir. „Þegar leið á veturinn fór að taka meira á að fela þetta stanslaust. Ég var í vinnunni allan daginn og í sjónvarpinu flest kvöld og var að bögglast með það að ég væri aldrei í lagi. Ég sagði engum frá því nema þáverandi kærustu minni og foreldrum mínum. Ég sé það núna hversu galið það er að burðast með skömm yfir því að vera lasinn, en einhverra hluta vegna er maður þannig gerður að manni finnst að annað fólk eigi ekki að vita. En það er einfaldlega rangt. Fólk vill hjálpa og það gerir manni gott að fá stuðning. Það er algjör óþarfi að annað fólk geri sömu mistök og ég í þessum efnum. Það að burðast með vanlíðan eins og eitthvert leyndarmál er algjör þvæla og gerir hana bara enn verri.“ Versta tímabilið var um níu mánuðir. Í allan þann tíma var ég meira og minna eins og brunarúst að reyna að harka af mér dag eftir dag. Það er erfitt að tína til einstök tilvik, en það gerðist gríðarlega oft að ég var bara alls ekki á staðnum. Ég var í kvíðakasti að reyna að taka viðtöl við stjórnmálamenn og alls konar annað fólk í beinum útsendingum kvöld eftir kvöld. Það gerðist aftur og aftur að ég tók viðtöl þar sem hausinn á mér var á fullkomnum yfirsnúningi við að vinna úr öðrum hlutum. Ætli ég hafi ekki getað notað svona 10-15 prósent af heilanum á mér í það sem ég átti að vera að gera stærstan hlutan af þessum vetri. Einhverra hluta vegna fékk ég samt oft hrós fyrir þau viðtöl sem ég tók og sjálfstýringin virðist hafa virkað sæmilega. En þegar ástandið var orðið verst var ég líkamlega og andlega gjörsamlega búinn á því. Aftur og aftur kom ég heim og kastaði upp eftir útsendingar og lá svo bara í sófanum í marga klukkutíma. Við það bættust svo átökin við að fela alla þessa vanlíðan daginn út og inn. Oft gerðist það að um leið og ég losnaði út af vinnustaðnum og var kominn út í bíl þá fór ég að hágráta. Það bara gaf sig eitthvað.Langur listi geðlyfja Ég skil ekki enn hvernig ég fór að því að vera í vinnu á meðan á þessu tímabili stóð. Ég þurfti að taka mér veikindadaga annað slagið. En það var fáránlegt hversu miklu ég kom í verk á þessum tíma. Ég er með lista yfir öll þau lyf sem ég þurfti að taka á þessu tímabili og hann er langur. Það voru um 10-12 lyf, sem flokkast undir geðlyf, sem ég byrjaði á og hætti á þennan vetur. Aukaverkanirnar og fráhvarfseinkennin af þessum lyfjakokteil bættust svo ofan á allt hitt. En lyfin voru eina lausnin sem mér var boðin á þessum tíma,“ segir Sölvi. Kvíðinn hélt áfram að vinda upp á sig og Sölvi segir sjálfsmyndina hafa beðið hnekki. „Þegar það fór að vora var ég svo kominn með mikinn heilsukvíða líka og ímyndaði mér það versta. Ég lét leita af allan grun um krabbamein, hjartavandamál og alls konar. Fram að þessu tímabili var ég með ákveðna hugmynd um hver ég væri og hvernig mér ætti að líða. En frá því að þetta veikindatímabil hófst var það æ sjaldnar sem mér fannst ég vera í lagi. Það var kannski að jafnaði hálftími til klukkutími á dag þar sem ég var bærilegur. Kvíðinn yfir því að vita ekki hvað í ósköpunum væri að mér bjó svo til félagsfælni. Ég gat ekki farið í verslunarmiðstöð í heilt ár. Gat ekki farið út í búð nema á kvöldin eða jafnvel að næturlagi. Það er kannski eitthvað kómískt við það að vera fjölmiðlamaður og geta ekki verið innan um fólk. En svona var þetta. En það sem var erfiðast var símafælnin. Ég fékk í langan tíma svima og hausverk í hvert einasta skipti sem ég talaði í síma. Þegar ég var upp á mitt versta þurfti ég alltaf að fara afsíðis eftir að hafa tekið nokkurra mínútna símtöl. Því þau reyndu svo mikið á. Ég var því alltaf að fara á klósettið, það var eini staðurinn sem ég gat farið á til að ná áttum. Þar stóð ég því bara, lokaði að mér og reyndi að ná áttum eftir að hafa tekið þriggja mínútna símtal. Þetta hljómar fáránlega og ég get hlegið að þessu núna, en á þessum tímapunkti gat ég einhvern veginn ekki bara sagt: Heyrðu, ég er bara sárlasinn.“Rekinn eftir fimm ára starf Foreldrar Sölva gáfu honum ferð með sér til Japans í jólagjöf. Á þeim tímapunkti treysti hann sér ekki í ferðina. Hann hélt að hann myndi hreinlega ekki lifa flugið af. „Ég var orðinn eins og mjög illa haldinn sjúklingur og trúði því að ég myndi varla lifa það af að fara í svona langt flug. En það var gæfa að ég fór því í ferðinni fann ég loks von og trú á nýjan leik. Ég var á göngu í gömlu höfuðborginni Kyoto og fann allt í einu fyrir mér. Fann fyrir vellíðan. Það voru engar áhyggjur. Það var eins og veturinn væri gleymdur. Þetta ástand varði meira og minna út ferðina og dugði til þess að ég fékk trúna á það að mér gæti batnað. Ég gæti orðið sjálfum mér líkur aftur. Allar þessar pillur, allar þessar læknisheimsóknir en svo fann ég loks einhverja lausn þegar ég var bara í léttum göngutúr í fallegri borg,“ segir Sölvi og brosir. Þetta sumar fór ég í gott frí. Ég átti inni sex eða sjö vikur í sumarfrí og fékk ofan á það veikindafrí. Ég nýtti fríið vel. Fór til útlanda og upp í sveit og hvíldi mig og náði vopnum mínum aftur og fór að trúa því að þetta yrði bara allt í lagi,“ segir Sölvi frá. Að fríinu loknu snýr Sölvi aftur til vinnu á fréttastofu Stöðvar 2. „Þegar ég byrja aftur að vinna byrjuðu einkennin að hluta til aftur. Ég er því farinn að átta mig á því að ástand mitt tengist álagi. Ég er farinn að greina stóru myndina. Kannski ekki alveg en veit að ég er að glíma við síþreytu eða kulnun eða hvað sem fólk vill kalla það þegar það er ofkeyrt af streitu. Ég áttaði mig á því að sennilega gæti ég ekki aftur gert hlutina eins og áður. Ég yrði að hlífa mér meira og gera hlutina öðruvísi.“„Það að taka einstakling með lífsstílsvandamál og setja hann á sterk lyf en spyrja hann ekkert út í það hvað hann er að borða, hvernig hann sefur og hvort hann er að hreyfa sig gengur einfaldlega ekki upp,“ segir Sölvi. Fréttablaðið/EyþórHaustið 2008 var eins og allir þekkja viðburðaríkt á Íslandi og í miðju hruninu urðu breytingar á Íslandi í dag. ,,Við höfðum verið þrjú með þáttinn, ég, Svanhildur Hólm og Sigurlaug Jónasdóttir. Ég og Svanhildur vorum ein um pólitísku viðtölin. En svo hætti Svanhildur og ég sá eftir það einn um þjóðmálahluta þáttarins út árið. Ég man eftir viku þar sem ég var með með Geir Haarde í beinni útsendingu daginn sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom inn í landið og svo Ólaf Ragnar daginn eftir og Ingibjörgu Sólrúnu daginn eftir það. Þarna var ég kominn aftur í gírinn sem ég var í þegar ég veiktist. Adrenalínið hélt mér gangandi og þetta var fjörugasta tímabil sem ég man eftir á mínum fjölmiðlaferli. En svo var ég rekinn. Ég var mjög óvænt kallaður inn á skrifstofu og rekinn eftir fimm ára starf. Sem ég held, þó að ég segi sjálfur frá, að hafi verið ósanngjarnt því ég held að ég hafi skilað verulega góðu starfi,“ segir Sölvi og segir uppsögnina hafa sett strik í reikninginn. „Mér hafði verið að miða áfram. En þarna þarf ég að taka aftur eitt skref til baka áður en ég tek tvö áfram. Ég fór á Skjá einn og næstu misseri þarna á eftir er ég í hægum bata. Ég er kominn inn í nýjan lífsstíl en það gengur ekki hratt fyrir sig að umbylta lífi sínu á þennan hátt og ég er að glíma við alls konar hluti áfram. Mér þóttu þeir samt léttvægir miðað við það sem ég gekk í gegnum þegar verst lét. Nú var ég kominn með vikulegan þátt og réð betur við álagið, gat jafnað það. Ég fór svo úr því að vera með viðtalsþátt í að gera fréttaskýringarþáttinn Málið, sem var mjög skemmtilegt, en við völdum oft býsna þung mál. Það varð ákveðinn vendipunktur hjá mér vorið 2013, þegar ég var að gera þætti um barnaníð, vændi og undirheima á sama tíma. Þáttagerðin endaði með því að tveir verulega hættulegir menn hótuðu mér lífláti úr fastlínunúmeri Litla-Hrauns. Þorði ekki að sofa í íbúð sinni Ég þorði ekki að sofa í íbúðinni minni í heila viku og fann að nú væri komið gott af öllum þessum þyngslum,“ segir Sölvi sem segir þá góðu áfanga sem hann hafði náð á þessum tíma stefnt í hættu. „Ég ákvað þarna að taka heilsuna miklu fastari tökum og leita eigin lausna, þar sem ég hafði fengið verulega lítið úr langferð minni til allra helstu sérfræðilækna sem hægt er að nefna. Ég fór að prófa mig áfram með jóga, hugleiðslu og köld böð. Breytti næringunni minni í grundvallaratriðum og sitthvað fleira. Það má segja að þarna hafi ég virkilega fyrir alvöru byrjað að kafa dýpra í allt sem snýr að heilsu. Ég fór smám saman úr því að kveljast í kvíða yfir öllum mögulegum og ómögulegum hlutum yfir í það að ganga upp Esjuna á stuttbuxum í janúarmánuði,“ segir hann og hlær. „Grínlaust, þá breytti öll þessi hreyfing og hugleiðsla lífi mínu. Líkami og hugur eru nátengd fyrirbæri. Við erum komin að ákveðnum tímamótum þegar kemur að þeim lausnum sem eru í boði í okkar annars ágæta heilbrigðiskerfi. Ég átta mig á því að ég er kominn út á hálan ís, en einhver verður að þora að segja hlutina eins og þeir eru. Eftir að hafa sjálfur klárað háskólanám í sálfræði og gengið til sálfræðinga og geðlækna í mörg ár yrði ég fyrstur allra til að segja að lyf geta sannarlega gert gagn. En það að skrifa upp á þau hugsunarlaust án þess að taka á öðrum þáttum er í raun algjörlega galið. Það að taka einstakling með lífsstílsvandamál og setja hann á sterk lyf en spyrja hann ekkert út í það hvað hann er að borða, hvernig hann sefur og hvort hann er að hreyfa sig gengur einfaldlega ekki upp. Ef lífsstíllinn er í steik er hausinn líka í steik. Það er nokkuð sjálfgefið. Ég leyfi mér að efast stórlega um að þeir sem skrifa upp á lyfin myndu gera það með sama hætti ef þeir hefðu prófað að taka þau sjálfir,“ segir Sölvi ákveðinn og bætir við að auðvitað sé það heilmikið átak að breyta hlutunum. „Það eru engar skyndilausnir til, enda gefur það manni líka miklu meira að þurfa að hafa fyrir hlutunum. Reynslan hefur kennt mér að raunveruleg þægindi koma þegar maður hefur haft hugrekki til að stíga aftur og aftur inn í óþægindi. Ég gat það, þú getur það líka,“ segir hann. „Allir geta það. Þegar maður er svona mikið veikur, þá vill hluti af manni fara auðveldu leiðina. Það er svo auðvelt að taka bara lyf og leiða hjá sér rót vandans. En það er mikilvægt að sýna hugrekki og fara út fyrir kassann. Ég er vel menntaður og ágætlega gefinn en ég var gæinn sem vissi rosalega mikið um allt en reyndi fátt og gerði lítið. Það er gjörbreytt. Nú geri ég hluti og lifi lífinu. Ég er farinn að gera hlutina sem ég talaði um í mörg ár. Mig dreymdi um að prófa að búa í Kaliforníu, ég gerði það. Ég vildi ganga Jakobsveginn, ég sló til vorið 2017 og gerði það. Þar kviknaði í alvöru sú löngun að miðla reynslu minni og skrifa þessa bók. Ég ákvað að skilja snjallsímann eftir heima og eftir að verstu fráhvörfin voru afstaðin streymdu til mín hugmyndir. Á þessari göngu varð hugmyndin að bókinni í raun til. Ég fann þá að heilsan hefur verið mitt helsta áhugamál í áratug. Ég hef prófað svo margt, ég hef lesið mér margfalt meira til en á allri minni háskólagöngu. Það væri fáránlegt að þegja. Eins og ég gerði þegar ég var að glíma við þetta allt saman. Ég er í bókinni að deila öllu sem ég hef lært.Með margar greiningar Ég fór úr því að vera greindur með fjölmarga kvilla í að vera bara nokkuð góður,“ segir hann og brosir. „Ég var greindur með kvíðaröskun á háu stigi. Hún var það alvarleg að ég hefði verið gjaldgengur á stofnun þegar verst lét. Ég var greindur með athyglisbrest, ég var greindur með eitthvert svimaheilkenni, af helsta sérfræðingi landsins í þeim efnum. Ég var greindur með tvær eða þrjár krónískar meltingartruflanir, fótaóeirð, síþreytu, kulnun og margt fleira. Í raun og veru hafði ég fyrir áratug fullgilda ástæðu til þess að gefast bara upp. En síðan þá hef ég gert fimmtán heilar þáttaseríur í sjónvarpi, ferðast til meira en 30 nýrra landa, skrifað fjórar bækur, gert kvikmynd og milljón aðra hluti. Það er svo mikilvægt að samsama sig ekki greiningum. Ég er alls ekki að gera lítið úr því álagi sem fylgir því að glíma við sjúkdóma. En það er hættulegt að verða greiningin. Aldrei verið í betra formi Auðvitað á ég slæma daga eins og allir. En þeim fækkar stöðugt og ég sé enga ástæðu til annars en að hlutirnir geti bara orðið enn betri. Ég varð fertugur í desember og finnst ég léttari á allan hátt en þegar ég var tvítugur. Ég hef eiginlega aldrei verið í betra formi. Andlega jafnt og líkamlega. En það kostar vinnu. Ég hef í áraraðir stundað hugleiðslu og líkamsrækt og breytingar, þær verða ekki á einum degi. En það er þess virði að hefja ferðalagið. Með þessari bók er ég að deila öllu því sem ég hef lært á minni vegferð og ef ég get hjálpað einhverjum verð ég glaður.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira