Minningarbók um Kolbein Aron í íþróttahúsinu í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2019 15:45 Minningarbókin um Kolbein Aron Arnarson. Mynd/Fésbókarsíða ÍBV Eyjamenn og aðrir urðu fyrir miklum missi um jólin þegar handboltamaðurinn Kolbeinn Aron Arnarson varð bráðkvaddur í blóma lífsins. Kolbeinn Aron Arnarson var markvörður meistarafloks karla hjá ÍBV og hann var mjög vinamargur bæði í Eyjum sem og upp á landi. Eyjamenn ætla meðal annars að minnast Kolbeins með því að biðja fólk sem þekkti hann til að skrifa í minningarbók sem mun liggja frammi í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum frá 4. til 9. janúar. „Allir þeir sem vilja votta honum virðingu sína geta sett nafn sitt í bókina og þeir sem vilja senda kveðju mega einnig gera það. Þeir sem eiga flotta mynd geta sent okkur myndina á siggainga@ibv.is og munum við líma hana inn í bókina,“ segir í tilkynningu á fésbókarsíðu handboltans í ÍBV. Kolbeinn Aron varð bráðkvaddur á heimili sínu 29 ára að aldri á aðfangadag, 24. desember síðastliðinn. Kolbeinn Aron var einn af lykilmönnum í uppbyggingu og velgengni handboltans í Vestmannaeyjum undanfarin ár. Eftir að hafa æft og leikið með yngri flokkum ÍBV lék hann 17 ára gamall sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2006. Alls spilaði hann 279 leiki fyrir félagið, sem gerir hann að fjórða leikjahæsta leikmanni þess frá upphafi. Kolbeinn Aron átti stóran þátt í því er liðið varð eftirminnilega Íslandsmeistari í fyrsta skipti árið 2014 og bikarmeistari ári síðar. „Fráfall Kolbeins Arons er öllum sem þekktu hann mikið áfall. Hjá okkur sem voru með honum í handboltanum situr eftir sorg og söknuður; þakklæti og virðing,“ sagði í tilkynningunni á heimasíðu ÍBV um andlát Kolbeins. Olís-deild karla Tengdar fréttir Kolbeinn Aron er látinn Kolbeinn Aron Arnarson markmaður ÍBV í handknattleik varð bráðkvaddur á heimili sínu í Vestmannaeyjum um jólin. 26. desember 2018 11:37 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Eyjamenn og aðrir urðu fyrir miklum missi um jólin þegar handboltamaðurinn Kolbeinn Aron Arnarson varð bráðkvaddur í blóma lífsins. Kolbeinn Aron Arnarson var markvörður meistarafloks karla hjá ÍBV og hann var mjög vinamargur bæði í Eyjum sem og upp á landi. Eyjamenn ætla meðal annars að minnast Kolbeins með því að biðja fólk sem þekkti hann til að skrifa í minningarbók sem mun liggja frammi í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum frá 4. til 9. janúar. „Allir þeir sem vilja votta honum virðingu sína geta sett nafn sitt í bókina og þeir sem vilja senda kveðju mega einnig gera það. Þeir sem eiga flotta mynd geta sent okkur myndina á siggainga@ibv.is og munum við líma hana inn í bókina,“ segir í tilkynningu á fésbókarsíðu handboltans í ÍBV. Kolbeinn Aron varð bráðkvaddur á heimili sínu 29 ára að aldri á aðfangadag, 24. desember síðastliðinn. Kolbeinn Aron var einn af lykilmönnum í uppbyggingu og velgengni handboltans í Vestmannaeyjum undanfarin ár. Eftir að hafa æft og leikið með yngri flokkum ÍBV lék hann 17 ára gamall sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2006. Alls spilaði hann 279 leiki fyrir félagið, sem gerir hann að fjórða leikjahæsta leikmanni þess frá upphafi. Kolbeinn Aron átti stóran þátt í því er liðið varð eftirminnilega Íslandsmeistari í fyrsta skipti árið 2014 og bikarmeistari ári síðar. „Fráfall Kolbeins Arons er öllum sem þekktu hann mikið áfall. Hjá okkur sem voru með honum í handboltanum situr eftir sorg og söknuður; þakklæti og virðing,“ sagði í tilkynningunni á heimasíðu ÍBV um andlát Kolbeins.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Kolbeinn Aron er látinn Kolbeinn Aron Arnarson markmaður ÍBV í handknattleik varð bráðkvaddur á heimili sínu í Vestmannaeyjum um jólin. 26. desember 2018 11:37 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Kolbeinn Aron er látinn Kolbeinn Aron Arnarson markmaður ÍBV í handknattleik varð bráðkvaddur á heimili sínu í Vestmannaeyjum um jólin. 26. desember 2018 11:37