Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 83-106 │Rosalegur Rozzell skaut ÍR á kaf Benedikt Grétarsson í Hertz hellinum og Seljaskóla skrifa 6. janúar 2019 21:45 Arnar á hliðarlínunni vísir/bára Þegar liðin mættust í Hertz-höllinni í Breiðholti í kvöld. Leikurinn var í 12. umferð Dominosdeildar karla í körfubolta. Brandon Rozzell var stigahæstur í liði Stjörnunnar með 37 stig og spilaði hreint frábærlega. Kevin Capers skoraði 21 stig fyrir ÍR. Stjarnan hefur nú 16 stig í toppbaráttu deildarinnar en ÍR er með átta stig í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni. Fyrri hálfleikur var sveiflukenndur og liðin skiptust á að koma með sterk áhlaup.Stjörnumenn voru þó með frumkvæðið lengstum en náðu ekki að hrista baráttuglaða ÍR-inga af sér. Stjarnan telfdi fram nýjum leikmanni en Brandon Rozzell lék sinn fyrta leik með liðinu. Þar er á ferðinni ansi góður leikmaður sem getur svo sannarlega skotið boltanum. Rozzell skoraði 20 stig í fyrri hálfleik og reyndist heimamönnum afar erfiður. ÍR frumsýndi sömuleiðis nýjan Bandaríkajamann en Kevin Capers lék sinn fyrsta leik með Breiðhyltingum í kvöld. Kappinn byrjaði á bekknum en kom ágætlega inn í leikinn þegar leið á hálfleikinn. Stjarnan skaut vel fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik og alls settu Garðbæingar átta slíkar körfur á fyrstu 20 mínðutum leiksins. Það var ekki síst þessum sóknartilþrifum að þakka að liðið hafði forystu að loknum fyrri hálfleik, 49-53. Það byrjaði aðeins að hitna í kolunum í seinni hálfleik, bæði á vellinum og áhorfendapöllunum. Þessi lið háðu hatramma baráttu í úrslitakeppninni í vor og það virðist vera einhver undiralda á milli liðanna. Það kristallaðist í tveimur fáránlegum brotum Geralds Robinson, sem þurfti í kjölfarið að hypja sig í sturtu. Afar kjánaleg hegðun og ekki til að hjálpa ÍR í þessari miklu baráttu. Stjarnan herti skrúfurnar hægt og bítandi og þar fór fremstur áðurnefndur Rozzell. Bakvörðurinn skaut heimamenn á bólakaf og minnti á köflum á gömlu ÍR-goðsögnina Frank Booker. Stjarnan vann að lokum afar sanngjarnan 23 stiga sigur, 83-106.Af hverju vann Stjarnan leikinn? Sóknin hjá Stjörnumönnum var að ganga afar vel og menn hittu eins og óðir væru. Vörnin hefur oft verið betri en Garðbæingar gerðu bara það sem þurfti í þessum leik og gott betur.Hverjir stóðu upp úr? Eins og áður sagði, þá var Brandon Rozzell rosalegur. Maðurinn er með „range“ sem fáir leikmenn hér á landi hafa og það má ekki bakka frá honum í eina sekúndu. Colin Pryor var traustur á báðum endum vallarins og Ægir stýrði liðinu mjög vel. Hákon Örn var flottur í fyrri hálfleik en Stjörnumenn tóku hann fastari tökum í þeim síðari. Ný leikmaður ÍR verður ekki dæmdur eftir þennan leik en kappinn lenti í morgun og hefur ekki náð einni æfingu með liðsfélögunum.Tölfræði sem vakti athygli Stjarnan setti niður 17 þriggja stiga skot í aðeins 36 tilraunum. Það gerir 47% nýtingu, sem er hrikalega vel af sér vikið.Hvað gerist næst? ÍR fær Hauka í heimsókn í Breiðholtið en Stjarnan tekur á móti nýliðum Breiðabliks.Borce: Ég mun ræða þetta við Gerald „Við vorum nokkuð nálægt þeim um tíma í þriðja leikhluta en þá höktir sóknin hjá okkur og við förum of mikið í einstaklingsframtakið. Það virkar stundum en stundum ekki. Kevin Caper lenti bara í morgun og það sást á öllu flæði hjá okkur í sókninni,“ sagði Borce Ilievski eftir tapið gegn Stjörnunni. Þjálfarinn var samt ekkert of svartsýnn á framhaldið. „Þetta verður betra í næsta leik hjá okkur. Kevin lærir betur inn á liðsfélagana og Matthías Sigurðarson ætti að vera klár í þann leik. En Stjarnan var bara of sterk í kvöld. Brandon Rozzell var frábær og augljóst að þar er gæðaleikmaður á ferð.“ Gerald Robinson var svo sannarlega ekki að hjálpa liðsfélögum sínum með því að láta rejka sig í sturtu eftir tvö kjánaleg brot. „Já, ég var næstum búinn að gleyma þessu! Villurnar voru klaufalegar en hann var orðinn vel pirraður eftir að fá ekki dæmdar villur. Það er samt engin afsökun fyrir svona hegðun og ég mun ræða þetta við hann eftir leik. Hann er reyndur leikmaður og á ekki að standa í svona bulli,“ sagði Borce að lokum Ægir Þór Steinarsson stýrði Stjörnunni til útisigurs gegn ÍR en Garðbæingar unnu 83-106. „Til að byrja með var mikill sóknarleikur hjá báðum liðum en við náðum að herða þetta aðeins í seinni hálfleik. Það er alls ekki auðvelt að koma hingað í mikla stemmingu en sem betur fer náðum við að slíta okkur frá þeim í seinni hálfleik,“ sagði sáttur Ægir eftir leik. Gerald Robinson fauk af velli eftir tvö heimskuleg bro tog það auðveldaði Stjörnunni lífið. „Þá var þetta bara búið hjá þeim sko. Leikurinn er í járnum þangað til smá þreyta er komin í þá og Gerald farinn útaf. Hann var að gera okkur lífið leitt í sóknarfráköstum og það er eitthvað sem við þurfum að bæta.“ Töluverð undiralda var í leiknum, bæði á pöllunum og inni á vellinum. Skynjaði Ægir það líka? „Er það ekki alltaf? Þetta eru Ghetto-hooligans! Það er alltaf einhver undiralda og barátta liðanna í úrslitakeppninni undanfarin ár kyndir í því þrátt fyrir að þetta séu kannski tvö algjörlega ný og öðruvísi lið. Þetta er bara gaman og poppar þetta upp. Fínt að byrja árið á þessu,“ sagði Ægir brosandi. Brandon Rozzell lék sinn fyrsta leik og skoraði 37 stig. Hvernig er Ægir að kunna við þennan nýja liðsfélaga sinn? „Ég hugsa að við ættum bara að reka hann eftir þennan leik fyrir að ná ekki 40 stigum, algjörlega skammarleg frammistaða,“ sagði Ægir léttur en bætti svo við. „Nei nei, við fáum þriggja stiga skyttu í honum en missum kannski fráköst og varin skot í Paul Jones. En já, við erum ánægðir með þennan gæja, mjög svo.“Brandon: Arnar er vinur minn „Þetta var svo sannarlega góð byrjun hjá mér en mestu máli skiptir að liðið vann góðan sigur. Ég var fenginn hingað til að vinna körfuboltaleiki og ég er bara ánægður að ég lék vel í kvöld. Kannski var þetta samt „slæmt“ því að kannski heimta strákarnir svona frammistöðu í hverjum leik,“ sagði Brandon Rozzell brosandi eftir sigurinn gegn ÍR en hann skoraði 37 stig. Rozzell þekkir þjálfarann Arnar Guðjónsson vel og það hafði áhrif á ákvörðun hans að koma til Íslands. „Algjörlega. Ég lék fyrir hann í Svíþjóð og við höfum haldið ágætu sambandi. Það gafst tækifæri á að koma hingað og ég treysti Arnari mjög vel. Hann er ekki bara þjálfarinn minn, hann er líka vinur minn. Það er gaman að spila fyrir hann og hann leyfir mér að vera bara ég inni á vellinum.“ Kappinn er bjartsýnn á komandi mánuði. „Ég er bara búinn að vera hér í þrjá daga og hef náð nokkrum æfingum með strákunum. Við erum með frábæran leikstjórnanda og mjög góðan skotmann frá Finnlandi. Svo erum við með reynslubolta undir körfunni í Hlyni Bæringssyni en ég kannaðist við hann frá tíma hans í Svíþjóð. Þetta lítur bara allt mjög vel út,“ sagði skotmaskínan Brandon Rozzell. Dominos-deild karla
Þegar liðin mættust í Hertz-höllinni í Breiðholti í kvöld. Leikurinn var í 12. umferð Dominosdeildar karla í körfubolta. Brandon Rozzell var stigahæstur í liði Stjörnunnar með 37 stig og spilaði hreint frábærlega. Kevin Capers skoraði 21 stig fyrir ÍR. Stjarnan hefur nú 16 stig í toppbaráttu deildarinnar en ÍR er með átta stig í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni. Fyrri hálfleikur var sveiflukenndur og liðin skiptust á að koma með sterk áhlaup.Stjörnumenn voru þó með frumkvæðið lengstum en náðu ekki að hrista baráttuglaða ÍR-inga af sér. Stjarnan telfdi fram nýjum leikmanni en Brandon Rozzell lék sinn fyrta leik með liðinu. Þar er á ferðinni ansi góður leikmaður sem getur svo sannarlega skotið boltanum. Rozzell skoraði 20 stig í fyrri hálfleik og reyndist heimamönnum afar erfiður. ÍR frumsýndi sömuleiðis nýjan Bandaríkajamann en Kevin Capers lék sinn fyrsta leik með Breiðhyltingum í kvöld. Kappinn byrjaði á bekknum en kom ágætlega inn í leikinn þegar leið á hálfleikinn. Stjarnan skaut vel fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik og alls settu Garðbæingar átta slíkar körfur á fyrstu 20 mínðutum leiksins. Það var ekki síst þessum sóknartilþrifum að þakka að liðið hafði forystu að loknum fyrri hálfleik, 49-53. Það byrjaði aðeins að hitna í kolunum í seinni hálfleik, bæði á vellinum og áhorfendapöllunum. Þessi lið háðu hatramma baráttu í úrslitakeppninni í vor og það virðist vera einhver undiralda á milli liðanna. Það kristallaðist í tveimur fáránlegum brotum Geralds Robinson, sem þurfti í kjölfarið að hypja sig í sturtu. Afar kjánaleg hegðun og ekki til að hjálpa ÍR í þessari miklu baráttu. Stjarnan herti skrúfurnar hægt og bítandi og þar fór fremstur áðurnefndur Rozzell. Bakvörðurinn skaut heimamenn á bólakaf og minnti á köflum á gömlu ÍR-goðsögnina Frank Booker. Stjarnan vann að lokum afar sanngjarnan 23 stiga sigur, 83-106.Af hverju vann Stjarnan leikinn? Sóknin hjá Stjörnumönnum var að ganga afar vel og menn hittu eins og óðir væru. Vörnin hefur oft verið betri en Garðbæingar gerðu bara það sem þurfti í þessum leik og gott betur.Hverjir stóðu upp úr? Eins og áður sagði, þá var Brandon Rozzell rosalegur. Maðurinn er með „range“ sem fáir leikmenn hér á landi hafa og það má ekki bakka frá honum í eina sekúndu. Colin Pryor var traustur á báðum endum vallarins og Ægir stýrði liðinu mjög vel. Hákon Örn var flottur í fyrri hálfleik en Stjörnumenn tóku hann fastari tökum í þeim síðari. Ný leikmaður ÍR verður ekki dæmdur eftir þennan leik en kappinn lenti í morgun og hefur ekki náð einni æfingu með liðsfélögunum.Tölfræði sem vakti athygli Stjarnan setti niður 17 þriggja stiga skot í aðeins 36 tilraunum. Það gerir 47% nýtingu, sem er hrikalega vel af sér vikið.Hvað gerist næst? ÍR fær Hauka í heimsókn í Breiðholtið en Stjarnan tekur á móti nýliðum Breiðabliks.Borce: Ég mun ræða þetta við Gerald „Við vorum nokkuð nálægt þeim um tíma í þriðja leikhluta en þá höktir sóknin hjá okkur og við förum of mikið í einstaklingsframtakið. Það virkar stundum en stundum ekki. Kevin Caper lenti bara í morgun og það sást á öllu flæði hjá okkur í sókninni,“ sagði Borce Ilievski eftir tapið gegn Stjörnunni. Þjálfarinn var samt ekkert of svartsýnn á framhaldið. „Þetta verður betra í næsta leik hjá okkur. Kevin lærir betur inn á liðsfélagana og Matthías Sigurðarson ætti að vera klár í þann leik. En Stjarnan var bara of sterk í kvöld. Brandon Rozzell var frábær og augljóst að þar er gæðaleikmaður á ferð.“ Gerald Robinson var svo sannarlega ekki að hjálpa liðsfélögum sínum með því að láta rejka sig í sturtu eftir tvö kjánaleg brot. „Já, ég var næstum búinn að gleyma þessu! Villurnar voru klaufalegar en hann var orðinn vel pirraður eftir að fá ekki dæmdar villur. Það er samt engin afsökun fyrir svona hegðun og ég mun ræða þetta við hann eftir leik. Hann er reyndur leikmaður og á ekki að standa í svona bulli,“ sagði Borce að lokum Ægir Þór Steinarsson stýrði Stjörnunni til útisigurs gegn ÍR en Garðbæingar unnu 83-106. „Til að byrja með var mikill sóknarleikur hjá báðum liðum en við náðum að herða þetta aðeins í seinni hálfleik. Það er alls ekki auðvelt að koma hingað í mikla stemmingu en sem betur fer náðum við að slíta okkur frá þeim í seinni hálfleik,“ sagði sáttur Ægir eftir leik. Gerald Robinson fauk af velli eftir tvö heimskuleg bro tog það auðveldaði Stjörnunni lífið. „Þá var þetta bara búið hjá þeim sko. Leikurinn er í járnum þangað til smá þreyta er komin í þá og Gerald farinn útaf. Hann var að gera okkur lífið leitt í sóknarfráköstum og það er eitthvað sem við þurfum að bæta.“ Töluverð undiralda var í leiknum, bæði á pöllunum og inni á vellinum. Skynjaði Ægir það líka? „Er það ekki alltaf? Þetta eru Ghetto-hooligans! Það er alltaf einhver undiralda og barátta liðanna í úrslitakeppninni undanfarin ár kyndir í því þrátt fyrir að þetta séu kannski tvö algjörlega ný og öðruvísi lið. Þetta er bara gaman og poppar þetta upp. Fínt að byrja árið á þessu,“ sagði Ægir brosandi. Brandon Rozzell lék sinn fyrsta leik og skoraði 37 stig. Hvernig er Ægir að kunna við þennan nýja liðsfélaga sinn? „Ég hugsa að við ættum bara að reka hann eftir þennan leik fyrir að ná ekki 40 stigum, algjörlega skammarleg frammistaða,“ sagði Ægir léttur en bætti svo við. „Nei nei, við fáum þriggja stiga skyttu í honum en missum kannski fráköst og varin skot í Paul Jones. En já, við erum ánægðir með þennan gæja, mjög svo.“Brandon: Arnar er vinur minn „Þetta var svo sannarlega góð byrjun hjá mér en mestu máli skiptir að liðið vann góðan sigur. Ég var fenginn hingað til að vinna körfuboltaleiki og ég er bara ánægður að ég lék vel í kvöld. Kannski var þetta samt „slæmt“ því að kannski heimta strákarnir svona frammistöðu í hverjum leik,“ sagði Brandon Rozzell brosandi eftir sigurinn gegn ÍR en hann skoraði 37 stig. Rozzell þekkir þjálfarann Arnar Guðjónsson vel og það hafði áhrif á ákvörðun hans að koma til Íslands. „Algjörlega. Ég lék fyrir hann í Svíþjóð og við höfum haldið ágætu sambandi. Það gafst tækifæri á að koma hingað og ég treysti Arnari mjög vel. Hann er ekki bara þjálfarinn minn, hann er líka vinur minn. Það er gaman að spila fyrir hann og hann leyfir mér að vera bara ég inni á vellinum.“ Kappinn er bjartsýnn á komandi mánuði. „Ég er bara búinn að vera hér í þrjá daga og hef náð nokkrum æfingum með strákunum. Við erum með frábæran leikstjórnanda og mjög góðan skotmann frá Finnlandi. Svo erum við með reynslubolta undir körfunni í Hlyni Bæringssyni en ég kannaðist við hann frá tíma hans í Svíþjóð. Þetta lítur bara allt mjög vel út,“ sagði skotmaskínan Brandon Rozzell.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti