Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2019 10:58 Ocasio-Cortez dansaði við lagið Lisztomania með hljómsveitinni Phoenix. Skjáskot/Youtube Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez, yngstu konunni til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem bandarískir hægrimenn dreifðu á samfélagsmiðlum til að gera lítið úr henni virðist hafa haft þveröfug áhrif. Netverjar hafa þvert á móti lofað þingkonuna sem ferskan blæ á þingi. Ocasio-Cortez er 29 ára gömul og þykir vinstrisinnuð á bandarískan mælikvarða. Þannig styður hún til dæmis opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Öllum að óvörum felldi hún reyndan þingmann demókrata í forvali flokksins í New York síðasta sumar. Hún náði svo kjöri á Bandaríkjaþing í kosningunum í byrjun nóvember. Síðan þá hefur Ocasio-Cortez fengið mikla athygli og sankað að sér fylgjendum á samfélagsmiðlum. Hún hefur jafnframt orðið skotspónn repúblikana og annarra hægrimanna sem finna henni flest til foráttu. Einhver þeirra birti myndband af Ocasio-Cortez dansandi á húsþakki á háskólaárunum sínum á Twitter-síðu sem var kennd við hægrisamsæriskenninguna Qanon í gær. „Hér er uppáhaldskommi og besservisser Bandaríkjanna að láta eins og glórulausi grasasninn sem hún er,“ tísti notandinn sem eyddi síðar reikningi sínum.Repúblikanar bauluðu á hana við þingsetningunaThe Guardian segir að myndbandið hafi verið hluti af lengri upptöku þar sem þingkonan og félagar hennar við Boston-háskóla gerðu á sínum tíma. Dansinn var úr kvikmyndinni Morgunverðarklúbbnum [e. Breakfast Club]. Ef ætlunin var að gera lítið úr Ocasio-Cortez varð útkoman önnur. Fjöldi netverja lýsti þvert á móti aðdáun sinni á danshæfileikum og líflegheitum ungu konunnar. Ally Sheedy, ein leikaranna úr Morgunverðarklúbbinum tísti meðal annars: „Ég elska þetta #liðAOC“ og vísaði til skammstöfunar nafns þingkonunnar. Ocasio-Cortez tók sæti sitt á Bandaríkjaþingi í gær og virðist það ekki hafa fallið í kramið á öllum. Nokkrir repúblikanar virtust þannig baula þegar hún greiddi Nancy Pelosi atkvæði til forseta fulltrúardeildarinnar. „Ekki hata mig vegna þess að þið eruð ekki ég, félagar,“ tísti hún.Over 200 members voted for Nancy Pelosi today, yet the GOP only booed one: me.Don't hate me cause you ain't me, fellas https://t.co/kLor9A0TWa— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 4, 2019 Bandaríkin Tengdar fréttir Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11 Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez, yngstu konunni til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem bandarískir hægrimenn dreifðu á samfélagsmiðlum til að gera lítið úr henni virðist hafa haft þveröfug áhrif. Netverjar hafa þvert á móti lofað þingkonuna sem ferskan blæ á þingi. Ocasio-Cortez er 29 ára gömul og þykir vinstrisinnuð á bandarískan mælikvarða. Þannig styður hún til dæmis opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Öllum að óvörum felldi hún reyndan þingmann demókrata í forvali flokksins í New York síðasta sumar. Hún náði svo kjöri á Bandaríkjaþing í kosningunum í byrjun nóvember. Síðan þá hefur Ocasio-Cortez fengið mikla athygli og sankað að sér fylgjendum á samfélagsmiðlum. Hún hefur jafnframt orðið skotspónn repúblikana og annarra hægrimanna sem finna henni flest til foráttu. Einhver þeirra birti myndband af Ocasio-Cortez dansandi á húsþakki á háskólaárunum sínum á Twitter-síðu sem var kennd við hægrisamsæriskenninguna Qanon í gær. „Hér er uppáhaldskommi og besservisser Bandaríkjanna að láta eins og glórulausi grasasninn sem hún er,“ tísti notandinn sem eyddi síðar reikningi sínum.Repúblikanar bauluðu á hana við þingsetningunaThe Guardian segir að myndbandið hafi verið hluti af lengri upptöku þar sem þingkonan og félagar hennar við Boston-háskóla gerðu á sínum tíma. Dansinn var úr kvikmyndinni Morgunverðarklúbbnum [e. Breakfast Club]. Ef ætlunin var að gera lítið úr Ocasio-Cortez varð útkoman önnur. Fjöldi netverja lýsti þvert á móti aðdáun sinni á danshæfileikum og líflegheitum ungu konunnar. Ally Sheedy, ein leikaranna úr Morgunverðarklúbbinum tísti meðal annars: „Ég elska þetta #liðAOC“ og vísaði til skammstöfunar nafns þingkonunnar. Ocasio-Cortez tók sæti sitt á Bandaríkjaþingi í gær og virðist það ekki hafa fallið í kramið á öllum. Nokkrir repúblikanar virtust þannig baula þegar hún greiddi Nancy Pelosi atkvæði til forseta fulltrúardeildarinnar. „Ekki hata mig vegna þess að þið eruð ekki ég, félagar,“ tísti hún.Over 200 members voted for Nancy Pelosi today, yet the GOP only booed one: me.Don't hate me cause you ain't me, fellas https://t.co/kLor9A0TWa— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 4, 2019
Bandaríkin Tengdar fréttir Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11 Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11
Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38