Hitabeltisstormurinn Pabuk veldur nú usla á sunnanverðu Taílandi með úrhellisrigningu og hvassviðri. Veðurfræðingar spá því að stormurinn verði sá versti sem fer yfir svæðið í þrjátíu ár. Vinsælir ferðamannastaðir eru á leið stormsins.
Þúsundir manna hafa yfirgefið eyjarnar Koh Samui, Koh Tao og Koh Phangan, að sögn breska ríkisútvarpsins. Yfirvöld hafa mælt með því að fólk haldi sig innandyra þar til á morgun. Þau segjast vel undirbúin fyrir storminn.
Ferðamenn sem BBC hefur rætt við á Koh Samui segja að þar sé úrhellisrigning, sterkur vindur og öldungangur. Rafmagn hefur einnig slegið út þar.
Búist er við því að stormurinn veikist þegar hann fer úr Taílandsflóa yfir í Andamanhaf vestan við Taíland.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)