Liverpool getur sett átta fingur á titilinn í Manchester í kvöld Hjörvar Ólafsson skrifar 3. janúar 2019 07:45 Klopp og Guardiola ræðast við Vísir/Getty Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið í tæp 29 ár eftir þeirri tilfinningu að fá að sjá leikmenn liðsins lyfta enska meistaratitlinum í knattspyrnu karla. Nú er liðið með sex stiga forystu á toppnum þegar 20 umferðir hafa verið leiknar. Liðið heimsækir ríkjandi meistara Manchester City á Etihad-leikvanginn í kvöld og getur komið sér í ansi þægilega stöðu í baráttu sinni um að verða enskur meistari í 19. skipti í sögu félagsins í vor. Síðan Liverpool varð meistari árið 1999 hefur það lið sem situr á toppi deildarinnar yfir jólahátíðina oftast nær staðið uppi sem sigurvegari vorið eftir. Þeir sem hafa stutt Liverpool í blíðu og stríðu minna sig hins vegar á það að liðið var í þeim sporum bæði tímabilin 2008-09 og 2013-14, en liðinu tókst ekki að enda biðina löngu þá. Þeir vilja því margir hverjir ekki fara á flug í að láta sig dreyma um að geta aftur kallað sig ríkjandi meistara, en láta sér nægja að gaspra um það í lokuðum hópum að nú hljóti að vera komið að stóru stundinni. Manchester City hóf leiktíðina af sama krafti og liðið endaði deildina síðasta vor. Eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Liverpool í fyrri umferð deildarinnar á Anfield fylgdu sjö sigurleikir í deildinni í röð. Þá tapaði liðið þremur af næstu fjórum deildarleikjum sínum og liðið er fyrir þennan leik í þriðja sæti deildarinnar með 47 stig, stigi á eftir Tottenham Hotspur sem er í öðru sæti með 48 stig og sjö stigum á eftir andstæðingi sínum í kvöld. Margir telja að taphrinu Manchester City megi skýra með brotthvarfi Benjamins Mendy og svo því að Fernandinho, Sergio Agüero og Kevin De Bruyne hafi verið meiddir en þeir eru að skríða saman eftir meiðsli á þessum tímapunkti. Fernandinho var á sínum stað sem akkerið inni á miðsvæðinu hjá Manchester City þegar liðið komst aftur á sigurbraut með 3-1 sigri á Southampton í síðustu umferð og Agüero skoraði eitt marka liðsins í þeim leik. Óvíst er aftur á móti hvort Pep Guardiola geti teflt fram Kevin De Bruyne í kvöld. Belgíski sóknartengiliðurinn æfði með liðinu í gær og tekin verður ákvörðun í dag um hvort hann sé leikfær eður ei. Liverpool hefur hins vegar haft betur í síðustu átta leikjum sínum í öllum keppnum eða frá því að liðið laut í lægra haldi fyrir PSG í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópu í lok nóvember. Liðið kom sér með þessum sigrum áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar og í þægilegt forskot á toppi deildarinnar. Liverpool fór illa með Arsenal í síðustu umferð þar sem lokatölur urðu 5-1, en Roberto Firmino sem hafði haft hægt um sig í markaskorun fram að því skoraði þrennu í þeim leik. Jafntefli í leiknum í kvöld viðheldur þeirri stöðu sem liðið er í, en sigur myndi mögulega koma stuðningsmönnum Liverpool úr lokuðum hópum og fram í dagsljósið og á samfélagsmiðla þar sem básúnað verður að nú verði stuðningsmenn annarra liða að trúa því að liðið bæti 19. meistaratitlinum í safn sitt og minnki forskot Manchester United sem sigursælasta liðs í sögu ensku efstu deildarinnar í einn titil. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið í tæp 29 ár eftir þeirri tilfinningu að fá að sjá leikmenn liðsins lyfta enska meistaratitlinum í knattspyrnu karla. Nú er liðið með sex stiga forystu á toppnum þegar 20 umferðir hafa verið leiknar. Liðið heimsækir ríkjandi meistara Manchester City á Etihad-leikvanginn í kvöld og getur komið sér í ansi þægilega stöðu í baráttu sinni um að verða enskur meistari í 19. skipti í sögu félagsins í vor. Síðan Liverpool varð meistari árið 1999 hefur það lið sem situr á toppi deildarinnar yfir jólahátíðina oftast nær staðið uppi sem sigurvegari vorið eftir. Þeir sem hafa stutt Liverpool í blíðu og stríðu minna sig hins vegar á það að liðið var í þeim sporum bæði tímabilin 2008-09 og 2013-14, en liðinu tókst ekki að enda biðina löngu þá. Þeir vilja því margir hverjir ekki fara á flug í að láta sig dreyma um að geta aftur kallað sig ríkjandi meistara, en láta sér nægja að gaspra um það í lokuðum hópum að nú hljóti að vera komið að stóru stundinni. Manchester City hóf leiktíðina af sama krafti og liðið endaði deildina síðasta vor. Eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Liverpool í fyrri umferð deildarinnar á Anfield fylgdu sjö sigurleikir í deildinni í röð. Þá tapaði liðið þremur af næstu fjórum deildarleikjum sínum og liðið er fyrir þennan leik í þriðja sæti deildarinnar með 47 stig, stigi á eftir Tottenham Hotspur sem er í öðru sæti með 48 stig og sjö stigum á eftir andstæðingi sínum í kvöld. Margir telja að taphrinu Manchester City megi skýra með brotthvarfi Benjamins Mendy og svo því að Fernandinho, Sergio Agüero og Kevin De Bruyne hafi verið meiddir en þeir eru að skríða saman eftir meiðsli á þessum tímapunkti. Fernandinho var á sínum stað sem akkerið inni á miðsvæðinu hjá Manchester City þegar liðið komst aftur á sigurbraut með 3-1 sigri á Southampton í síðustu umferð og Agüero skoraði eitt marka liðsins í þeim leik. Óvíst er aftur á móti hvort Pep Guardiola geti teflt fram Kevin De Bruyne í kvöld. Belgíski sóknartengiliðurinn æfði með liðinu í gær og tekin verður ákvörðun í dag um hvort hann sé leikfær eður ei. Liverpool hefur hins vegar haft betur í síðustu átta leikjum sínum í öllum keppnum eða frá því að liðið laut í lægra haldi fyrir PSG í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópu í lok nóvember. Liðið kom sér með þessum sigrum áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar og í þægilegt forskot á toppi deildarinnar. Liverpool fór illa með Arsenal í síðustu umferð þar sem lokatölur urðu 5-1, en Roberto Firmino sem hafði haft hægt um sig í markaskorun fram að því skoraði þrennu í þeim leik. Jafntefli í leiknum í kvöld viðheldur þeirri stöðu sem liðið er í, en sigur myndi mögulega koma stuðningsmönnum Liverpool úr lokuðum hópum og fram í dagsljósið og á samfélagsmiðla þar sem básúnað verður að nú verði stuðningsmenn annarra liða að trúa því að liðið bæti 19. meistaratitlinum í safn sitt og minnki forskot Manchester United sem sigursælasta liðs í sögu ensku efstu deildarinnar í einn titil.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira