Á sama stað á sama tíma að ári Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. janúar 2019 08:30 Lítið gengur hjá Marco Silva og félögum sem hafa aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Vísir/EPA Hjá Everton byrjaði árið 2019 eins og árið 2018 endaði; með tapi. Leicester City gerði góða ferð til Liverpool í gær og vann 0-1 útisigur á Everton. Jamie Vardy skoraði eina mark leiksins sem var jafnframt fyrsta mark ársins 2019 í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fjórða tap Everton í síðustu fimm leikjum og uppskeran í síðustu átta leikjum er aðeins fimm stig. Eftir 21 leik er Everton með 27 stig, jafn mörg og á sama tíma á síðasta tímabili. Líkt og í fyrra hefur Everton unnið sjö leiki, gert sex jafntefli og tapað átta leikjum. Liðið er í 10. sæti deildarinnar og gæti hrapað enn lengra niður töfluna eftir leiki dagsins. Síðasta tímabil var skrautlegt hjá Everton. Eftir slaka byrjun var Ronald Koeman sagt upp og eftir langa leit var Sam Allardyce ráðinn í hans stað. Stóri Sam stýrði Everton-skútunni í örugga höfn en var afar óvinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins og það kom því lítið á óvart að hann fékk ekki að halda áfram með liðið. Við tók Portúgalinn Marco Silva sem Everton reyndi að fá þegar Koeman var rekinn. Silva kom fyrst í enska boltann þegar hann tók við Hull City í erfiðri stöðu í janúar 2017. Liðið féll en spilamennska þess undir stjórn Silvas var nóg til að forráðamenn Watford leituðu til hans um sumarið. Watford byrjaði tímabilið af krafti en halla fór undan fæti um svipað leyti og Everton byrjaði að sýna Silva áhuga. Eftir að hafa aðeins fengið fimm stig úr tíu deildarleikjum var Silva rekinn frá Watford í janúar 2018. Forráðamenn Everton sáu fram á betri tíð með draumastjórann í brúnni en það hefur ekki gengið eftir. Allavega ekki enn. Everton er sókndjarfara en á síðasta tímabili og hefur skorað sex mörkum meira en á sama tíma í fyrra en vörnin er hriplek og Everton hefur aðeins haldið fjórum sinnum hreinu á tímabilinu. Everton fór rólega af stað en var komið á gott ról þegar það mætti Liverpool á Anfield 2. desember. Allt stefndi í markalaust jafntefli en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Divock Origi sigurmark Liverpool eftir slæm mistök Jordans Pickford í marki Everton. Eftir þennan dramatíska grannaslag hefur allt loft farið úr Everton-blöðrunni og aðeins einn sigur komið í hús. Fíflagangurinn hjá enska landsliðsmarkverðinum virðist hafa slegið strákana hans Silva út af laginu. Nokkrir leikmenn Everton hafa átt gott tímabil (Gylfi Þór Sigurðsson, Richarlison og Lucas Digne) en árangur liðsins er ekki merkilegur og framfarirnar frá síðasta tímabili ekki nógu miklar. Silva hefur nú stýrt liðum í 63 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Tuttugu þeirra hafa unnist, 14 endað með jafntefli og 29 tapast. Markatalan er 84-111. Everton lagði mikið í að fá Silva en hann á enn eftir að standa undir þeim miklu væntingum sem til hans voru gerðar á Goodison Park. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Hjá Everton byrjaði árið 2019 eins og árið 2018 endaði; með tapi. Leicester City gerði góða ferð til Liverpool í gær og vann 0-1 útisigur á Everton. Jamie Vardy skoraði eina mark leiksins sem var jafnframt fyrsta mark ársins 2019 í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fjórða tap Everton í síðustu fimm leikjum og uppskeran í síðustu átta leikjum er aðeins fimm stig. Eftir 21 leik er Everton með 27 stig, jafn mörg og á sama tíma á síðasta tímabili. Líkt og í fyrra hefur Everton unnið sjö leiki, gert sex jafntefli og tapað átta leikjum. Liðið er í 10. sæti deildarinnar og gæti hrapað enn lengra niður töfluna eftir leiki dagsins. Síðasta tímabil var skrautlegt hjá Everton. Eftir slaka byrjun var Ronald Koeman sagt upp og eftir langa leit var Sam Allardyce ráðinn í hans stað. Stóri Sam stýrði Everton-skútunni í örugga höfn en var afar óvinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins og það kom því lítið á óvart að hann fékk ekki að halda áfram með liðið. Við tók Portúgalinn Marco Silva sem Everton reyndi að fá þegar Koeman var rekinn. Silva kom fyrst í enska boltann þegar hann tók við Hull City í erfiðri stöðu í janúar 2017. Liðið féll en spilamennska þess undir stjórn Silvas var nóg til að forráðamenn Watford leituðu til hans um sumarið. Watford byrjaði tímabilið af krafti en halla fór undan fæti um svipað leyti og Everton byrjaði að sýna Silva áhuga. Eftir að hafa aðeins fengið fimm stig úr tíu deildarleikjum var Silva rekinn frá Watford í janúar 2018. Forráðamenn Everton sáu fram á betri tíð með draumastjórann í brúnni en það hefur ekki gengið eftir. Allavega ekki enn. Everton er sókndjarfara en á síðasta tímabili og hefur skorað sex mörkum meira en á sama tíma í fyrra en vörnin er hriplek og Everton hefur aðeins haldið fjórum sinnum hreinu á tímabilinu. Everton fór rólega af stað en var komið á gott ról þegar það mætti Liverpool á Anfield 2. desember. Allt stefndi í markalaust jafntefli en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Divock Origi sigurmark Liverpool eftir slæm mistök Jordans Pickford í marki Everton. Eftir þennan dramatíska grannaslag hefur allt loft farið úr Everton-blöðrunni og aðeins einn sigur komið í hús. Fíflagangurinn hjá enska landsliðsmarkverðinum virðist hafa slegið strákana hans Silva út af laginu. Nokkrir leikmenn Everton hafa átt gott tímabil (Gylfi Þór Sigurðsson, Richarlison og Lucas Digne) en árangur liðsins er ekki merkilegur og framfarirnar frá síðasta tímabili ekki nógu miklar. Silva hefur nú stýrt liðum í 63 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Tuttugu þeirra hafa unnist, 14 endað með jafntefli og 29 tapast. Markatalan er 84-111. Everton lagði mikið í að fá Silva en hann á enn eftir að standa undir þeim miklu væntingum sem til hans voru gerðar á Goodison Park.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira